Vikan

Útgáva

Vikan - 26.08.1965, Síða 7

Vikan - 26.08.1965, Síða 7
SPARIÐ SPORIN - KAUPIÐ [ KJÖRGARÐI Búsáhöld Glervörur lega álit, en það hugsar hver sitt. Svo bið ég þig vel að lifa kæri Póstur og ykkur öll þarna á Vikunni og þakka gott blað. Beztu kveðjur. Nína. P.s. Hvernig er skriftin? Jæja piltar góðir, þar hefur kvenþjóðin látið álit sitt í ljós. Við höfum engu að bæta við þetta ágæta og skemmtilega bréf, en bíðum aðeins eftir því, að fleiri láti álit sitt í ljós. Skriftin er mjög góð. HANN BYRJAÐI. Kæri Póstur! Mig langar að biðja þig að hjálpa mér út úr vandræðum, sem ég er í. Þannig er mál með vexti, að ég er með strák, sem er 6 árum eldri en ég. Ég er mjög hrifin af honum og held að hann sé líka hrifinn af mér. Svo skeði það fyrir stuttu, að við fórum að rífast, og það út af smámunum. Mér fannst engin ástæða til þess, að hann þyrfti að reiðast því. En samt rifumst við alveg heiftarlega. Taka skal ég það fram, að það var hann, sem byrjaði að æsa sig, en svo vildi hann kenna mér um allt. Það þoldi ég ekki og æsti mig á móti. Og þetta hafði þær af- leiðingar að hann hefur ekki tal- að við mig síðan. Á ég að fara og biðja hann fyrirgefningar eða á ég að bíða og vita, hvort hann hefur þann sóma að biðja mig fyrirgefning- ar? Ein áhyggjufull. P.s. Hvernig er skriftin? Hvað ertu eiginlega gömul góða mín? Þetta minnir mig á, þegar ég var 10 ára og við strák- arnir voru eitthvað að rífast. Það var hann, sem byrjaði, ekki ég. Og svo spyrðu, hvort þú eigir að bíða eftir því, að hann sýni þann sóma af sér að biðja þig afsökun- ar! Skammastu þín bara og farðu til hans. Mundu líka, að sá væg- ir, sem vitið hefur meira. Ég ætlaði ekki að geta komizt fram úr bréfinu þínu. Það lýsir því hvernig skriftin er. HÚN ER MERT Á LÖPINI. Kjæri pósdur! Ég er Vestmanaeyjingur og hef einu sini áður leitað til ykar. Svo er mál með vesti að é náði dúfu sem er mert á löpini með merki og það standa einkverar tölur á því einig er hún stinpluð á báða vængi og mér sínist að þar standi Hóthel H.M. En ég er ekki viss. Ég bið þig þess vegna að seigja mér hvaða hvar þeta hótel er. Með þök firir seinustu birtingu. Töffi. Fuglamerkingar eru algengar erlendis og þessi dúfa getur ver- ið frá hvaða heimshluta sem er. Annars gæti hún verið ættuð frá Bretlandi, stafirnir H.M. benda helzt til þess. En viti einhver betur um þessi mál, skulum við vona, að hann skrifi okkur og segi meira um þetta. En hvernig er það annars Töffi minn, eyðirðu ekki heldur mikl- um tima í þcssar dúfur þínar? Lastu nokkurn tímann fyrir skól- ann í vetur? Og hvað fékkstu í einkunn í stafsetningu? Gjafavörur Leikföng HVAÐA LITI Á AÐ NOTA? Kæri Vika! Þetta er í fyrsta sinn, sem ég skrifa þér og vonast því eftir svari. Ég vona, að þú getir leið- beint mér eitthvað, en það er svoleiðis, að ég hef mikinn áhuga fyrir fötum og á nokkuð mikið af þeim, þótt ég sé ekki nema 13 ára gömul. En ég er bara allt- af í vanda, hvaða liti ég á að fá og hvernig snið á að vera á föt- unum til að ég sýnist svolítið grennri, en ég er dálítið feitlag- in. Ég er 1,62 m. á hæð, með dökkbrúnt hár, dökkbrún augu og mjög dökkan hörundslit. Ég er líka með stuttklippt hár. Og hvernig á ég að fara að því að láta kálfana sýnast grennri? Viltu birta þetta eins fljótt og þú getur. Stína. Þú skalt varast rykkt föt og plíseringar hvers konar, en reyna heldur að hafa þau slétt eftir því, sem við verður komið. Litirnir, sem þú átt að velja þér eru til dæmis grænt, ultramarineblátt eða gulbrúnt, en alls ekki svart, það hæfir ekki stúlku á þínum aldri. En dökkir litir gera þig grennri, og þess vegna ættirðu að klæðast dökkum sokkum, það fær kálfana til að sýnast grennri. SPARIÐ SPORIN - KAUPIÐ í KJÖRGARÐI Úrval aff ffallegum karlmanna-, unglinga- og drengjaffatnaðl VTKAN 34. tbl. IJ

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.