Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 12
Við eggjatöku í Hrauney. Þarna (> sitja að snæðingi Sigurgeir Jónsson frá Suðurgarði, Jón Guðjónsson og Jóel Sigurðsson. ÚTEYJA- FERÐIR 1 EYJUM veiðimaðurinn háfinn til sín, greiðir fuglinn úr netinu og snýr hann því næst úr hálsliðnum. Til dæmis fór eitt sinn einn, sem aldrei hafði snert á íþróttinni áð- ur, og ætlaði aldeilis að góma fuglinn. Hann náði nokkrum fuglum, sneri þá úr og kastaði þeim jafnharðan aftur fyrir sig. Þegar honum þótti nóg komið, ætlaði hann að taka veiðina og setja hana í poka en sá þá sér til mikillar undrunar, að enginn f ugl var þar, sem hann hafði látið þá. Ástæðan var sú, að handtök- in voru ekki alveg örugg við að snúa úr hálsliðnum, lundinn das- aðist aðeins stundarkorn, en f laug svo í burtu, þegar hann rakn- aði úr rotinu. Lundi hefur verið veiddur í öllum eyjunum, en er nú farinn að takmarkast við þær, sem gott er að liggja við í. Fyrst lágu menn í hellisskútum, með- an þeir voru úti í eyjunum, þá tóku tjöldin við, en nú hafa „kof- arnir" leyst þetta af hólmi. Það eru yfirleitt alltaf sömu menn- iirnir, sem eru í úteyjunum yfir i sumarið, og er oft dálítill rígur á jmilli eyjanna, og þá sérstaklega já milli Elliðaeyjar og Bjarnar- jeyjar. Allt er það þó í fullri góð- 'semi, en til eiga þeir þó að gera jhvorum öðrum ýmsar brellur. Bjargveiðimenn í Vestmanna- íeyjum hafa sitt eigið félag og jhalda árshátíð á hverju hausti. ;Er þar oft glatt á hjalla og rifj- laðar upp minningar bæði frá jundangengnu sumri og sumrun- !um áður. Eitt sinn var spurning- larþáttur eitt af skemmtiatriðun- um. Sá sem spurði, var kunnur jBjarnareyingur, Sigfús Johnsen. Einn þeirra, sem svara átti, var jPétur Guðjónsson, veiðmaður úr ÍElliðaey. Spurningin, sem Pétur ifékk, var á þessa leið: „Telur þú (Pétur, að lundinn, sem þið veið- jið í Elliðaey í sumar, vitji sinna ifyrri varpstöðva á vori kom- anda"? Pétur þóttist öruggur imeð svarið og svaraði: „Já, já, það tel ég alveg öruggt". Sig- fús brosti í kampinn og sagði iBllÍllli WÍllK % :111L. ¦Cl- Farið í land í skjögtbátnum, sennilega í Álsey. | 0 Það var oft glatt á hjalla í úteyjunum. Hér hefur ekki nægt að taka plötu- ; spilarann með, heldur hefur Kristmundur Sæmundsson frá Draumbæ tekið í nikkuna með. Myndin er tekin í Bjarnarey. síðan: „Nú, hvað fjandi snúið þið ! illa úr þarna í Elliðaey". Lunda- | tíminn byrjar ávallt þegar 11 vik- ! ur eru af sumri, nú í sumar byrj- | aði hann 8. júlí, og stendur yfir í 7 vikur. Hann er öllu lengri j núna, en hann var áður fyrr, en ! þá stóð hann í einn mánuð. Enn- j þá hafa jarðirnar leyfin til að j veiða lundann, en menn geta I keypt sér veiðileyf i og látið einn j fjórða part af veiðinni renna til j jarðanna. Það er kallað jarðar- j partur. Það þóttu jafnan beztu jarðirn- S ar, sem höfðu rétt á súlutekju í ¦ eyjunum. Súlan er nefnilega ekki • í öllum eyjum, heldur aðeins í ; Súlnaskeri, Hellisey, Geldungi og | Brandi. Það var súluunginn, sem | drepinn var og var notaður til þess verks svonefndur keppur. I Keppurinn var ekki ólíkur lög- reglukylfu en heldur stærri þó. ! Með hann í höndunum óðu menn um súlubyggðina og rotuðu á ! báða bóga. Heldur hrottalegar að- farir, en gáfu mikið í aðra hönd, | þar sem súlan er á stærð við gæs, og kjötmikill fugl. Það var ekki alltaf á sama tíma, sem farið ; var til súlna, en óhætt var að , fara eftir lundapysjunni í þeim efnum; þegar hún lét sjá sig, var nokkurn veginn óhætt að - hugsa sér til hreyfings að ná í súlu. Lundapysjan já, hún er nokkuð, sem þekkist lítið ann- ars staðar en í Vestmannaeyjum. Það er rétt að segja þeim, sem ekki vita það, að þetta er lunda- unginn eða kofan, en hann er aldrei kallaður anað en pysja í Eyjum. Þegar vika er af ágúst, byrjar hún vanalega að fljúga úr fjöllunum. Hún erfir forvitn- ina frá foreldrunum og á kvöld- in, þegar hún sér ljósin í bæn- um, stenzt hún ekki mátið og flýgur til að athuga þetta nán- ar. En hún kemst að því full- keyptu, þegar hún er komin nið- i ur á götuna og veit ekkert, hvað hún á af sér að gera. Áður fyrr ; var hún yfirleitt tekin og snúin Framhald á bls. 45. 12 VIKAN 38. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.