Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 44
1 H Olivetti Lettera 32 Bezta f es*öar it véie rs á mapkaönum V fSí A 1 Vér skorum á yður aS skoða OSivefti Lettera 32 ferðaritvélina áður en þér festiS kaup annars staðar. Kynnist hvernig góð ferðaritvél ó að vera útbúin. Eigið verkstæði með sérþjálfuðum viðgerðarmönnum tryggir viðhald og langa endingu. G. Helgason & Melsted h.f. Rauðarárstíg 1. — Sími 11644. OLÍUDÆLUR ELDSNEYTISLOKAR TENGI viö olíudælur DÝSUR og aSrir vara- hlutír HRÁOLÍUogSMUROLÍU- SÍUR jafnan fyrirliggjandi. ALLAR VIÐGERÐIR OG STILLINGAR Á OLÍUDÆLUM OG ELDSNEYTISLOKUM FRAMKVÆMDAR AF SÉRMENNTUÐUM FAGMÖNNUM OG MEÐ NÝJUSTU TÆKJUM. EinkaumboS á íslandi fyrir: Björn & Halldór h.f. SÍÐUMÚLA 9 Símar 36030 & 36930 Allt þetta útskýrði konungurinn fyrir drottningunni, sem virtist hafa mikinn áhuga. Villugarðurinn sjálfur, sem var óumflýjanlegur i öllum konunglegum görðum á Þessum tíma, var eitt af furðuverkum Versala. Þetta var stórt svæði, með Þéttum runnum, sem gnæfðu yfir þrönga stíga, sem lágu hver um annan þveran og enduðu skyndilega; svo óreglulega og án nokkurs kerfis, að þar var nærri ómögulegt að rata. Á hverjum gatnamótum gripu hirðmennirnir andann á lofti af undrun, þegar þeir komu auga á hverja styttuna á fætur annarri, sem stóð í miðju steinagerði eða í tærum, speglandi tjörnum, en hvort tveggja var bein- línis til að kljúfa hóp göngumanna, og auka enn á villu þeirra. Fram til þessa hafði ekkert verið gert annað en það, sem hirðin var vön að gera á hverjum degi, þegar hún fylgdi foringja sinum, sem aldrei þreyttist af að dást að fegurð og rækt garða sinna. Kn allt í einu á gatnamótum, þar sem fimm götur lágu saman, rakst hópurinn á gullfallegt sumarhús, fimmhyrnt, í skugga hárra álmviða. Hver hinna fimm hliða var skreytt með útskurði og folómakrónum, en í miðjunni voru Þrjú marmaraker með rauðum, bleikum, bláum og hvítum blómum. 1 miðjunni blés gosbrunnur upp hvítri vatnssúlu, og umhverfis tjörn- ina, sem vatnið féll aftur ofan í, voru fimm marmaraborð, hvert um sig á móti einum hinna fimm gangstíga. Milli þeirra voru glerhúðuð ker með appelsínutr.iám, sem báru sykraða ávexti. Á hverju borði var girnilegt góðgæti. Á efcnu var eftirliking af fjalli. alþöktu heilum, sem í var allskonar kaldur matur. Á öðru var eftir- liking af höll. úr marsipan og petits fours. Á Þriðja var pýramídi úr sykruðum ávöxtum. Á næsta var fjöldinn allur af kristaisflöskum og silfurglösum, fullum af allskonar vinum. Síðasta borðið bauð upp á úrval af konfekti. Fólkið nam staðar til að dást að þessum svala, hressandi stað, áður en Það réðist með gráðugum höndum á marsípanhöllina, Þar til hún lá í rústum, góflaði upp í sig konfektið, Þurrkaði upp vínið. Svo kastaði aðalsfólkið sér niður á gras- ¦flatirnar til að njóta tilverunnar, en Þaðan sá Það niður eftir gang- stígunum fimm, milli sýprustrjánna, Þar sem komið hafði verið fyrir ávaxtatr.iám, hlöðnum fegurstu ávöxtum. Og fólkið raðaði sér á trén og tíndi af Þeim perur, epli, ferskjur, sítrónur og ber. Við enda eins stígarins gnæfði stytta af Pan, og á henni glitruðu síðustu sólargeislarnir, um leið og sóljn hneig til viðar. —¦ Hver er sá góði andi, sem hefur flutt okkur til Arcady? hrópaði Mademoiselle de Scudéry. — 1 næstu andrá komum við auga á Corydon og Phyllis með borða- skreyttu sauðina sína! 1 Þessum töluðu orðum var eldur sleginn og kveikt á Þúsund luktum, sem héngu milli runnanna og I trjánum. Sauðahirðarnir, sem Þau höfðu imyndað sér, urðu að veruleika, syngjandi og dansandi, meðan fjörutíu skógarguðir dönsuðu í kringum hópinn, sem gekk í áttina að leikhúsinu. Opinn vagn og burðarstólar biðu eftir kónginum, drottningunni og prinsunum, til að vera farartæki þeirra eftir laufgöngunum. Leikhúsið, þar sem leikur kvöldsins átti að fara fram, var gert undir berum himni á stórum krossgötum. Gífurleg ringulreið brauzt út, Þegar heiðursgestirnir og hirðmennirnir börðust um sætin, sem ekki hafði verið kerfisbundið útdeilt. Dans sauðahirðanna og skógarguðanna vörp- uðu framandi og djöfullegum blæ á slagsmálin. Vagndyrum konungsins var lokið upp, en Þeim síðan skellt aftur. Burðarstóll drottningarinnar komst ekki gegn um þvöguna. Burðarmennirnir hrópuðu árangurslaust: ¦—¦ Rýmið til fyrir hennar hágöfgi drottningunni! Enginn hlýddi. I hálfa klukkustund reyndi Marie-Thérese að komast i gegn, en neyddist til að bíða, sjóðandi af reiði. Að lokum kom konungurinn sjálfur að frelsa hana. Þegar I upphafi hafði Angelique forðað sér. Skynseml hennar kom í veg fyrir, að hún hætti dýrum klæðum sinum í þessum darradansi, svo hún gekk burt frá þessari iðandi maurakös ásamt nokkrum öðrum, sem einnig höfðu ákveðið að bíða. Nóttin var mild og garður Versala, með lugtum og gosbrunnum, var eins og hulduland. Allt í einu varð henni ljóst, að hún var alein. Hún kom auga á marmaratröppur, sem glóðu i daufu ljósinu, og beindi sporum sínum þangað. Blómaanganin vafðist um vit hennar, þvi meir, sem hún fór lengra frá fjðldanum. Þegar hún leit upp, hélt hún, að hana væri að dreyma. Þarna, uppi á tröppunum, var snjóhvitur guð að hneigja sig fyrir henni. Og Þegar hann rétti úr sér, sá hún, að þetta var Philippe. Hún hafði ekki séð hann, síðan þau slógust I hlöðunni. Þegar hirðin sneri aftur til höfuðborgarinnar, varð hann eftir á vígstöðvunum, en síðan hafði hann leitt herinn til Franche-Comté. Angelique frétti aðeins um hann af orðróminum, sem barst manna á milli við hirðina, því Philippe lagði sig ekki niður við að skrifa henni. En stundum skrifaði hún honum — lítil bréf, þar sem hún sagði honum frá Charles-Henri litla og hirðlífinu —en vonir hennar um svarbréf höfðu reynzt byggðar á sandi. Nú stóð hann allt i einu frammi fyrir henni, og um varir hans lék skuggi af brosi. — Eg heilsa Barónessu sorgarklæðanna, sagði hann. — Philippe, hrópaði hún og breiddi úr glæsilegum kjól sinum. — Það eru demantar fyrir 10 Þúsund livres á þessum kjól! — Búningurinn, sem Þú barst, var grár, með ljósbláum bryddingum á blússunni, og hvitum kraga. — Manstu Þetta? — Því ekki það? Hann gekk hægt niður Þrepin og hallaði sér upp að einum marmara- stólpanum. Hún rétti honum hðndina. Eftir andartak ákvað hann að kyssa á hana. — Ég hélt Þú værir i hernum, sagði Angelique. —¦ Ég fékk boð frá kðnginum, þar sem hann bað mig að snúa aftur til hirðarinnar til að vera við veizluna, sem hann ætlaði að efna til I kvöld. Ég á að vera meðal skrautmuna veizlunnar. ¦ Það var ekkert hrokafullt við þessa yfirlýsingu, heldur aðeins viður- kenning á hlutverkinu, sem hann tökst á hendur með auðmjúkri hlýðni. Kóngurinn vildi hafa í hirð sinni fegurstu konur og glæsilegustu karl- menn. A þessum daganna degi vildi hann ekki vera án goðumlíkustu manna hirðarinnar. Svo sannarlega er hann glæsilegastur, hugsaði Angelique, meðan hún virti fyrir sér fagurskapaðan líkama hans I hvítum gullsaumuðum fötunum. Sverðshjðltin voru gullbrydd, og skórnir hans, sem voru úr hvítu, mjúku leðri, voru með gullna hæla. Það voru margir mánuðir, síðan hún sá hann síðast. — Hefur kóngurinn leyst Þig frá herþjónustu? öll réttindi áshilin — Opera Mundi, Paris Frh. í ncssta blaði. ÞaSerekkert hvasst, Charlie Framhald af bls. 15. Sjaldan hafði hún séð friðsælli staS. Nokkrar manneskjur stóðu og höll- uSu sér yfir handriSiS. Nú ætlaSi hún út 6 miSja brúna. Umrenning- urinn þarna stóS svona hér um bll ó miðri brúnni. Hún gekk rösklega út 6 brúna, og fann að þaS var ekki einu sinni gola. Svo leit um- renningurinn við, og hún rak upp vein. Það hvein I eyrunum á henni, 44 VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.