Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 14
Ð ER EKKERT HVASST, CHARLIE Það var eignlega merkilegt að Charlie hafði ekki tekið eftir því, hve Ktið hún skildi af þessum sál- fraeði tímaritum, sem hann kom með heim. Eftr þv[ sem stóð í þeim, fannst mér að annarhver maður ætti að vera ó bak við lás og slá, með allar sínar fobíur og tauga- flækjur, eða hvað það var kallað .. Ég var sjálf alveg normal, guði sé lof. Bara að Charlie elskaði mig, eins og hann gerði, þegar við gift- um okkur. Það var kannske góðs viti að hann var farinn að dreyma mig á nóttunni. Og svo gaf hann mér fimmtón dollara, til að kaupa hatt. . . Þegar hún fór út, brosti hún með sjálfr sér. Að hugsa sérl Ég var að fara hattlaus í bæinn! Bara vegna þess að Charlie hafði dreymt draum . . . Hún hljóp síðasta spottann að biðstöðinni. Svo snar stoppaði hún ag gapti af undrun. Á bekknum sat negrakonal Það var svo sem ekk- ert skrítið, að minnsta kosti var engin ástæða til að fá hjarfslátt. En svo flaug hjartað upp í hóls, konan horfði á hana og hún var kol-rangeygð! Alveg eins og í draumnum. En þetta var bara tilviljun. — Fer þessi vagn til Huntington Woods? heyrði hún sjálfa sig segja. — Nei, unga fröken, það gerir hann hreiiit ekki... Hversvegna kom Charlie ekki, hversvegna kom hann svona seint, einmitt í kvöld? Og hvað skildi hann segja? Ef einhver segði svona sögu, mundi hún segja að hann væri ruglaður. Þetta hafði fylgt henni allan dag- inn og hún hafði aldrei verið svona utan við sig. Hún mundi ekki hvern- ig hún komst inn í borgina og keypti hattinn. Hún mundi bara eftir því að hún hafði rófað um og reynt að hugsa ekki neitt. Og svo flýtti hún sér heim. Nú var hún búin að hreinsa hús- ið, hátt og lág't, hún hafði ekki fengið svona hreingerningaræði í fleiri ár. „Þetta eru bara fimm herbergi", var Charlie vanur að segja. Og til hvers var að vera alltaf að hreinsa? Það kom aldrei neinn til þeirra, og yfirleitt sátu þau bara í myrkrinu og horfðu á sjónvarp. í dag hefði hún getað hugsað sér að laga til í tíu herbergium, til þess að kom- ast hjá þv( að hugsa, og að sjá þessa rangeygðu ásjónu fyrir sér. — Charlie! Charliel Hún æddi á móti honum, um leið og hann kom nn úr dyrunum. — En elsku barn, hvað er að? Það var þetta gamalkunna „elsku barn" sem kom henni tl að gráta og stamandi og snöktandi sagði hún honum alla söguna. Á eftir sat hann við hliðina á henni og hélt hönd hennar í sinni. — Emmy mín, við skulum nú líta skynsamlega á þetta, sagði hann í mildum rómi. Ef við byrjum á þessu með peningana, þá fannst mér í raunnni að þú þyrftir að fá nýjan hatt. Og það að þú stakkst þeim í barminn og skiptir um dragt, var bara vegna þess að þér hefir fund- ist það sniðugt að gera eins og mig dreymdi. — Já, en svo, Charlie, — en svo . . . Tárin fóru að streyma aftur. — Negrakonan. Þú verður að viður- kenna að það er furðulegt. Svona rangeygð negrakona . . . Og að við sögðum bóðar það sama og þig dreymdi... Hann þagði, hálfvandræðalegur á svipinn. Svo hló hann. — Þú gerir mig jafn ruglaðan og þú ert. En bíddu aðeins. Negra- konur eru oft á ferli hér. Þetta hef-- ir verið húshjálp hjá einhverjum hér [ nógrenninu. Að hún var rang- eygð hefir bara verið tilviljun, alls ekkert dularfullt, vina mín . . . — En hversvegna sagði ég: „Fer þessi vagn til Huntington Woods"? Rödd hennar var orðin skræk. — Já, hversvegna sagðirðu það, Emmy? — Vegna þess að þig dreymdi það. — Já, einmitt þess vegna. — En hún vissi ekkert um óraum þinn og samt svaraði hún: „Nei, unga fröken, það gerir hann hreint ekki". Hann varð alvarlegur á svip, og hún hugsaði að þetta gæti hann ekki útskýrt, nú væri hann neyddur til að viðurkenna .. . En svo fór hann að hlæja. — Nú erum við bæði orðin rugl- uð. Hver einasta negrakona frá Suður-ríkjunum segir „unga fröken" vð allar hvítar konur. Og að hún svaraði „það gerir hann hreint ekki", var ekki svo undarlegt. Hverju ótfi hún að svara? Farðu nú og náðu í nýja hattinn ... Hún fór eftir hattaöskjunni, glöð í bragði. Ó, guð, þakka þér góði guð fyrir Charlie, sem getur skýrt þetta allt á svoeinfaldan hátt, hugs- aði hún. Þegar að hún kom með hattöskjuna og tók upp hattinn, hrópaði hann undrandi: — En Emmy, þetta er nákvæmlega samskonar hattur og ég sá í draumnum! Hún starði á hattinn og sagði svo, með titrandi rödd: — Já, nú man ég að ég bað um hvítan hatt með blómum . .. En þá fór hann að hlæia og henni til mikillar undrunar, kyssti hann hana. — Hvað annað, um þetta leyti órs? Hvítur sumarhattur með blómum er það eina rétta. En nú vil ég fá mat. Seinna um kvöldið, þegar að hún var búin að slökkva Ijósið, fór hún að hugsa um hvað það var ein- kennilegt að hún þorði ekki að segja Charlie frá því að hún hefði alls ekki ætlað að kaupa hvítan hatt með blómum . . . Þegar hún vaknaði næsta morg- un mundi hún eftir því að það var laugardagur og fór að hugsa um hattinn. Charlie var sofandi. Henni datt í hug að ef að hún vandaði sig með morgunmatinn gæti hún kannske fengið bílinn lónaðan. Þá gaeti hún ekið inn í borgina og skipt hattinum. Hún renndi sér varlega út úr rúminu, en hann vaknaði samt. — Fyrirgefðu, elskan. Ég ætlaði bara að búa til nokkrar vöfflur. . . Svo sá hún þennan einkennilega svip á honum, og þá skildi hún . . . — Nei, Charlie, nei! — Hún æddi út úr herberginu og hann á eftir. — Nú er nóg komið, Emmy. Ég vil ekki heyra meir um dulrænar skynjanir og drauma, heyrirðu það! Hún svaraði ekki, beit saman vörunum og fór að taka til morg- unmafinn. Hún var sannarlega búin að fá nóg af þessu draumarugli. — Það er hlægilegt hvernig þetta passar... Hún sagði ekki orð, en reyndi að skrölta svo í óhöldunum að hún heyrði ekki í honum, Ef hún gat ekki fengið hann til að þegja, þá ætlað hún að reyna að hlusta ekki. — Eftir allt sem á gekk í gær, hefði það verið skrýtið að mig hefði ekki dreymt þig . .. Hann fór að hræra í deiginu, eins og utan við sig. Hún vildi ekki hlusta. Hún fór að raula með sjálfri sér og óskaði heitt og hiartanlega að hún hefði þorað að syngja við raust. — Þessi draumur í nótt var ( raun- inni Kkur hinum, Emmy. í fyrri- nótt var það rangeygð kona, en í nótt var það maður með tréfót. I gær fórstu til að verzla í sérverzl- un, en ( draumnum ( nótt fórstu f kjörbúð . . . — Yes, sir, that's my baby! That's my baby now . . . ! Henni datt ekk- ert annað lag í hug og í öngum sínum raulaði hún þetta, aftur og aftur. — En þú fórst ekki til Ritters. Þú ákvaðst allt ( einu að fara heldur til Delmonico . . . — Yes sir, that's my baby .... es sir, hvernig var nú textinn? Yes sir . . . — Og um leið og þú komst inn f búðina rakstu þig á karlinn með tréfótinn og þið genguð samhliða inn gólfið, það var óskaplega hlægi- legt, þetta var Kkast einskonar dansi... Hún reif deigskálina af honum og fór að steikja vöfflur. — Og svo flýttir þú þér að af- greiðsluborðinu og baðst um eina flösku af Nolly Prat Vermouth . . . — Yes sir, that's my baby .... Yes sir. . . Ég hlusta ekki, ég hlusta ekki. . . — Og svo leið yfir þig! — Er draumurinn búinn? spurði hún. — Jó, þetta var allt og sumt. Ó, guði sé lof, hugsaði hún og setti diskinn með vöfflunum fyrir framan Charlie. En hvernig átti hún að skila hattinum? Hún gat ekki hugsað sér að nota hann, og hann kostaði fmmtón dollara. — Heyrðu Charlie, ég get ekki hugsað mér að nota þennan hatt. Heldurðu að þú . . . — Ég skil. Þú villt skila honum aftur. Ég skal aka þér þangað og svo getum við borðað hávegisverð í bænum. — Ó, Charlie! Hún var svo þakk- lát, að hún fékk tór í augun. — Ég skal vera tilbúin eftir tvo tíma. Nokkru síðar, þegar að hún flýtti sér eftir götunni, var hún með sam- vizkubit yfir því að hún hlustaði ekki á hann, þegar að hann var svona góður. Og hún ætlaði að fara beint til Delmonico, til að . . . Honum þætti það líklega ógætt, þar sem hann vildi ekki viðurkenna neitt yfirnáttúrlegt. Hún gekk framhjá Ritter, fyrir hornið og inn til Delmonico . .. En allt ( einu fannst henni hjarta sitt hætta að slá og henni lá vð köfnun. Hann stóð fyrir framan hana, mað- urinn með tréfótinn, nókvæmlega eins og Charlie hafði dreymt. Góði guð, hjálpaðu mért láttu hann ekki ganga samhliða mérl Einhverveginn komst hún að af- greiðsluborðinu og hélt sér fast í borðið. Hún sagði ekkert og af- greiðslumaðurinn starði ó hana. Ég verð að segja eitthvað, hugsaði hún, ég neyðist til að segja eitt- hvað. Og yfir suðuna ( eyrunum heyrði hún sjólfa sig segja: — Ég ætla að fó eina flösku af Noilly Prat Vermouth. Svo varð allt svart. — Það hlýtur ao vera einhver eðlileg skýring á þessu, sagði Charlie að lokum, en nú hló hann ekki. Hann var sjólfur órólegur. Það var ágætt, hún var þá ekki ein um hræðsluna . . . — Hverf ertu að fara? sagði hún, þegar að hann stóð upp. — Ég ætla að fara að reyna að fá einhverjar upplýsingar um ein- fætta manninn, sagði hann og rödd- in var hás. — Liggðu bara kyrr á meðan. Ég kem fljótt aftur. . . Hún var dauðþreytt og lokaði augunum. Einfætti maðurinn hlaut að vinna h\á Delmonico. Charlie hafði auðvitað séð hann áður, því hann ók þarna framhjá á hverjum degi. Það hlaut að vera þessvegna sem hann hafði dreymt þetta. Hún var orðin svo róleg að hún gat staðið upp. Það er bezt að hita kaffi, hugsaði hún. 14 VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.