Vikan

Eksemplar

Vikan - 26.08.1965, Side 22

Vikan - 26.08.1965, Side 22
Eftir hvert sumar hefur mátt segja með sanni: íslend- ingar hafa ferðazt meira en nokkru sinni fyrr. ÞaS sama gildir aS sjálfsögSu fyrir sumariS i sumar. FerSalög til útlanda eru ekki lengur fyrir fáa útvalda, heldur dægradvöl og sumarleyfis- gaman fjöldans, sem bætir sér upp rysjótt árferSi meS þriggja vikna dvöl í einhverju suSlægu sólarlandi. Samkvæmt alþjóSlegum reglum, þá er ekki leyfilegt aS selja ferSalög undir þvi verSi, sem flugfar til staSarins mundi kosta. Til dæmis kost- ar flugfar til Rómar 18 þús- Leigubílstjórar £ Frakklandi hafa verið ósmeykir við að sprengja upp verðið. Nú er búið að stöðva það. und krónur og þaS má ekki undir neinum kringumstæS- um láta ferSalag til Rómar kosta minna. En aftur á móti er það leyfilegt samkvæmt IT reglum, að hafa allt mögu- legt innifalið í verSinu; hótel- kostnað, fæði, leiðsögu o. s. frv. ÞaS þýðir, að Pétur og Páll geta farið í ágæta sumarleyf- isferð til Spánar, Rúmeniu eða Grikklands fyrir sama verð og einungis flugfarið mundi kosta þangað. Og margir virðast hafa sparað saman og unnið eftirvinnu til þess aS fá upp í þennan kostnað. Það hefur verið sagt, að ferðalög íslendinga til út- landa væru einkum fólgin i þvi að fara aftur og aftur til Hafnar og þramma milli sömu búðanna á Strikinu. Talsvert mikið liefur verið til i þessu og við höfðum sannar spurnir af miðaldra lijónum i góðum efnum, sem höfðu tíu sinnum farið utan, en alltaf haldið sig við Kaupmannahöfn og einkum þó Strikið. En ferðaskrifstofurnar liafa átt sinn þátt í þvi með út- breiðslustarfsemi sinni, að nú dettur mörgum það alls ekki til hugar að fara að eyða sum- arleyfinu á Strikinu. Suðrið og sólin hefur kannske megin aðdráttaraflið á börn norð- ursins, hvað engan skyldi undra. En samt eru Norður- landaferðir orðnar klassisk- ar og jafnan er góð þátttaka í auglýstum ferðum um Norð- urlönd. Það er til dæmis al- gengt að fólk fari til Norður- landa í fyrstu utanferðinni, áður en það „hættir“ sér lengra suður á bóginn. Það er algengt, að fólk fari í vel skipulagðar yfirlitsferðir ferðaskrifstofanna, þar sem ef til vill er komið við í nokkrum löndum. Þar eru nokkrar klassiskar leiðir fyrir Ferðamannastrauminn til Spánar og Ítalíu eykst stöðugt. utan Norðurlöndin: Mið- Evrópa, Spánn, Ítalía, jafn- vel hin nálægari Austurlönd. Þá er venjulega farið milli sömu staðanna frá ári til árs; til dæmis hljóðar Ítalíu-rútan upp á: Mílanó, vötnin við Alpana, Feneyjar, Florens, Assissi, Róm, Napoli, Pom- peij, Sorrento, Capri, Via- regio, Pisa, Genua og Monaco eða Nizza. Þeir sem farið hafa í nokk- ur skipti og eru búnir að tina upp þessar helztu, klass- isku leiðir ferðaskrifstof- anna, fara gjarnan síðar á eigin spýtur og dvelja þá ef til vill megnið af tímanum á einhverjum þekktum og góðum baðstað og hluta af tímanum i einhverri borg, þvi íslendingar verða alltaf að verzla og það hefur jafnvel verið sagt frá því, að „is- lenzkt pinklafólk“ veki at- hygli á flugstöðvum. Svo kemur það ef til vill i ljós siðar, að tímanum var eytt til að finna einhvern hlut með ærinni fyrirhöfn, sem fæst eftir allt saman heima og kostar jafnvel ekkert meira. Ennþá er það útbreidd trú, að flik eða einhverskonar Það er margt, sem fyrir augun ber á fcrðalögum og myndavélinni er óspart haldið á lofti. hlutir séu mun betri, bara ef þeir eru keyptir i útlöndum. Annars er það ótrúlega margbreytilegt, sem hægt er að velja um fyrir skikkanlegt verð: Sigling upp Rín á fljóta- bát, hús með barnagæzlu og þjóni á Miðjarðarhafsströnd Spánar eða siglingar milli eyja í eyjahafinu griska. Stundum virðist svo sem verðið sé ekki það, sem mestu máli skiptir, þegar íslending- ar eru annars vegar. Ein ferðaskrifstofan hér i borg auglýsti ferð um Grikkland og siglingu á lúxusskipi milli eyjanna og alla leið til Istan- Fólk er fljótt að kynnast á bað- ströndunum. En pappagallarnir ítölsku eru nokkuð varasamir. bul og til baka. Þetta var dýr ferð, þvi flugfar kostar mikið til Aþenu þó ekki sé annað, en hún fylltist fyrst* af öllum þeim ferðum, sem þessi ferðaskrifstofa hafði á boðstólum. Eftir þvi sem fleiri hafa farið á klassisku staðina, þeim mun meiri verð- íslendingar ferdast meira en nokkru sinni fyrr 22 VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.