Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 50
APPELSÍN SÍTRÓN L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili þótt klukkan væri orðin hálfsex að morgni. — Við skulum fá okkur pylsur, sagði hann, og allir flykkt- ust út úr bifreiðunum. Sjálfur fékk hann sér tvær. Menn voru búnir að innbyrða talsvert af áfengi, og sumir báru þess merki — en ekki söngvarinn. Það sér aldrei vín á honum, þótt hann drekki talsvert magn af því að staðaldri. Sumir fengu sér snúning á götunni hjá pylsuvagninum, og klukkan var far- in að ganga sjö, þegar hópurinn hélt af stað. í þetta sinn var haldið rakleitt til íbúðar Sinatra á gistihúsinu. En kvöldskemmtaninni var ekki lokið, af því að Sinatra hafði ekki sagt, að henni væri lokið. — Við skulum fá okkur einn lítinn í viðbót, skip- aði hann. Allir hlýddu. Sólin var komin upp klukkan sjö um morguninn, þegar Frank kvaðst ætla að koma sér í rúmið. íbúðin varð mannlaus á örskömmum tíma. Frank fór í appelsínugul náttföt, kveikti á grammófóninum og las nokkra stund. Þetta var aðeins ein af ótalmörgum svipuðum kvöld- skemmtunum Frank Sinatra og við höfum hana hér með til gamans. Það er alltaf sægur af kvenfólki í kring um Frank Sinatra. Þegar hann býr á gistihúsi, senda stúlk- urnar honum bréfmiða, hringja til hans eða reyna að komast framhjá verðinum við dyrnar. Enda þótt Sinatra sjáist oft í fylgd frægra kvenna, fer hann einnig út með stúlkunum í fatageymslunni eða bara réttum og sléttum söngkonum. Sumum konum finnst hann undar- legur gestgjafi. — Hann er mjög hugsunarsamur, segir leikkona nokkur, en ég skil hann ekki. Hann fer út með mér, en svo ver hann öllu kvöldinu til þess að tala við karlmennina, sem hann hittir. — Ég er álitinn hafa mikið vit á konum, segir Frank, — en sann- leikurinn er sá, að það hef ég ekki. Mér þykir vænt um konur. Ég dáist að þeim. En ég skil þær ekki, frem- ur en aðrir karlmenn. — Ég þarf á tilbreytingu að halda, og ég verð stórhrifin þegar kona gerir eitthvað öðruvísi en all- ar hinar. Ég hef aldrei kynnzt konu, sem getur valið hálsbindi eins og mér falla í geð. Ég held bara, að sú kona, sem gæti valið handa mér tólf hálsbindi af mínum smekk, væri þar með búin að standast fyrstu eldraunina. — Ég vil að konur klæðist smekk- lega. Mér fellur ekki við of mik- inn aldlitsfarða. Ég veit, að kven- fólkið verður að nota hann eitt- hvað, en samt held ég, að flestar konur hafi til að bera næga fegurð til þess, að óþarfi sé fyrir þær að farða sig eins og þær ætli að fara að koma fram í sirkustjaldi. Og kon- ur, sem reykja frá því að þær opna augun á morgnana, þangað til þær slökkva Ijósið á kvöldin — þær fara hreinlega í taugarnar á mér. Það er ókvenlegt og hættulegt — og svo geta þær líka kveikt í húsinu. ★ ÍS Á ÝMSA VEGU Þótt aðeins sé um venjulegran vanilluís að ræða, er hægt að gera marga skemmtilega ábætisrétti úr honum með því að nota margs kon- ar sósur og ávexti út á. Hér á eftir verður bent á nokkrar uppskriftir. Kókósís með melónu. Skerið melónuna í litla, þríhyrnda bita og vætið bitana í ljósum likjör. Veið- ið bitana upp eftir dálitla stund og litið líkjörinn grænan með dropa af ávaxta- lit. Veltið kókosmjöli upp úr nokkrum dropum af grænum ávaxtalit og setjið sitthvert lagið af ís, melónum og kóksmjöli. Þetta verður skemmtilega litur og ljúffengur ábætisréttur. Geléís. Setjið nokkra bita af rifsgelé innan um ísinn í skálinni. Bræðið svo hluta af geléinu og notið sem sósu út á isinn. Vanilluís með fíkjum og súkkati. Bezt er að nota gráfikjur úr dós, en þannig niðursoðnar fíkjur fást hér í búðum. Skerið þær í litla bita og blandið saman við ísinn. Hellið dálitlu af leginum yfir sem sósu. Skreytið með fíkjum og smósöxuðu súkkati. Þetta er dálítið óvenjulegur og sérkennilegur Isréttur. Mokkaís. Setjið stífþeyttan rjóma, sem blandað hefur verið kaffidufti í, ofan á ísinn og skreytið með bitum af súkkulaði með mokkabragði. Vanilluís með líkjör. Hellið eftirlætislíkjömum ykkar yfir ísinn í skálinni og þar er kominn finn veizluréttur. Vanilluís með perum. Leggið niðursoðnar perur ofan á ísinn. Blandið jarðarberjasultu saman við löginn af perunum og notið það sem sósu til að hella yfir isinn. ís með mandarínum. Mandarínur úr dós (fást hér í búðum) eru settar fremur þykkt ofan á ísinn, takið þær beint upp úr dósinni og látið löginn ekki renna vel af þeim áður. fs með karmellusósu. Gerið sósu úr 2 dl. þykkum rjóma, Vi dl. sýrópi, 1 dl, sykur og 1 tsk. kakói, sem soðið er saman þar til sósan er jöfn. Hægt er að nota hana út á is hvort heldur heita eða kalda. Vanilluís með engiferi. Það er ekki víst að þessi ís falli í margra smekk, en sumir kunna örugglega vel að meta hann. Kaupið sultað engifer í dósum (það er kryddað og sterkt á bragðið) og raðið ofan á isinn. Hellið örlitlu af leginum yfir og beriö harðar smákökur með, t.d. haframjölssmákökur eða möndlukökur. Vanilluís með dökku sýrópi. Þetta svart-brúna sýróp, sem heitir molasses á ensku, er orðið frekar óal- gengt hér í búðum, sem þó er undarlegt, því að til bökunar er það ómissandl í sumar kökutegundir. Sé því hellt yfir vanilluís fæst skemmtilegt og ljúffengt bragð. ís með hesilhnetum. Blandið svolítilli jarðarberjasaft í isinn, en ekki þannig að of mikill vökvi verði á honum. Skerið heslihnetur í sneiðar og ristið þær á pönnu eða inni í ofni og stráið vel út ó. Súkkulaði- og vanilluís með marengskökum. Leggið til skiptis lag af valinnuís og súkkulaðiís i skálina og setjið eina hvita marengsköku ofan á, eða myljið hana, þannig að auðveldara sé að eiga við hana. Efst er settur stífþeyttur rjómi. Vanilluís með koniaksrúsínum. Leggið rúsínurnar um stund í koníakið. þannig að þær verði gegnblautar. Setjið þær ofan á ísinn og skreytiö með þeyttum rjóma. Hellið örlitlu af koníaki yfir allt. Jarðaberjaís. Fátt er bragðbetra en ís og jarðarber saman. Kaupið hraðfryst jarðarber í pakka, hellið þeim út á ísinn með leginum eftir að frostið er farið úr þeim. Nóg af þeyttum rjóma haft út á. Sjálfsagt kunnið þið sjálfar annað eins af uppskriftum, en þama glldlr aðal- lega hugmyndarflugið og svo auðvitað hvað til er í búrinu. gQ VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.