Vikan

Issue

Vikan - 23.09.1965, Page 20

Vikan - 23.09.1965, Page 20
Ráðhús Oslóborgar stendur við sjávarsíðuna og horfir yfir höfnina, á sjóemnnina koma að með afla sinn og verzl- unarflota landsins leggja í ferðir um öll heimsins höf. Það var sólglit á firðinum þegar SAS þotan renndi sér niður yfir flugvöllinn í Osló og ferskur norðurálfukaldinn kom léttstígur út úr furuskóginum og heilsaði með svöl- um kossi á vangann. Það beið enginn með blómvönd, en anganin af heiðarmuru sem golan hafði fangið fullt af, var kærari kveðja en Edens dýrustu rósir, þeim sem hverfur aftur í norður austan frá sól og sunnan frá mána. Það er víst í tízku að vera svalur og afar auvirði- legt að hafa „einhverjar tilfinningar og svoleiðs og vera með hégómaskap". Ég reyni líka að standa mig eins og hinir í því að „vera sama" og „gefa skít' í" og að hafa ekki hjarta sem fólk gæti átt á hættu að stíga ofaná og verða fótaskortur, en samt kemst ég ekki hjá hinum ýmsu röddum sem tala til manns í golunni úr djúpum norskum dölum: — Ég kveð þig frá selkofunum í Rauland, frá haugum gamalla víkinga, frá skerjum Lofoten og frá föllnum hetjum Noregs í fornum og nýjum styrjöldum. — Og vindurinn endurómaði mér gjálfrið í silfurlækjum Nordals Grieg og Möllarguttans og bjölluklið frá fjallaseljunum þar sem Solveigar tryggð syngur og bíður ástmanns síns. Það var mikið af vellökkuðum '65-módelum í kring- um flugstöðina sem sjálf er '64-módel, og mikið af til- kynningum í útvarpinu um stóra staði eins og London, París og Róm. Menn og konur í góðum vinnufötum unnu iðjusamlega að smíði fagurrar framtíðar með glerhýsum og grænum görðum, sem breiða yfir gengna styrjöld. Það er rómantík nútímans. En ég hugsaði ekki um hana, ekki um það sem augun óðar sjá. Ég hlustaði eftir þeirri hljóðlátu kviðu sem sum- arvindurinn hvíslaði til mín frá dal og fjalli. Hvílíkir at- burðir hafa ekki verið reyndir af stoltu fólki undir þess- um furutrjám. Og forfeður mfnir hafa borgað frelsið með þessum skógum í árdaga, að sagt er. — God dag, kan jeg fá opbevart bagasjen min? TORBJORN EGNER, SOLDATARNIR OG MAÐURINN Á INNISKONUM Á GÖNGU UM BORG NUTÍMANS EFTIR EYVIND ERLENDSSON Hann kunni þá list umfram innfædda að spýta í austur og vestur án þess aS faka síkrettuna út úr sér og lét vaSa til hægri og vinstri um fjalirnar sem gamall karl var rétt aS snurfusa. 2Q VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.