Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 9
ún hefir náð beztu ár- um ævi sinnar. Reynd- ar mætti kalía það auð- ugu árin, þ.e.a.s. í and- legri merkingu, vegna þess að á þessu aldurstigi hefir hún oft tækifæri til að sinna þeim þugðarefnum, sem hún hefir ef til vill orðið að láta sitja á hak- anum. Ef tala skal um „nýja konu“, síðan konan fékk jafnrétti og yfirleitt betri lífsskilyrði, er það einmitt á þessum aldri sem hana er að finna, —• þar er munurinn mestur. Nú getur hún gert upp við fortíðina. Langamma hennar, amma og jafnvel mamma, höfðu enga möguleika til að skapa sér mýjar lífsvenjur, á þessum fyrstu íelliárum, milli fimmtugs og sex- tugs, sem nú geta orðið sumar- auki nútíma konunnar. Hún hef- ir sína reynzlu og getur notfært sér hana. Fornmæður hennar þafa án efa haft sömu löngun til að njóta þessara ára, en mögu- lekarnir voru bara ekki fyrir hendi þá til dags. Kven-taugalæknir sagði nýlega að konur fyrri kynslóða hljóti að hafa haft það á tilfinning- unni að þær væru lokaðar inni, eims og gullfiskar í keri! Þá voru það aðeins örfáar kon- ur, sem höfðu tækifæri til að :svala athafnaþrá sinni, eða rétt- •ara sagt börðu það í gegn. Marg- ar frægustu leikkonur heims, náðu fyrst tindi frægðar sinnar, þegar þær voru komnar á miðj- an aldur, sama var að segja um skáldkonur og listmálara. Á þessum árum getur konan gert sitt bezta, ekki eingöngu fyr- ir sjálfa sig, heldur einnig fyrir það þjóðfélag sem hún tilheyr- ir. Hú má bara ekki vera hrædd við að bjóða fram sinn skerf, heldur ganga keik til athafna og láta ekki gamla fordóma aftra sér. Jafnvel kona sem áður hefir ekki haft tíma eða aðstöðu til að sinna andlegum störfum, fær nú áhuga á allskonar málefnum, heimsspeki, trúarbrögðum, bók- menntum og öðru slíku. Það skal viðurkennt að hún er ekki eins fljót að læra og á tvítugsaldri, hæfileikinn til að nema minnk- ar venjulega um tuttugu prósent, en hún hefir meiri aðlögunar- hæfileika en karlmaður á sama aldri og hefir skírari hugsana- gang. Opinber málefni, t.d. stjórnmál og velgerðarstörf eru svið sem konan lætur meir og meir til sín taka og með góðum árangri. Mörg konan leggur fyrir sig list og listiðnað, sem frístundavinnu, þetta er skapandi tímabil í ævi hennar. Karlmaðurinn upplifir þetta tímabil fyrr, frá þrítugu og fram á fimmtugsaldur. Konan fær löngun til að kynn- ast nýjum hlutum og eignast þá nýja vini í sambandi við þessi áhugamál sín. Það kemur líka fyrir að konur taka upp að nýju þau störf er þær höfðu á unga aldri, en gátu ekki stundað, vegna erfiðra heimilisstarfa. Ný störf og nýir vinir verða vörn gegn þeirri einmanakennd, sem vofir yfir konu, sem komin er yfir fimmtugt. Þessvegna er það svo áríðandi að hún noti þessi ár vel og hiki ekki of lengi við að breyta lífsvenjum. Sumar konur fleygja sér út í það, sem kalla mætti „Nú eða aldrei". Það getur verið gott, ef ekki er farið of geyst í hlutina. Þann eiginleika að líta róleg- um augum á lífið og að taka yfir- leitt ekki hátíðlega smámunina, finnum við almennt hjá konum á þessum aldri. Það lýsir sér með- al annars í því hvernig hún vel- ur föt sín. Hún er ekki lengur þrælslega bundin tízkunni, að- hyllist frekar það sem þægilegt er, og hikar ekki við að fá sér ný föt. En hún kaupir góð föt og vönduð og vonar að þau end- ist lengi. Á þessum árum breytizt vöxt- urinn líka, líffræðilega séð. Karl- maðurinn lækkar í lofti um 4 cm. að meðaltali á aldrinum 50 — 65 ára, en konan aðeins um einn. Þetta er ekki vegna þess að beinagrindin styttist, heldur eru það sinar og brjósk sem skreppa saman og verða slak- ari með árunum. Og eftir 65 ára aldur verður þessi rýrnun hrað- ari hjá karlmönnum en konum og hafi hún þurft að líta upp til síns herra, hæðarinnar veena, get- ur svo farið að þetta snúizt við. Rekist maður á hjónakorn á sextugs aldri á ferðalagi í Esypta- landi, eða einhverjum álíka æv- intýralegum stað, er venjúlega hægt að bóka að það var hún. sem átti frumkvæðið að þeirri ferð. Hann hefir látið til leiðast að kaupa farseðlana. Honum þyk- ir þetta sjálfsagt gott, þegar að hann er kominn út í það, en ef- laust hefði hann frekar kosið að leigja rólegan sumarbústað, og hvíla sig eins og hann var vanur. — Já það er öruggt að á þessum aldri er ævintýraþrá konunnar miklu meiri en karlmannsins. Framhald á bls. 48. Daglega umgangist Þér fjölda fólks DELFOL BYÐUR FRISKANDI BRAGÐ OG BÆTIR RÖDDINA. Fi'amlcitt meá’ einkaleyfhLINDAh.f.Akureyri ★ grænir pakkar (sterkar) ★ rauðir pakkar (mildar) BIFREIÐAVERKSTÆÐI BIFREIÐAEIGENDUR DUCO og DULUX eru nöfn, sem vert er að leggja ó minnið. DUCO cellulosalökk og DULUX syntetisk lökk eru framleidd af hinu heims- þekkta fyrirtæki DU PONT, sem um óratuga skeið hefur verið í fararbroddi í. framleiðslu málningarefnö og hefur í þjónustu sinni færustu sérfræðinga ó þessu sviði. DU og DULUX eru lökk, sem óhætt er að treysta — lökk, sem endast i íslenzkri veðróttu. LAUGAVEGI 178 SIMI 38000

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.