Vikan

Eksemplar

Vikan - 26.08.1965, Side 28

Vikan - 26.08.1965, Side 28
ÞAÐ ER ÞJÖNUSTA VIÐ NEYTENDUR, AÐ BENDA ÞEIM Á GÆÐAVÖRU MEÐ AUGLÝSINGU. ÞESSVEGNA ER V I K U N N I ÁNÆGJA AD AUGLÝSA GÆÐAVÖRUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI SÍNA. Heimilisblaðið Vikan auglýsingadeild LífsskilyrSi ástarinnar í Tokyo Framhald af bls. 21. reiknafSar með) sem lialda sak- leysi sínu. Jafnvel trúlofun hefir engin áhrif á samlif unga fólks- ins.... —- Svo að i ykkar tilfelli. .. . ? — í okkar tilfelli, segir Koki ákveðinn, ■—• skeður ekkert, sem við höfum ekki leyfi til. Við svíkjum ekki foreldra okkar. Og ég vil alls ekki .lokka Poko-san út í neitt (hér roðnar Poko-san), sem við vitum að alls ekki er rétt. HÚN MÁLAÐI SIG- Faðir Kokis er skólastjóri við lýðháskóla i Yokohama og móðir hans hefir snyrtistofu. Þau búa í litlu, mjög fallegu húsi, svo litlu að ]jað líkist helzt brúðu- húsi. Það stendur í hverfi ann- arra slikra brúðuhúsa, sem að oft rúma stórar fjölskyldur á- samt þjónustufólki. Poko-san missti föður sinn í stríðinu, en móðir hennar gift- ist aftur, kaupsýslumanni, og hún á laglegan litinn hálfbróð- ur, fimm ára gamlan. Þau búa líka í lithi húsi í miðri Tokyo. Eins og heima hjá Koki er lítið um húsgögn, og auðvitað ein- göngu japönsk húsgögn. Rúm eru alls ekki notuð, það er sof- ið á gólfunum, og notaðar tat- ami-mottur, strámottur, sem eru breiddar út á kvöldin og þunn madressa látin ofan á. Foreldrar begeja eru úr sömu stétt, þó eru skólastjórahjónin aðeins ofor i metorðastiganum. Þetta hefir sitt að segja í Japan, þar giftir maður sig hvorki upp fyrir sig né niður fyrir sig. Það hafði töluverða erfiðleika í för með sér fyrir Koki að fá foreldrana til að viðurkenna Poko-san, sem lieppilegt gjaforð, þeim fannst hún of nýtízkuleg! — Hún notar varalit og hún málar sig, öskraði faðir hans. — IJún er eklcert fyrir þig. .. . Móðirin var á sama máli, ekki með þvi að láta álit sitt í ljós með orðum, það sæmir ekki jap- anskri húsmóður, heldur með þvi að sýna á sér vandlætingar- svip, í hvert skipti sem Poko-san var nefnd á nafn. Koki er farin að hlæja aftur. — Auðvitað átti ég að beygja mig fyrir vilja foreldra minna og velja aðra stúlku, segir hann. — Fyrir stríð hefði ég verið neyddur til þess. En nú er ég sjálfráður, eins og annað ungt fólk er í Japan nú til dags. Ja — allavega sjálfráður að vissu takmarki.... Hvað viðkom Poko- san lét • hann sig ekki. Þau trúlofuðust og ætla að giftast, hvað sem þau gömlu segja.... — En það liðu nú sjö m&nuð- ir áður en þú þorðir að taka mig heim með þér, segir Poko- san og hlær svolitið illkvittnis- lega. — Þú varst hræddur við þau....! — Þau létu undan að lokum, segir Koki, — er það ekki aðal- atriðið.... Jú, þau létu undan þegar að þau sáu Poko-san. Faðirinn Iwao varð jafnvel mjög hrifinn af litlu finlegu stúlkunni, sem átti að verða tengdadóttir hans, og þá flýtti móðirin Hide sér lika að láta í ljós ánægju sína. En sambandið milli Poko-san og tilvonandi tengdaforeldra henn- ar er samt ekki eins innilegt og samband foreldra hennar við Koki. Hann er farinn að kalla þau Otoh-san og Okah-san, sem er eiginlega innilegra en tengda- pabbi og tengdamamma, það þýðir eiginlega litli karlinn og litla konan. Það er mikil viður- kenning fyrir ungan japanskan mann að fá að kalla tengdafor- eldrana þvi nafni. En Koki er líka háskólaborgari og á liklega góða framtiðarmöguleika._____ SYARTI FUGLINN Japanskur karlmaður notar eiginlega aldrei trúlofunarhring, en það gera stúlkurnar. Þetta eru mikil útgjöld fyrir piltinn, þvi að hringur kostar 25—30000 yen, svo að þetta er mjög tilfinn- anlegt, þar sem að launin eru yfirleitt frekar litil. — Gefið þið hvort öðru gjaf- ir? Er það til siðs á trúlofunar- timabilinu. . . . ? — Ekki blóm, segir Koki. Við gefum heldur nytsama hluti. Poko-san hefir fengið hand- tösku og regnhlíf, — já, hvað hefur jiú annars fengið frá mér, Poko-san? — Efni í kjól, hárþurrku og myndavél, og. .. . já það er svo margt sem ég hefi fengið, svar- ar Poko-san, Ijómandi af á- nægju. — Koki er svo hugsunar- samur! Þetta er líka alger nýjung, að japanskir karlmenn séu hugsun- arsamir við stúlkurnar sínar, unnustur og eiginkonur. Margar af gömlu siðvenjunum eru úr sögunni, hafa næstum horfið eft- ir stríðið. Áður var það eins og stendur í gamalli frásögn: „Maður sér hvitan fugl fljúga yfir höfuð sér og segir við konu sina: — Sjáðu svarta fuglinn! Hún horfir á hann og segir: — Já, ég sé svarta fuglinn.... Fyr- ir henni er fuglinn svartur, vegna þess að herra hennar og húsbóndi segir það.“ Áður, og það er ekki lengra siðan, en rétt fyrir stríðið, var karlmaðurinn allsráðandi, en konan undirgefin, hlýðin og einskis megandi. Engum manni datt i hug að sýna konu sinni tillitssemi eða kaupa handa henni gjafir. Hún var meðhðndl- uð sem sm&barn.... 23 VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.