Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 33
— Allt í lagi, tvöfaldan skammt, eins og venjulega. Ég er rétt að koma. Hún sett mat í flýti á tvo diska og bar þá fram í. Pete mætti henni í dyrunum og tók annan diskinn úr höndum hennar. Dunning flug- stjóri hafði sett siálfstýringuna ó, og var í sambandi við flugturninn ó Möltu: — Hæð 16000 fet. Stefna 285. Áætlaður komutími til London 07.30. Yfir og út! Dunning teygði sig eftir loggbók- inni, færði inn í hana og renndi síðan stólnum aftur á bak. Pete var byriaður að borða, með disk- inn ó kodda ó hnjánum. — Ég er að vera búinn, sagði hann. — Þú þarft ekki að flýta þér, svaraði Dunning. — Éttu í ró og næði! Er þetta góður lax? — Ekki sem verstur, muldraði að- stoðarflugmaðurinn. Flugstjórinn sneri sér að flug- freyjunni. — Er allt í lagi þarna inni? Janet yppt öxlum. — Jó, það lítur út fyrir að verða friðsöm nótt. — Það eru svona nætur, sem gera manni lífið bærilegt, svaraði Dunning. — Hvernig er veðrið? spurði Jan- et. — Það er þoka yfir Frakklandi, svaraði Dunning. — Það er venju- legast á þessum tíma árs. Hann át laxinn sinn og fylgdi síðan ó eftir Janet inn í farþega- rúmið. Hann spiallaði stundarkorn við nokkra farþeganna, og bauð síðan góða nótt. Það tilheyrði einn- ig starfinu. — Hvernig er að fljúga svona risa í gegnum nóttina? spurði ein- hver rómantísk sál. Dunning hló. — Vani, hreinn vani! sagði hann. Hann var að fara aftur inn í flugstjórnarklefann, þegar hann sá, að flugfreyjan stóð bogin yfir konu og studdi hönd á enni hennar. Þeg- ar hann kom þangað, sá hann and- lit konunnar, afskræmt af þjóningu. — Er eitthvað að, ungfrú Benson? spurði hann. Janet rétti úr sér. Hún var alvar- leg á svipinn. — Frúnni líður illa, flugstjóri. Ég ætla að ná í töflur handa henni. Ég kem rétt strax. Dunning tók stöðu hennar og hallaði sér yfir hana og manninn við hlið hennar. — Það var slæmt, sagði hann með hluttekningu. — Hvað getur þetta verið? Konan leit upp. Hún var nóföl og svitinn streymdi niSur andlit hennar. — Ég veit þaS ekki, sagði hún með erfiðismunum. — Þetta kom bara allt í einu. Fyrir nokrum mín- útum. Mér Kður svo illa. Mér er svo illt í maganum. Mér þykir leitt að vera til óþæginda . . . — Svona, svona, vina mín, sagSi maSurinn viS hliS hennar. — Hall- HALLDOR JONSSON H.F. ÍHEILDVERZLUN HAFNARSTRÆTI 18 SÍMAR 23995 OG 12586 Reiðhjól fyrir yngri sem eldri fást í Fálk- anum. Hinir vandlátu velja DBS, merkið sem unglingar flestra landa meta á borð við Rolls Royce eða Mercedes hjá hinum eldri. Komið og skoðið. Þið gerið góð kaup hjá okkur. FÁLKINN H.F. Reiðhjóladeild aSu þér nú bara aftur á bak, og þá hlýtur þér aS líSa betur. Þetta er aðeins angi af loftveiki. . . Dunning horfði rannsakandi á konuna. — Líklega, muldraði hann, án sannfæringar. Nú kom Janet aftur meS töflur og glas af vatni og hann rýmdi til fyrir henni. Hann sagSi nokkur ró- andi orð við konuna og hélt síðan áfram. Þegar hann var komin aftur fram í flugstjórnarklefann, lét hann fallast niður í sæti sitt og starði beint fram, án þess að segia orð. Janet kom inn í klefann á eftir hon- um. — Hver er þetta? spurði flug- stjórinn. — Herra og frú Childer, svaraði Janet. — Henni leið Ijómandi vel, fyrir aðeins stundarfjórðungi. — Segðu mér ef hún verður verri, og þó set ég mig í samband við Marseille. Janet kipptist við. — Hversvegna? — Eg veit það ekki, svaraði Dunning lágt. — Mér lízt ekki á út- lit hennar. Kannske að þetta sé eitthvað frá gallinu. En hún lítur út fyrir að vera mjög veik. Er nokkur læknir á farþegalistanum? — Það hefur enginn kynnt sig sem lækni, svaraði Janet. — En ég get spurt. Dunning hristi höfuðið. — Vð skulum ekki hraeða far- þegana strax. Það væri bezt fyrir hana aS reyna aS sofna, segSu mér, hvernig henni líSur eftir hálf- tíma. ÞaS versta er, að við eig- um enn eftir fjóra tíma, óSur en við náum ströndinni, bætti hann við. Svo setti hann ó sig heyrnartæk- in og hegndi hljóSnemann um háls- inn. Pete flaug nú ón sjólfstýr- tæk|a. Dreifð ský virtust koma þjót- andi á móti vélinni, lykjast um hana eitt andartak og hverfa síð- an. — Það er að verða skýjaðra, sagði aðstoðarflugmaðurinn. — Já, veðrið hlýtur að fara að versna. Ég tek stjórnina, það er bezt að klifra yfir skýin. Biddu um 20000 . . . Pete studdi á rofa á hljóðnema sínum. — 714 kallar Marseille radio, kallaði hann. — Marseille heyrir í 714, glumdi í heyrnartækjunum. — VeðriS er aS versna. Við biðj- um um leyfi fyrir 20000. — 714 bíddu! Ég skal hafa sam- band viS flugturninn! Flugstiórinn starði beint fram [ nóttina. — Segðu Janet að lóta farþegana spenna beltin, Pete, sagði hann. — Það verður dálítið óslétt hérl — Flug 714, glumdi í heyrnar- tækjunum. — Marseille gefur leyfi fyrir 20000. — 714, sagði Pete. — Takk! — Þá förum við, sagði flugstjór- inn. Mótorhljóðið breyttist, þegar VIKAN 38. tbl. 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.