Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 47
Heklud 3-4 ára Efni: um JfOO gr. af fremur grófu ullargarni „Platína". Héklunál nr. 4% og S%. Kápan er hekluö meS fastahekli, sem er heklaö þannig: 1 l.'á nálinni, dragið garnið upp í gegn um fitina, bregðið síðan garninu um nálina og dragið það i gegn um báðar lykkj- urnar í einu. Þá hefur myndazt ein fastalykkja. Farið undir báða lykkjuhelmingana eftir 1. umf. BAKSTYKKI: Fitjið upp fremur laust 60 loft- lykkjur og heklið 59 fastalykkjur. Heklið áfram fastahekl og fitjið alltaf upp í 1 loftl. um leið og snúið er við. Þegar stk. mælir 4 sm. eru felldar úr S l.í hvorri hlið og síðan 11, i hvorri hlið þar til stk. er 16 sm. Fellið þá úr 17 mið- lykkjurnar og hekllð aðra hliðina fyrst. Takið úr hálsmálsmegin 1 l. í annarri hv. umf. 2 sinum. Þegar stk. mælir 20 sm. er fellt úr fyrir öxlum báðum megin 5 l. 3 sinnum. VINSTRA FRAMSTYKKI. Fitjið upp 36 loft- og heklið 35 fastalykkjur. Þegar stykkið mælir 4 sm. er fellt úr á hliðinrti fyrir handvegi fyrst 3 l. og síðan 1 l. Hékl. áfram þar til stykkið mælir 15 sm. Fellið þá úr llf l. að framan fyrir hálsi og síðan 1 l. 2 sinnum. Þegar stk mælir 20 sm. er fellt úr fyrir öxlum 5 l. 3 sinnum. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og heklið eins og vinstra, en gagnstœtt. Búið til 2 hnappa- göt, það fyrra 2 sm. frá uppfitjum og það seinna 2 sm. frá hálsúrfellingu. Hnappagötin eru gerð 4 l. frá jaðrinum og með því að fitja upp 2 l., sleppa 2 l. og hekla síðan fastahekl i þessar 2. I. í næstu umferð. ERMI: Fitjið upp 32 loftl. og heklið 31 fastal. Eftir 6 umf. er aukin út 1 l. báðum megin og er sú aukning endurtekin i lf. hv. umf. 9 sinnum. Þegar ermin mælist 21 sm. eru felldar úr S l. í hvorri hlið og síðan 1 l. Fellið að lok- um úr 2 1. í byrjun hverrar umferðar þar til 9 l. eru eftir. Heklið aðra ermi eins. Saumið kápuna saman með þynntum garn- þræðinum og aftursting. Hálslíning: Heklið 1 umf. fastahekl frá réttu með 'heklunál nr. SVa. Hekl. síðan umferðina frá röngu með lykkjuhekli f=fastahekl hekl. um fingur). 1 S. umf. (frá réttu) eru felldar úr 9 l. með jöfnu millibili. Hekl. áfram með því að hekla lykkjuhekl frá röngu og fasta- hekl frá réttu. Hekl um 6 umf. íallt. Heklið nú fastahekl upp kápubarmana frá réttu. Hæfilegt er að hekl. 2 l. i aðra hv. lykkju eða ath. að hvorki strekki eða gefi eftir um of. Heklið 2 hnappa: Fitjið upp 3 Framhald á bls. 48. Það gæti verií Strausykur, mjölvara og fleira er selt í pappírspokum, eins og stjálfsagt víðast, og ekkert við því að segja. En hvern- ig kaupmennirnir loka þessum pokum venjulega gæti verið betra — þeir brjóta efri hluta pokans, þar sem hann er tómur, niður á miðju og loka honum þar með glaaru límbandi, og það er nú einmitt það, sem að er, því að um leið og límbandið er losað kemur næstum undantekningarlaust gat ó pokann, sama hve varlega er reynt að fara að. Þar sem þetta er á miðju pokans, streymir innihaldið út um gatið án þess að nokkuð verði að gert. Þá er'ekki um annað að ræða en bjarga því sem bjargað verður og losa pokann í dauðans ofboði í krukku eða skál, meðan strausykurinn marrar og ískrar undir fótum manns. Niðurskorið ofanálag er selt hér víða í þéttum plastumbúðum. Sé það geymt í kæli er innihaldið venjulega óskemmt — en þaS gæti veriS betra, ef hægt væri að ná sneiðunum heilum úr umbúðunum. Það tekst hins vegar næstum aldr- ei, þv( að þær eru svo samþjappaðar í þessum loftþéttu umbúðum. Með því að leggia smjörpappír eða annan heppilegan pappír milli sneiðanna mætti hæglega koma í vel fyrir þessi vandræði, því að ekki er hægt að kalla það annað en vandræði að kaupa 4 — 5 sneiðar af hangikjöti fyrir meira en tuttugu krónur og að ekki sé hægt að ná einni einustu heilli sneið út úr kássunni. T elpur á aldrinum 8—12 ára eru oft barnfóstrur, en framkoma þeirra við litlu börnin gæti veriS betri. Það er væg- ast sagt hörmulegt að sjá hvernig þær fara oft með börnin — lemja þau og draga til og frá, skamma að tilefnislausu með óþvegnu orðbragði, allt sem börnin fó óhuga á og langar til að rannsaka, er rifið af þeim með harðri hendi og nöldri. Telpurnar eru með börnin á leikvöllum og að flæk'iast með þau ( strætisvögnum, en mæðurnar þá víðs fjarri og sjá ekki hvað fram fer. Mæður ættu að hugsa sig vel um, áður en þær fela þessum litlu, grimmu ófreskjum gæzlu barna sinna. En er mörgum telpum þetta eðlislægt á þessum aldri, eða hverníg hafa þær orðið svona? VIKAN 38. tbl. 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.