Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 19
O Sonur Franks Sinatra ætlar aS feta í fótspor föSur síns í skemmtanaiSnaSinum, og gengur furSu vel. Hér horfir Frank pabbi ó Frank son í sjónvarpinu. Sennilega er Frank senior ekki búinn aS gleyma summunni, sem Cosa Nostra lét hann borga í lausnarfé fyrir son sinn fyrir um tveimur órum. O En Frank Sinatra eldri ó einnig dóttur. Hún hefur lítiS veriS í heimsfréttunum, en þau feSgin una vel saman. Það er víst óheett að fullyrða, að Frank Sinatra er einn kunnasti dægurlagasöngvari, sem uppi hefur verið. Hann hóf söngferil sinn einhvern tlma nó- lægt órinu 1935, og hefur haldið viðstöðulaust áfram síðan. í millitíðinni hefur hann svo bætt því við að gerast kvikmyndaleikari, og staðið sig vel sem slikur. Auk þess er hann svo talinn séður kaupsýslumaður, svo að það er engin furða þótt maðurinn hafi hagnazt á öllum þeim hliómplötum og kvnkmyndum, sem hann hef- ur átt mikinn þátt í að gera vinsælar. Enda er hann væg- ast sagt mjög vel efnum búinn, eins og nú er komið mál- um. Fyrir skömmu hringdi hann til lögfræðings s(ns og fól honum að kaupa Kirkeby-byggingarnar í Los Angeles, sem eftir því, sem við komumst næst, eru mikil bygginga- samstæða þar ( borg. — En þær eru bara ekki til sölu, svaraði lögfræðing- urinn. — Ég vill kaupa þær samt. — Hvers vegna? spurði þá lögmaðurinn. — Þeir bönnuðu mér að lenda helikoptervélinni minni á þakinu, svarað Sinatra. Sinatra stjórnar sjálfur einkafyrirtæki s(nu, Sinatra Ent- erprises, og einnig kvikmyndafyrirtækinu Artanis (Sinatra stafað aftur á bak) Productions, en það fyrirtæki gefur út kvikmyndirnar, sem hann leikur í og stjórnar. Auk þess er hann einn af aðalmönnunum hjá Warner-kvikmynda- fyrirtækinu og yfirmaður plötufyrirtækisins Reprise. Skrif- stofubygging hans hjá Warner kostaði eina og hálfa millj. dollara, og sjálfur hefur hann 75 manns í fullri vinnu, allt frá stúlkum, sem svara bréfum frá aðdáendum, til flugmanna og lífvarða. — Ég býst við, að ég sé nú orðinn fjárhagslega öruggur, segir hann. Aðalheimili sitt á Sinatra á Palm Springs, ( glæsilegri bygg- ingu, þar sem hann hefur einn- ig tvær smærri byggingar fyrir gesti. Auk þess leigir hann íbúð ( Los Angeles og aðra á Man- hattan. Sinatra skildi við fyrstu konu s(na, Nancy, árið 1951, en hann hefur allt frá þeim tíma verið henni og börnum þeirra þrem mjög nákominn. og látið sig málefni þeirra miklu skipta. — Nancy er göfug kona. Hún hef- ur gert stórvirki með því að ala börnin vel upp, segir hann. Þeg- ar Sinatra er í Los Angeles, heimsækir hann fjölskylduna minnst fjórum, fimm sinnum ( viku. Seinna hjónaband hans og leikkonunnar Ava Gardner lauk með skilnaði árið 1957. — Hjónaskilnaður en ekki heims- endir, segir hann, — en hann særir mann. Kvenfólkið, sem skrifar slúð- ursagnadálkana ( leikarablöð- in, hefur verið óspart á að bendla Sinatra við eina stúlk- una ( dag og aðra á morgun. — Ef ég hefði jafn mikið sam- an að sælda við kvenfólk og þið viljið halda fram, sagði hann fyrir nokkru við fréttamenn, — væri ég fyrir löngu kominn of- an í glerkrukku á Harvard- læknaskólanum. Hann kveðst ekkert vera að flýta sér að kvænast aftur. — Ég vil ekki segja, að hjónaband komi ekki til greina, segir hann. — En ef ég kvænist aftur, má konan ekki vera leikkona. Eða þá, að hún verður að hætta sem leikkona. Ég tel mig geta séð sómasamlega fyrir henni. Ég krefst aðeins þess, að konan m(n sjái um mig — ég skal svo sjá til þess, að vel verði séð um hana. — Mér finnst ég alls ekki hafa verið kröfuharður maður. En að sumu leyti er erfitt að umgang- ast mig. Ég lifi lífi mínu á minn sérstaka hátt. Því myndi ég ekki geta breytt fyrir nokkra konu. Ég er vanafastur fram úr hófi. Ég heimta hvern hlut á sínum stað. Fötin mín verða að hanga á sérstakan hátt. Svo er það ýmislegt, sem ég get ekki þol- að konum. Til dæmis flý ég út úr herberginu, þegar ég finn sterka ilmvatnslykt. Ég hef of- næmi fyrir henni. Hún veldur mér óstöðvandi hnerraköstum — og það er ekkert sérlega róm- anttskt. Þegar Frank Sinatra er að syngja á næturklúbbum, hefst einkalíf hans ekki fyrr en klukk- an hálftvö á næturnar. Það var eitt sinn á Miami Beach, eftir að hann hafði komið fram ( seinna skiptið á Eden Roc hótel- Framhald á bls. 49. ~0- Sinatra hefur gaman af að gera ýmsar brellur, þegar hann heldur veizlur, eins og aS kippa dúknum undan öllu draslinu á borSinu. O MeSan viSstaddir fórna höndum og slá um sig af hlátri, hugsar Sinatra sig um og undirbýr nýja brellu. O Sammy Davies og Frank Sin- atra eru miklir vinir, og hafa oft tekiS þátt í einu og öSru saman. Og sama er aS segja um i) Sammy og Dean Martin, þeir hafa átt prýSilega saman og eiga enn. VIKAN 38. tbl. JQ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.