Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 5
og eftir langar göngur um teppalögð strætin, fóru kóngurinn og drottn- ingin að hlýða á Te Deum i einhverri gamalli kirkju. Milli Te Deum hélt stríðið áfram gauragangi sínum, og skothvell- irnir skullu í fjarska. Einstaka sinnum reyndu varnarliðin að fá út- rás, sem stundum endaði með blóðbaði, en Spánverjarnir voru fámenn- ir og Spánn langt i burtu. Þeir gátu ekki fengið liðsauka, og undir hrýst- ingi frá íbúunum, sem langaði ekkert til að þola hungur fyrir frægðar- ljómann, gáfust borgirnar upp. Undir veggjum Douai var hestur eins lífvarðar konungsins drepinn undir honum. Lúðvik XIV var mikið á vígstöðvunum. Hann heillað- ist af púðurlyktinni og hafði gaman af að leiða herinn til árásar. Þegar umsátrið við Lilie var byrjað, klöngraðist hann yfir skotgraf- irnar eins og venjulegur hermaður, hirðmönnunum til mikillar skelf- ingar. Eftir að Turenne hafði séð hann auri ataðan, eftir fallbyssukúlu, sem hafði lent rétt hjá honum, hótaði hann að hætta umsátinni, ef konungurinn væri svona fífldjarfur. En konungurinn hafði farið í broddi fylkingar, alveg upp að brjóstvörn borgarinnar, og neitaði að hörfa. Du Plessis-Belliére marskálkur sagði við hann: — Takið hatt- inn minn og látið mig hafa yðar. Ef Spánverjarnir miða á fjöðrina, hitta þeir rangan mann. Næsta dag var konungurinn hógværari. Philippe fékk hið bláa heið- ursmerki reglu heilags Lúðvíks. Sumarið kom og það hlýnaði i veðri. Fallbyssureykurinn steig í litlum skýjum upp í dimmbláan himininn. Mademoiselle de la Valliére var kyrr í Compiégne, en drottningin hélt áfram með hernum og tók með sér i vagni Mademoiselle de Mont- pensier, de Bade prinsessu, Madame de Montausier og Madame de Montespan. Á eftir þeim komu í öðrum vagni Mesdames d’Armagnac, de Bouillon, de Créqui, de Béthune og du Plessis-Belliére. Þær voru allar dauðþreyttar og hræðilega þyrstar. Það lótti yfir þeim, þegar þær sáu sér til undrunar hóp manna, með vagn hlaðinn af ísmolum. Það hressti þær að sjá glitra á isinn i sólar- ijósinu. Með isnum voru nokkrir 'fráhrindandi náungar með kolsvart yfirskegg og súrir á svip, í bættum einkennisbúningum. Liðsfioringinn, sem með þeim reið, duldi ekki uppruna sinn. Búningur hans og frjáls- mannleg framkoma sýndu svo að ekki varð um villzt að þetta var þegn Spánverjakonungs. Hann sagði konunum, að Monsieur de Brouay, spánski landsstjórinn í Lille, sendi konungi Frakklands af riddara- mennsku sinni is á hverjum degi — eða ef til vill til að sýna hugrekki sitt. — Biðjið hann, sagði konungurinn, — að senda mér svolítið meira. — Sire, svaraði Kastalíubúinn, — hershöfðinginn minn sparar ísinn af því að hann býst við, að þetta verði löng umsát og óttast, að hann verði uppiskroppa með ís handa yðar hágöfgi. Gamli de Charost hertogi hrópaði til hans, þar sem hann stóð við hlið konungsins: — Gott hjá honum! Segið Brouay að fylgja ekki dæmi landstjórans í Douai. Hann gafst upp eins og hræddur héri. — Eruð þér frávita, Monsieur? spurði konungurinn hörkulega. — Ætilð þér að hvetja óvini okkar til mótþróa? — Sire, þetta er fjölskyldustolt. Brouay er frændi minn. Líf hirðarinnar hélt áíram í herbúðunum. Um akrana voru marglit tjöid i regluiegum röðum. Tjald konungsins, sem var stærst, var þrjú herbergi, eitt svefnherbergi og tveir fundarsalir. Að innan var það tjaldað með kinversku silki og búið stólum og boröum. Sömu siðir fylgdu bólferð hans og fótaferð og í Versölum. Allir nutu hinna ríkulegu veizlumáltíða enn meir, þegar þeim var hugsað til Spánverjanna bak við rammbyggða múra Lille, sem urðu að láta sér nægja að naga hrossahreðkur. Lúðvík XIV skemmti hirðmeyjunum við borð sitt. Kvöld nokkurt um kvöldmat kom hann auga á Angelique, sem sat ekki langt frá honum. Hinir nýju hernaðarsigrar hans, svo ekki sé minnzt á persónu- legan sigur hans yfir Madame de Montespan, höfðu að einhverju leyti slævt athyglisgáfu hans. Honum fannst hann vera að sjá hana i fyrsta skipti í þessum bardögum og spurði hana góðlátlega: — Svo þér hafið yfirgefið höfuðborgina? Hvað sögðu þeir í París, um það leyti sem þér fóruð? Angelique leit kuldalega á hann: — Sire, þeir voru að fara með kvöldbænirnar sinar. — Ég átti við, hvað var þoö nýjasta? — Grænar baunir, Sire. Svör hennar gætu hafa verið skemmtileg, hefðu þau ekki verið sögð með hreim, sem var jafn iskaldur og augnaráð hennar. Kóngurinn þagnaði af undrun, og þar sem hann fann ekki hæfilegt svar i flýti urðu kinnar hans rjóðar. Madame de Montespan kom til hjálpar með því að hlægja smitandi. Hún sagði, að nýjasti leikurinn væri að svara spurningum eins fárán- lega og hægt væri. Allir í sölum Parísar lékju þennan leik og hann væri leikinn í samkvæmum fyrirfólksins, allir reyndu að stinga hver upp í annan og Madame du Plessis væri mjög snjöll i þessum leik. Áður en langt um leið, voru allir við borðið farnir að reyna þetta og máltíðin endaði með mikilli kátínu. Næsta morgun var Angelique að leggja andlitsfarða sinn undir eftirliti forvitinnar kýr, þegar du Plessis-Belliére marskálkur lét til- kynna komu sina. Eins og hinar hefðarkonurnar, sem fylgdu hernum eftir, varð hún að þola óþægindi ferðalagsins, en um leið og hún hafði fundið sér stað til að setja upp snyrtiboi'ðið sitt, lét hún sem ekkert væri. Ilmurinn af andlitsdufti hennar og ilmvötnum blandaðist saman við mykjuþefinn, en hvorki hefðarkonan í þunna sloppnum né svart- skjöldótta kýrin, sem hélt henni félagsskap, ömuðust hvor við annarri. Javotte var að hjálpa henni í nærpilsið, sem var úr ijósbleiku silki með fölgrænum röndum, en Thérese batt það upp um hana. Þegar Angelique sá eiginmann sinn, sendi hún stúlkurnar burtu, en hélt áfram að horfa á spegilmynd sína, og yfir öxlina sá hún óveðurs- andlit Philippe. — Ég heyrði ljótan orðróm um yður, Madame. Mér íannst skylda min að yfirgefa stöðu mína um stund, til að gefa yður áminningu, ef til vill refsa yður. —• Hver er þessi orðrómur? — Að þér hafið gert grin að kónginum þegar hann sýndi yður þann heiður að tala beint til yðar. — Er það allt og sumt? spurði Angelique og valdi fegurðarblett úr litlu skríni úr hömruðu gulli. —Það er ýmiss annar orðrómur á kreiki um mig, sem hefði getað raskað ró yðar fyrir löngu. Þau einu skipti, sem þér virðist hugsa um hjónabandsskyldur yðar, er þegar þér á- lítið yður þurfa að nota þær sem hjónabandssvipu. — Svöruðuð þér kónginum ókurteislega? Já eða nei. — Eg haíði mínar ástæður. — Bn.... þér voruð að tala við kónginn! — Hvort sem hann er kóngur eða ekki, er hann ennþá óþekkur strákur, sem þarf að setja ofan í við endrum og eins. Þótt hún hefði guðlastað gróflega, hefði Philippe ekki orðið meira yfirkominn. Það var eins og hann værn að kafna. — Eruð þér hreinlega brjáluð? Hann æddi fram og aftur en hallaði sér svo upp að beizlunum og tók að stara á Angelique, meðan hann tuggði strá. — Aha! Nú sé ég hvernig vindurinn blæs. Ég veitti yður nokkurt frelsi til heiðurs við son minn, sem þér báruð og óluð, og nú reynið þér að notfæra yður það. Það er kominn tími til að sveiíla svipunni á ný. Angelique yppti öxlum og forðaðist að svara honum. Hún beitti allri sinni athygli að glugganum, meðan hún festi fegurðarblett á hægra gagnauga sitt. —- Hvað væri hæfileg refsing til að kenna yður, hvernig þér eigið að koma fram við borð konungsins? spurði Philippe? Útlegð? Uss, þér mynduð með einhverjum ráðum koma aftur, um leið og ég hefði snúið við yður baki. Þér þurfið aftur að fá að smakka á hundasvipunni minni. Já, ég minnist þess, hvernig það fékk yður til að drúpa höfði. Eða.... Ég gæti nú kannske fundið eitthvað áhrifaríkara, til dæmis kaðal- enda.... — Ofreynið ekki imyndunaraflið. Þér eruð of liarður skólastjóri. Þetta voru aðeins þrjú orð, sem skruppu upp úr mér.... — ... .sem svar til konungsins! — Kóngurinn er aðeins maður, þegar allt kemur til alls. — Þar hafið þér rangt fyrir yður. Kóngurinn er kóngur. Þér eigið að sýna honum hlýðni, virðingu og tryggð. — Á ég að gefa honum rétt til að stjórna lífi mínu, að eyðileggja mannorð mitt, að svíkja trúnað minn? Framliald á bls. 40. VIKAN 38. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.