Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 43
— Það sem hann vogaði að segja við konunginn í Saint-Germain, í fyrradag var ekkert sniðugt. Við vorum að koma úr gönguferð, þegar við sáum vagn de Montespan, allan vafinn í svart silki með silfurskúfum. Hann var einnig svartklæddur. Konungurinn varð mjög áhyggjufullur og spurði, hvern hann væri að syrgja. Hann svaraði dapur: Konu mína, Sire. Madame de Ludre hló hátt, og Angelique sömuleiðis. —• Hlægið þið bara, sagði Madame de Choisy særð — Svona fram- koma getur verið góðra gjalda verð hjá venjulegu fólki á útihátíðum, en ekki við hirðina. Konungurinn þolir þetta ekki. De Montespan á á hættu að verða settur í Bastilluna. — Þangað fara allir. — Hvernig getið þér verið svona kaldhæðin, Madame? — Konungurinn gengur ekki svo langt. Það myndi jafngilda opin- berri yfirlýsingu af hans hálfu. — Hvað mig snertir, sagði Angelique, ■— hefði ég ekkert á móti því að ævintýri Madame de' Montespan verði gert opinbert. Ég þyrfti þá ekki lengur að þola þann hlægilega orðróm, sem gengið hefur um konunginn og mina lítilmótlegu persónu. Þá geta allir séð, að fyrir þeim orðrómi var enginn fótur. — Ja, ég verð nú að segja, að ég hélt lengi vel að þér mynduð fylgja á eftir Mademoiselle de la Valliére, sagði Madame de Choisy, næstum með eftirsjá. — Ég verð að viðurkenna, að þér hafið haldið mannorði yðar. Það var að heyra, að hún væri óánægð með, að spádómur hennar hefði reynzt rangur. — Þér hefðuð ekki þurft að fást við jafn ósamvinnuþýðan eiginmann og Monsieur de Montespan, sagði Madame de Ludre, —sem sífellt skýtur eitruðum örvum. Hann er ekki einu sinni við hirðina núna, þegar þér eruð hér.... — Hann verður að vera á vígstöðvunum, fyrst í Flanders og nú i Franche-Comté. — Verið nú ekki reið, kæra. Ég var aðeins að gera að gamni mínu, og þegar allt kemur til alls, er hann aðeins eiginmaður. Meðan þær töluðu, komu þær inn á breiðgötuna, sem lá að höllinni, þar sem þær urðu stöðugt að vera að forðast verkamenn og þjóna, sem báru stiga til að hengja luktir á runnanna og langar álmviðar- trjáraðirnar. Það var verið að búa garðinn fyrir veizlu. — Ég vona, að við höfum nógan tima til að hafa fataskipti, sagði Madame de Choisy. — Það virðist vera, að konungurinn sé að undirbúa eitthvað, sem á að koma okkur á óvart, en alveg síðan við komum, hefur konungurinn verið á hverri ráðstefnunni eftir aðra. — Veizlan á að byrja í ljósaskiptunum. Ég býst við, að þolinmæði okkar fái sín laun. Konungurinn ætlaði að halda upp á vopnasigur sinn með mörgum stórum veizlum. Hinn glæsilegi sigur yfir Niðurlöndum og vetrarorr- ustan i Franche-Comté, hafði borið ávöxt. Þrumulostin Evrópa starði á unga konunginn, sem fram að þessu hafði verið álitinn fórnarlamb svikulla ráðgjafa. Glæsileikur hans og hirðíburður hafði þegar orðið umræðuefni beimsins. Nú var hæfileiki hans i herstjórn og utanrikis- pólitik að draga að sér svipaða athygli. Lúðvík XIV vildi láta tala um ljómandi veizlur sinar erlendis, ekki síður en hina glymjandi herlúðra, sem tilkynntu frægð hans. Hann hafði skipað de Créqui, fyrsta aðalsmann svefnherbergis síns. de Bellefonde marskálk yfirþjóninn og Colbert til að sjá um hátíða- höldin; matarveizlur, dansleiki, skrautsýningar og flugeldasýningar. Einmitt um leið og Angelique kom í ljós, í fölbláum kjól, sem virtist hrimaður vegna Þess fjölda gimsteina, sem á hann var saumaður, birtist konungurinn hinum megin í salnum. Hann var ekki glæsilegar klæddur en venjulega, en hann hafði aldrei virzt meir aðlaðandi. Nú var öllum ljóst, að gengið var til gamanleikja. Hlið hallarinnar höfðu verið opnuð almenningi, sem nú ruddist inn í húsagarðana, salina og garðana, og það var eins og augun ætluðu út úr fólki, þegar það þaut frá einum stað til annars, til að reyna að sjá konunginn og fylgdarlið hans fara framhjá. Konungurinn leiddi drottninguna sér við hönd. Hún var barnslega glöð, jafnvel þótt mjóar axlir hennar gætu varla valdið þunganum af gullsaumuðum kjólnum, sem huldi hana eins og gotneskt skrín. Hún dáðist mjög að slíkum yfirdrifnum íburði og sú staðreynd, að konungurinn var við hlið hennar gerði hana frá sér numda af hamingju. Það var eins og kramið hjarta hennar væri nú með hressara móti, því kjaftanöðrur hirðarinnar höfðu enn ekki komið sér saman um, hver ætti að vera hin nýja ástmær konungsins. Auðvitað voru Mademoiselle de la Valliére og Madame de Montespan þarna, hin fyrrnefnda rauðeygð, en hin síðarnefnda kát eins og venju- lega. Og Madame du Plessis var þarna, fegurri og virðulegri en nokkru sinni áður, og Madame de Ludre og Madame du Roure, en þær voru aðeins hluti af hópnum, og enginn sýndi þeim sérstaka athygli. Kóngurinn og drottningin og hirðin í hæfilegri fjarlægð á eftir þeim, gengu yfir stígana, sem lágu upp að drekagosbrunninum, hægra megin við höllina. Hann var nýgerður, og konunginn langaði til að sýna fegurð hans og hugvitsamlega gerð. I miðri stórri tjörn stóð dreki, sem hafði verið særður með ör og blóð hans sprautaðist í háum, mjóum boga, sem dreifðist og féll eins og regn i tjörnina. Vatnið sprautaðist og dreifðist fram úr smáhvölum, sem þeyttust umhverfis drekann. Tveir svanir réðust á hann framan- frá og tveir aðrir að aftan. Stytturnar voru þaktar gulli, svanirnir með silfri og vatnsbogarnir vörpuðu ljóma á myndina. Eftir að allir höfðu gripið andann á lofti af aðdáun, hélt konungurinn áfram, og hægt gekk hópurinn eftir stígnum, sem lá framhjá Latona gosbrunninum að stóru svölunum. Kvöldhiminninn var orðinn rauður og trén höfðu tekið á sig bláan blæ, en bronsstytturnar glóðu -I síðustu geislum sólarinnar. Á þessum tíma dags var allur Versalagarðurinn ólgandi af litum, því stytturnar, sem ekki voru gylltar, voru málaðar í eðlilegum litum. Við innganginn í villugarðinn tók Æsop á móti hinu konungborna fólki með slóttugan glampa í augunum og kaldhæðnislegt bros á vörum. Han var með rauða hettu og afskræmdur líkami hans hulinn i blárri skikkju. Gegnt honum stóð ástarguðinn til að gefa til kynna, að ástin veíur oft margslunginn vef, en Æsop táknaði, að veraldleg reynsla og jafnaðargeð sé sá þráður, sem leiðir menn út úr völundarhúsi ástarinn- ar og færir þeim sigur yfir henni. VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.