Vikan

Tölublað

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 26.08.1965, Blaðsíða 40
— Ég veit, hélt hún áfram og falleg augu hennar skinu eins og roðasteinar. — Ég veit, hve mikið þér getið gert. Þér hafið töfradrykki, sem þér hafið fengið frá Austurlöndum. Hlustið á mig, þér verðið að útvega mér réttinn til að hafa skammel. Sjálfur getið þér sett upp verðið. — Þessháttar hlutir fást ekki fyrir peninga. — Þá skal ég gefa yður sjálfa mig, líkama og sál. — Vesalings barn, þér eruð ekki með sjálfri yður. — Hugsið málið, Monsieur Savary. Það getur ekki verið erfitt fyrir yður. Ég sé enga aðra leið til að fá konunginn til að láta mig hafa skammel. Og ég verð að fá það, ég verð! Ég skal gera hvað, sem er, til að fá það. — Jæja, jæja, ég skal hugsa um það. E’n hann neitaði pyngjunni, sem Mademoiselle de Brienne reyndi að troða í hönd hans. Seinna rakst Angelique aftur á Mademoiselle de Brienne við spila- borðið. Mademoiselle de Brienne var falleg, brúnhærð stúlka, mjög heillandi en einnig afar drambsöm og kunni enga mannasiði, þótt hún hefði verið við hirðina síðan hún var barn. Hún var mjög einstrengings- leg, spil, drykkja og ástarleikur voru henni jafn sjálfsögð dægradvöl og útsaumur og knipplingasaumur var fyrir miðstéttarstúlkur á hennar aldri. Á engri stundu tapaði hún tíu þúsund livres I spilum móti Angelique. Hún viðurkenndi, að hún gæti ekki borgað skuldina undir eins. — Ég mátti vita, að andskotans galdramaðurinn myndi færa yður heppni, sagði hún og setti á sig stút eins og barn, sem er að bresta í grát. -— Og hvað ég myndi vilja gefa til að fá hjálp hans! Ég hef tapað næstum þrjátíu þúsund livres þessa einu viku. Bróðir minn verður áreiðanlega æfareiður og segir, að ég sé að setja hann á hausinn. Svo varð henni ljóst, að Angelique myndi ekki gefa henni langan gjaldfrest, og bætti við: — Viljið þér ekki kaupa embætti mitt sem konsúll Candia? Ég hef verið að hugsa um að selja það. Það er fjörutíu þúsund livres virði. Þegar Angelique heyrði orðið „embætti” sperrti hún eyrun. — Konsúlsembætti ? — Já. — Konsúll fyrir Candia? — Það er einhverskonar borg á Krit, held ég, sagði Mademoiselle de Brienne. — En kona getur ekki verið konsúll.... — Jú, hún getur það. Ég hef verið það nú síðastliðin þrjú ár. Maður þarf ekki að hafa neinn sérstakan samastað, en á hinn bóginn skapar það sérstaka stöðu við hirðina, þar sem allir konsúlar, hversu ómerki- legir sem þeir eru, hafa rétt til setu með hirðinni, og ber jafnvel skylda til þess. Ef þér ætlið að kaupa það, vonast ég til að þér kaupið hlunn- indin með. Og það er svo sem ekki eins og þau séu eins og þau eiga að vera heldur. Framkvæmdastjórarnir tveir, sem ég sendi þangað, eru sjóræningjar, og allur ágóðinn, sem þeir vinna fyrir, fer beint í þeirra vasa. Og svo verð ég þar að auki að borga þeim kaup. Ég ætti ekki að vera að segja yður þetta, úr því að ég ætla að reyna að fá yður til að kaupa þetta, en ég er svoddan bölvaður asni. Ef til vill gætuð þér gert þetta betur en ég. Og fjörutíu þúsund livres er ekki mikið. En það er mér nóg til að losna við skuldirnar í bili og eiga eitthvað smávegis eftir. — Ég skal velta því fyrir mér, sagði Angelique kæruleysislega. Hugsunin steig henni til höfuðs eins og sterkur drykkur. Konsúll Frakklands! Hana hafði dreymt um marga titla, en aldrei þann. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris Framh. í næsta blaöi. SungiS í sprengju- regninu Framhald af bls. 27. á leiðum út úr borginni lá fólkið í hrönnum, sviðið, brennt og slasað. Læknar og hiúkrunarlið gekk á milli og reyndi að lina þiáningar þeirra, sem verst voru leiknir. Þetta var ömurleg og Ijót s|ón. Komið var undir kvöld, þegar við fundum okkur afdrep í þvottakiall- ara í húsi skammt utan við borg- ina. Þar höfðumst við við um nótt- ina, en komust svo daginn eftir með yfirfullri lest til Dresden. Nóttina þar á eftir kom þriðja stórárásin á Hamborg í röð, sem yfir 1000 flug- vélar tóku þátt í. Þetta var forsmekkurinn af þvl sem koma skyldi, og oft áttum við eftir að bíða öll saman þess sem verða vildi um óhugnanlegar and- vökunætur. Þessa dagana komu engin blöð út í Hamborg, og ekkert var skýrt frá ástandinu þar í öðrum blöðum í Þýzkalandi. Fólk utan borgarinn- ar og nsæta nágrennis hafði ekki hugmynd um, hvað ástandið var hryllilegt. Frá Dresden fór ég svo aftur suð- 4Q VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.