Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 23
ViS getum ekki sagt ykkur, hvernig þaS hefur byrjaS. ViS vitum þaS ekki. Kannski veit eng- inn þaS. Sum ævintýri eiga sér ekkert upphaf og engan endi, þau eru bara þarna allt í einu og koma sumum á óvart en öSrum ekki. En hitt vitum viS, aS þessi ævintýri eru einhver þau skemmtilegustu og fegurstu, sem fyrir koma á lífsleiS- inni, inngangur aS annarri dýpri og stærri sögu, sem allir vona, aS verSi löng og gifturík. En þar kem- ur í ævintýrinu, aS karlsson biSur kóngsdóttur, og aS fengnu jáyrSi þarf aS fara aS hugsa fyrir brúS- kaupinu. Sum brúShjón fara heim til prests- ins, ásamt nauSsynlegum svara- mönnum, eSa til borgardómara, ef þau eru í Reykjavík, og sum fá prestinn heim. Enn önnur láta gifta sig í kirkju, og er þaS hiS uppruna- lega form þeirrar athafnar, er kona og karl auglýsa náiS samband sitt og staSfesta þaS heit fyrir guSi og mönnum, aS haldast í hendur ■ blíSu og stríSu, þaS sem eftir er ævinnar, og heita hvort öSru órofa- tryggSum. StaSfesting hjónabands, gifting- in, er háfíSlegur atburSur, og hef- ur þaS frá örófi veriS undirstrikaS meS ákveSnum reglum, breytileg- um milli trúflokka og þjóSa, en meS tilkomu og stöSnum kristilegra kirkjuvenja hafa kirkjubrúSkaup tekiS á sig fasta siSamynd. Fyrir um ári birtum viS myndafrásögn frá brúSkaupi í Kaþólsku kirkjunni í Reykjavík, og nú er röSin komin aS lútersku brúSkaupi. Hinn 23. júlí síSast liSinn voru gefin saman [ Dómkirkjunni þau SigríSur Bjarna- dóttir og Róbert Jónsson. VIKAN var þar nærri, og á næstu síSum látum viS myndirnar tala. MYNDIR: KRISTJÁN MAGNÚSSON. MYND: ÓLI PÁLL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.