Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 37
 MIN GLERAUGU ERU FRA gleraugnabúðin 'v LAUGAVEGI 46. - • • • • ■ Frú Childer kipptist við og stundi. Fellman spurði Childer: — Er hún konan yðar? - Jó. — Hefur hún fengið svona tilfelli óður? — Aldrei, og þetta kom alveg skyndilega. Fellman kinkaði kolli hugsi. Hann fór aðeins fró og tók ( handlegg Janet. — Það er bezt, að þér farið til flugstiórans og segið honum, að við verðum að lenda undir eins. Og biðjið hann að sjó um, að það verði sjúkrabílI tilbúinn. — Við erum ennþó úti yfir Mið- jarðarhafinu, sagði flugfreyjan. — En við erum ó leið til Mar- seille, er það ekki? Biðjið hann um að hafa samband við Marseille. — Hvað er að henni? Doktor Fellman dró andann djúpt. — Ég get ekki gefið örugga sjúk- dómsgreiningu. Ég veit bara, að hún er mjög alvarlega veik. — Ég skil, sagði Janet. — Getið þér einnig litið ó hina farþegana? Fellman leit snöggt ó hana. — Hina? — Jó, þeir eru fleiri. — Hvar? Janet leiddi hann þangað, sem annar sjúklingurinn sat samanfall- inn og reyndi að kasta upp, en sessunautur hans hjólpaði honum. Fellman beygði sig niður að sjúkl- ingnum. — Ég er læknir, sagði hann ó ensku. Hann rannsakaði manninn í flýti. — Hvað hafið þér borðað núna síðustu klukkutimana? — Bara þetta venjulega, muldr- aði maðurinn. Gallið rann í seigum taumum út um munnvik hans. Morgunmat, fyrst beikon og egg . . . Salat ( hódegið . . . brauðsneið ó flugvellinum . . . kvöldmat hér. . . Lax ... 6, það er svo vont, læknirl Og augun . . . — Ha? Hvað er að augunum- spurði Fellman snöggt. — Ég sé svo illa. Ég sé tvöfalt. . . Fellman sagði ekkert. Hann heyrði einhvern nólgast. Hann leit upp og só Dunning flugstjóra. Fellman spurði: — Hvenær get- um við lent í Marseille, flugstjóri? _ Vð getum alls ekki lent í Mar- seille, svaraði Dunnng rólega. — Við getum yfirleitt alls ekki lent í Frakklandi. Þoka! Niðaþoka! Alla leið. Það eina, sem við getum gert, er að vona, að það létti með morgn- inum. Fellman hugsaði sig um eitt and- artak. — Getum við ekki snúið við? Dunning hristi þreytulega höfuð- ið. _ Útilokað! Malta hefur lokað, og (tölsku flugvellirnir eru einnig lokaðir vegna þoku. Það er þoku- bakki alla lelð, sír. Fellman hugsaði sig aftur um stundarkorn. — Hvenær haldið þér, að við get- um verið komnir til London? — Okkur hefur því miður seink- að. En ég reikna með, að við get- um lent ( London Airport milli tvö og þrjú í nótt. Flugstjórinn horfði lengi ó úrið sitt. — Klukkan er nú eitt fjörutíu og sjö. Við getum vonazt til að vera lentir eftir um fimm tíma! Fellman starði tómlótlega fram fyrir sig. _ Haldið þér, að ég geti fengið læknistöskuna mína? Hún er í far- angrinu m. _ Við getum reynt, svaraði Dunning. — Get ég fengið kvittun- ina yðar? Fellman leitaði í vösum sínum, og dró fram tvær farangurskvitt- anir. — Gjörið þér svo vel! Það er svört taska, flugstjóri! Það er að vísu sóralítið í henni, en það gæti ef til vill orðið að einhverju liði. Hann hafði varla lokið setning- unni, þegar flugvélin hallaðist svo ofsalega, að þeir þeyttust bóðir um koll. Sfminn hringdi hótt. Dunning hentist ó fætur og þeyttist fram í stjórnklefann. Aðstoðarflugmaðurinn Pete Dun- bar var kengboginn í sæti sínu. An þess að snúa við höfðinu, sagði hann: _ Ég er veikur . . . veikur .... Bill . . . Dunning þaut aftur inn í far- þegarýmið. — Viljið þér koma með mér, læknir! Hann só, að þeir farþeganna, sem ennþó voru vakandi, störðu ó hann, og bætti við: _ Við erum nú að fara yfir svæði, þar sem óvenjulega vont veð- ur ríkir. Það verður fljótlega betra. Þegar Dunning og Fellman flýttu sér aftur fram í stjórnklefann, fundu þeir aðstoðarflugmanninn ó gólf- inu, þar sem hann engdist sundur og saman. Dunning só, að sjólf- stýritækin voru ó, og beygði sig því ofan að félaga sínum. Pete kastaði ókaft upp, og þau hjólpuðu honum upp í autt sæti aftast ( sjórnklefanum, og settu hann þar, með bakið upp að veggn- um. Dunning sagði lógt: — Hvað er þetta? Hvað hefur komið fyrir? Hafið þér nokkra skýr- ingu, læknr? — Ég er ekki viss, svaraði Fell- man. — En þessi tilfelli haga sér öll eins. Hvað var í kvöldmatinn? Janet stóð þarna hjó þeim og svaraði: — Það var val um fisk og kjöt, læknir.. . Fellman sneri sér að henni: — Munið þér, hvað sjúklingarn- ir þrír ótu? _ Nei. — Viljið þér gjöra svo vel að spyrja um það! Flugfreyjan flýtti sér fram. Hvorki Fellman eða Dunning sögðu nokkuð, þar til hún kom aftur. — Allir hinir veiku ótu fisk. Og nú eru þrír ( viðbót teknir að kvarta. Getið þér komið, læknir? VIKAN 38. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.