Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 6
Nýtt útlit Ný tækni Málmgluggar fyrir verzlanir og skrif- stofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verksmiðjubygging- ar, gróðurhús, bíl- skúra o. fl. LÆKJARGÖTU, HAFNARFIRÐl. — SÍMI 50022 HÁR Á BRINGU. Blönduósi 24. ágúst 1965. Kæra Vika! Ég er fimmtán ára gömul og ég veit satt að segja ekki hvort ég á að þora að skrifa þér. Ég er nefnilega með dálítið vanda- mál sem mig langar til að spyrja þg um. Ég er nefnilega farin að verða loðin á brjóstinu. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Ég hef oft reynt að ná þessu af, en það kemur alltaf aftur grófara hár. Það var fyrir hálfu ári, þegar fyrst fór að bera á þessu. Held- urðu að það sé hægt að gera nokkuð við þessu? Mamma vill að ég fari til læknis en það vil ég ekki. Kannski þetta sé komið úr föðurættinni af því að pabbi er svo gasalega loðinn, meira að segja á bakinu. Heldurðu að þú getir sagt mér hvað ég get gert? Þakka þér fyr- ir allar skemmtilegu sögumar kæra Vika. Ninny, Blönduósi. P.S. Ég er eiginlega ekki komin með nein brjóst heldur. Er það eðlilegt á mínum aldri? Hvem- ig er skriftin? Ninny. Hafðu engar áhyggjur af þessu, Ninný mín, en leitaðu læknis strax. Elizabeth Taylor var kaf- loðin eins og rotta um allan kroppinn þegar hún fæddist, en síðan hefur rætzt furðanlega úr henni. Skriftin er Ijót og frá- gangurinn hræðilegur. — Af hverju var bréfið ekki póst- stimplað á Blönduósi? AÐ BORÐA EÐA BORÐA EKKI. Við konan mín erum ekki á sama máli um það hvað börnin okkar eigi að borða. Ég álít að bömin eigi að borða þá rétti, sem eru á borðum hjá okkur og smakka á öllu, en konan mín vill að þau borði bara það, sem þau langar í. Það finnst mér alveg fráleitt. Þau komast aldrei upp á að borða marga rétti, sem eru hreint sælgæti, ef þau reyna það ekki. Eins og er, þá éta þau helzt tómt sultutau. Ég vona að þú gefir mér ráð sem fyrst. Að mínu áliti, þá hafið þið bæði á röngu að standa, og þó alveg sérstaklega konan þín. Börn eiga fyrst og fremst að borða þann mat, sem héfur mest næmgar- gildi og er hollastur. Ef'þáu fá bara sætindi, fá þau ekki ýmis efni, sem eru nauðsynleg fyrir líkamann, — fyrir utan hvað sæt- indi eru óholl fyrir tennumar. Auðvitað á að venja börnin á að smakka á flestum réttum, svo þau geti valið og hafnað þegar þau eldast. En það er mikill mis- munur á smekk bama og fullorð- inna, og þessvegna er ekki von til þess að bömum þyki allur matur góður, þótt hann sé góður fyrir smekk fullorðinna. Það er alveg rangt að þvinga hörn til að borða mat, sem þau hafi við- bjóð á eða þykir vondur. ALLT TÓM VITLEYSA. Það er oft verið að tala um ókurteisi afgreiðslufólks í verzl- unum hér og það borið saman við afgreiðslufólk erlendis. Það er vafalaust rétt, að hér mætti gjarnan vera lipurri afgreiðsla i verzlunum og meiri kurteisi í framkomu, — en ég er aldeilis hættur að trúa öllum sögunum um, hve frábært afgreiðslufólk sé allsstaðar annarsstaðar. Ég var um daginn í Kaupmannahöfn, og tók alveg sérstaklega eftir því hvernig afgreiðslufólk var þar, og ég verð að segja að ekki mundi ég vilja taka það til fyrirmynd- ar. Það var svona upp og ofan rétt eins og hér heima, og það var ekkert óalgengt að maður yrði fyrir beinni ókurteisi í verzl- unum. Við ættum að hætta þess- um barlómi um hvað allt sé slæmt hér á íslandi en yndislegt allsstaðar annarsstaðar, — því það er eintóm vitleysa. B.G. Jónsson. SKAMMAST SfNI Það er kannske að bera í bakka- fullan lækinn, Póstur minn, að fara að ræða meira um Hafnar- fjarðarveginn, — en ég get hreint alls ekki orða bundizt. Þetta er langsamlegasta mesti umferðarvegur landsins, og um það eru birtar fréttir að umferð- in aukist þar gífurlega á hverju ári. Samt er líklega óhætt að segja, að þetta sé einn versti veg- arspotti landsins. Á undanförnu ári hafa framkvæmdir í gatna- gerð orðið mjög miklar og hver gatan af annarri er nú malbikuð á mettíma, í Reykjavík, Hafnar- firði og Kópavogi. En hvað skeð- ur með lífæðina milli þessara staða, Hafnarfjarðarveginn? Jú, þar gengur maður um með g VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.