Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 40
LIH-CAN Vér höfum ávallt fyrirliggjandi: LIN CAN Graenar baunir, LIN CAN Gulratur, LIN CAN BlandaS grænmeti, LIN CAN BakaSar baunir, LIN CAN Þurrkaðar graenar baunir, LIN CAN JarSarber. LIN CAN vörur fóst í nasstu búS. Hoildsölubirgðir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120. LIN-CAN *l L..——mmmmmmmmm4 LAUGAVEGl 59. simi 23349 A VEIZLUBORÐIÐ Osta og smjörsalan — Já, auðvitað, en ég verð að fá töskuna mína! Það er svört taska með nafninu mínu á. Yfir sætinu mínu. — Biddu enhvern farþeganna að hjálpa þér að ná fram töskunni, sagði Dunning. — Ég ætla að kalla upp Marseille. Hann leit ó Fellman. — Var það nokkuð fleira, læknir? — Já, sagði Fellman. — Við höf- um greinilega þrjú alvarleg mat- areitrunartilfelli um borð. Og þau virðast ætla að vera fleiri. Eg er tekinn að hallast á þá skoðun, að það sé fiskinum að kenna — laxin- um. Það var um lambakótilettur og lax að velja í kvöldmatinn. Spurn- ingin er. . . Fellman þagnaði og starði ó víxl á flugstjórann og flug- freyjuna. — Hvað átuð þér? spurði hann flugfreyjuna. — Kótilettur. Hversvegna? — Hvað át aðstoðarflugmaður- inn, flugstjóri? I fyrsta skipti færðist hræðslu- svipur yfir andlit Dunnings flug- stjóra. — Hann .. . hann át fiskl Fellman kingdi munnvatni stnu og sagði síðan rólega: — Og þér sjálf- ur flugstjóri? .... Það er eins gott að fá það á hreint strax .... Hva8 átuS þér? Frh. í næsta blaði. ANGELIQUE 0G KÓNGURINN Framhald af bls. 5. —• Kóngurinn er meistari vor. Hann hefur allan rétt yfir okkur. Angelique snerist á hæl og horfði herská á Philippe. —¦ Ójá? Og ef honum dytti nú í hug að gera mig að ástkonu sinni, hvað á ég þá að gera? —. Samþykkja. Hefur yður aldrei dottið I hug, að allar þessar konur, hirðmeyjar Frakklands, eru aðeins konunginum til gamans? — Þér eruð svo sannarlega örlátur eiginmaður! Jafnvel þótt yður þyki ekki vænt um mig, ætti eignarvitund yðar að neita algjörlega. — Allt, sem ég á, heyrir konunginum til. Eg myndi aldrei neita hon- um um neitt, frá minnsta smámun upp i lif mitt sjálft. Angelique kveinkaði sér. Eiginmaður hennar hafði hæfileika til að særa hana, þar sem hún var veikust fyrir. Hverju hafði hún átt von á? Vísbendingu um það, að hann væri afbrýðissamur ? Það var of mikið. Hann kærði sig ekkert um hana og reyndi ekki að dylja þá staðreynd. Sá áhugi, sem hann hafði sýnt henni, þegar þau sátu saman við eld- stæðið heima í Paris, var aðeins sá áhugi, sem hann sýndi þeirri persónu, sem hafði haft Þann heiður að fæða honum erfingja. Hún sneri aftur að snyrtiborðinu, skellti aftur gullboxinu og með höndum, sem titruðu af reiði, tók hún fyrst upp eina greiðu, svo aðra. Philippe horfði á hana, með ánægjulegu glotti. Reiði Angelique brauzt fram í flóði reiðilegra orða. — Ég gleymdi því, það er satt. Fyrir yður er konan ekkert annað en hlutur, húsgagn, aðeins nothæft til að fæða börn i heiminn. Minna virði en meri, minna virði en hestasveinn, Eitthvað til að kaupa og selja og henda út á haug, þegar það er ekki lengur að gagni. Það er það, sem konan er rnönnum af yðar tagi. I bezta falli eru þær kökusneið eða skál af kássu, þegar þeir eru hungraðir. — Það er nokkuð til í þessu! sagði Philippe. — í!g neita þessu ekki. Ég verð að játa, að með þessar rósrauðu kinnar og þennan þokkalega vöxt eruð þér lystaukandi. 1 raun og veru finn ég nú þegar til hung- urs.... Hann tiplaði á tánum til hennar og lagði hendurnar valdsmannlega á axlir hennar. Angelique sleit sig lausa og tók blússuna þétt að sér. — Ekkert svona, drengur minn, sagið hún í ísköldum tón. Skyndilega reif Philippe upp blússu hennar, svo þrír demantshnappar þeyttust af. •— Verð ég að segja „má ég" kenjaskíturinn þinn! öskraði hann. — Geturðu aldrei skilið, að ég á þig? Ha, ha, ha. Það er það, sem svíður undan, er það ekki? Hin stolta markgreifafrú heldur, að allir þurfi að skriða fyrir henni! Hann svipti af henni blússunni, reif sundur serk hennar og greip um brjóst hennar með grimmd málaliða á ránsnótt. — Hafið þér gleymt uppruna yðar, Madame la Marquise? Einu sinni varstu ekki annað en Htil, skítug bönd.istelpa með hornös og mykju milli tánna. Ég sé þig alveg fyrir mér, i rifnu stuttpilsinu, með hárið lafandi niður I augu, stolta eins og djöfulinn sjálfan. Hann greip um höfuð hennar, dró hana að sér og þrýsti svo fast að gagnaugunum, að hún hélt að höfuðið mynd bresta. — Og þetta er það, sem skriður út úr gömlum, hrynjandi kastala, og heldur, að hún geti verið hortug við konunginn! í fjósi áttu heima, Madame de Monteloup, og enginn staður sómir þér betur, enn sem komið er, og nú ætla ég að rif ja upp fyrir þér gamlar minningar, sem löngu eru fallnar í gleymsku. — Slepptu mér! æpti Angelique og reyndi að slá hann. En hún meiddi sig aðeins á hnúunum, þegar hún barði á brynjuna, sem varði brjóst hans, og stundi af sársauka. Philippe hló og kreisti hana meðan hún barðist um. — Jæja, smástelpa, það er bezt að snúa sér að þessu! Hann tók hana upp og kastaði henni í heyhrúgu i dimmasta horni hlöðunnar. — Slepptu mér! Slepptu mér! hrópaði Angelique hvað eftir annað. — Haltu kjafti! Ætlarðu að vekja allt setuliöið? — Já. Það skal ég gera, svo allir geti séð, hvernig þú ferð með mig. — En það hneyksli. Marquis du Plessis nauðgað af eiginmanni sínum. — Ég hata þig! Hún náði varla andanum í heyinu, þar sem þau börð- ust, en að lokum heppnaðist henni að bíta í hðnd hans, svo blæddi. — Tík! Hann sló hana nokkrum sinnum á munninn, en sneri síðan upp á hendur hennar fyrir aftan bak svo hún gat ekki hreyft sig. — Drottinn minn, másaði hann glaðklakkalega. — Ég hef aldrei átt við slikan brjálæðing. Ég þarf heila herdeild! Angelique fann orkuna þverra. Þetta myndi verða eins og i hin skiptin. Hún myndi verða að beygja sig undir auðmýkinguna. Stolt 40 VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.