Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 17
Hva8 mynduð þið gera, lesandi góð- ur, ef þér væruð staddur í stórri farþegaflugvél ó leiS þvert yfir Evrópu, ef þér yr8uS þess áskynja, aS báðir flugmennirnir væru fár- veikir og yrði ekki bjargaS nema í sjúkrahúsi? Þér væruð eini maður- inn í vélinni, sem hefur snert á flugi — fyrir 20 árum fengust þér nokkuð við að fljúga smávélum. Mynduð þér reyna við risann — eða bíða þess, að bensínið þryti? Regnið var eins og veggur móti björtum bílljósunum, þegar leigu- bíllinn renndi upp að flugstöðvar- byggingunni í Beirut og snarbrems- aði framan við flugafgreiðsluna. Maður nokkur flýtti sér út úr bíln- um, kastaði nokrum seðlum til öku- mannsins, greip ferðatöskuna sína og flýtti sér í gegnum hverfidyrn- ar. Þegar hann kom inn fyrir, skall birtan og hitinn á móti honum. Hann hikaði andartak og deplaði augunum móti Ijósinu. Svo beindi hann för sinni að afgreiðsluborði Middle East Airlines, þar sem af- greiðslumaður stóð og merkti við á farþegalistann. Þegar maðurinn átti fáein skref eftir ófarin, greip afgreiðslumaðurinn lítinn hljóð- nema og tilkynnti: — Attention, please! Farþegar með flugvél British Airlines til Lon- don eru beðnir um að mæta við hlið 4... Hópur manna reis á fætur og hélt í áttina að hliðinu. — Heyrið þér, sagði maðurinn úr leigubílnum áfjáður. — Er ennþá hægt að fá sæti í vélinni til Lon- don? Afgreiðslumaðurinn hristi höfuð- ið. — Því maður. — Andskotinn sjálfur! Ég treysti á það! Ég verð endilega að vera kominn til London fyrir hádegi á morgun. Afgreiðslumaðurinn leit á papp- fra sína. — Bíðið aðeins, sagði hann. — Það fer aukaferð til London stundarfjórðungi á eftir á^tlunar- vélinni frá BEA. Ég held að það séu eitt eða tvö sæti laus þar. — Hvert á ég þá að snúa mér? spurði maðurinn ákafur. Afgreiðslumaðurinn benti þvert yfir salinn. — Þarna hinum megin, Steven- son Air Charter. — Kærar þakkir, sagði maður- inn úr leigubílnum. Hann gekk rösklega yfir að litla afgreiðsluborðinu hinum megin, þar sem annar afgreiðslumaður sat og skrifaði. Hann leit kurteisislega upp og sagði: - Sir? — Gætuð þér hjálpað mér? Eigið þér sæti handa mér í vélinni til London? Afgreiðslumaðurinn lét penna- oddinn renna niður eftir nafnalist- anum, sem hann hélt á. — Við skulum sjá . . . penninn nam staðar. — Jú, það er eitt sæti laust. Aðeins eitt. En flugvélin er að leggja af stað. Afgreiðslumaðurinn greip óútfylltan farmiða: — Nafnið, sir? — George Spencer. Afgreiðslumaðurinn fyllti útnauð- synlegustu plögg. — Það verða áttatíu og fimm pund, sir. Eruð þér með farangur? — Bara þessa tösku. Eftir andartak hafði hún verið vigtuð og miðarnir festir á hana. — Það er við hlið þrjú, sagði af- greiðslumaðurinn. — Flýtið yður! Vélin er alveg að fara. Spencer kinkaði kolli og hljóp að hliðinu. Úti fyrir titraði regnið af gný flugmótoranna. Honum var vísað til vegar yfir flugbrautina, upplýsta með kastljósum, að DC7 flugvélnni, sem beið þar með spaða, sem lýstu eins og silfurkringlur í Ijóskastarabirtunni. Flugvallarliðið var að kippa bremsuklossunum und- an og tveir menn í samfestingum voru að leggja af stað með tröpp- una. í nokkrum skrefum var Spenc- er kominn yfir pollana á vellinum, að tröppunni, rétti fram miðann og stökk upp f. Svo flýtti hann sér fram milli sætanna, þar til hann kom að lausu sæti, og lét þar fallast með fegins- andvarpi í mjúkan sessinn. — Ladies and Gentlemen, heyrð- ist þýð rödd flugfreyjunnar í hátal- aranum. — Stevenson Charter Comp- any býður yður velkomin um borð! Við vonumst til að fá þægilega ferð. Gjörið svo vel að festa ör- yggisbeltin! Nú leggjum við af stað . . . George Spencer fálmaði í beltið. Sessunautur hans muldraði eitthvað. George leit á hann. — Það er alltaf sama þrasið með þessi öryggisbelti, sagði sessunaut- urinn. — Eins og þau bjargi nokkru, ef eitthvað fer úrskeiðis. George horfði á manninn. Hann hafði grásprengt hár, hrukkótt and- lit, mjög vel saumuð föt og geislaði af myndugleik. Hinum megin við hann sá hann í gegnum gluggann, að rauð Ijós flugbrautarinnar runnu framhjá. Flugvélin lyfti sér með dynjandi mótorum. Stundarkorn heyrðist ekk- ert annað. Spencer varpaði enn einu sinni öndinni léttar. — Loksins . . . Sessunautur hans sýndi honum al- úðlegan áhuga. — Þér virðist vera feginn að vera kominn af stað? — Já, ég treysti á að fá far, þótt ég hefði ekki pantað, og komst inn rétt áður en farið var af stað. Ég verð endilega að vera kominn til London í fyrramálið, í verzlun- arerindum. — Hvaða grein verzlunar stund- ið þér? spurði hinn kurteislega. — Ég sel vörubíla! Vörubíla ( heildsölu. — Ha . . . Ég hélt, að vörubllar væru aðeins seldir í smásölu? — Það er líka venjulegast, en þegar mikið liggur við, er kallað á mig. Ef þér þurfið á að halda fjörutíu eða fimmtíu vörubílum, skulið þér hafa samband við mig. Spencer hló. — Þér skuluð fá ágæt- an afslátt. Maðurinn við hlið Spencer hló lika. — Ég fæ víst aldrei að njóta þess. Þetta liggur utan míns starfs- sviðs. — Sem er? — Ég er læknir, svaraði hinn. — Sænskur læknir. — Já, þér eruð sænskur. Ég var einmitt að velta því fyrir mér, hverr- ar þjóðar þér gætuð verið. Þér tal- ið mjög góða ensku. Hinn svaraði ekki, og það varð hljótt stundarkorn, svo sagði Sví- inn. — Mér finnst mótorarnir hafa óvenju hátt í þessari vél. — Við erum að lyfta okkur, sagði Spencer. — Þessvegna finnst yður þeir hafa svona hátt. Þeir lækka sig, þegar við erum komin ( rétta hæð og réttum okkur af. — Þér virðist vita töluvert um flug. — Ég vissi það einu sinni. Ég var með orrustuvél í stríðinu. En nú hef ég næstum gleymt því öllu. Viðvörunarljósið yfir stjórnklefa- dyrunum slokknaði. Þeir losuðu belt- in. — Þekka yður fyrir, svaraði Sví- inn, þegar Spencer rétti honum sígarettupakka. — Ég má kannske kynna mig. Ég heiti Fellman. Bertil Fellman. Það er auðvelt í fram- burði, jafnvel fyrir Englending. — Ég heiti George Spencer .... ánægjulegt að kynnast yður. Lengi sátu báðir mennirnir og horfðu á reykinn frá sígarettunum lopast upp í loftið. Spencer var alvara í hug. Það yrði erfitt að færa þessa verzlun heila í höfn. Ef hon- um heppnaðist, gæti hann beðið um og fengið launahækkun. Ef til vill fengi hann einnig stöðuhækkun. Ef hann yrði til dæmis sölustjóri, gæti Mary flutt með Bobby litla og Kit úr þessum gamla timburkofa, upp til Parkway Hights. Hinum megin við ganginn sátu tveir rosknir farþegar, niðursokkn- ir í blöð. Þetta voru Joe og Hazel Greer, mjög samrýmd hjón. Bæði höfðu þau ferska húð og skær augu þess, sem mikið er utanhúss. í næstu sætum fyrir aftan, sátu fjórir náungar, sem rétt ( þessu voru að fá þriðja visktskammtinn. — Ég er glorhungraður, sagði einn af þeim. — Hvenær koma þær með eitthvað að éta? — Það hlýtur að fara að koma að þvi, sagði annar i sömu hæð. — En það virtist allt vera á eftir f þessum hestvagni. Fáðu þér einn lítinn á meðan. í litla eldhúsinu var flugfreyjan, Janet Benson, að útbúa kvöldmat- inn — aðeins of sein. Hún raulaði meðan hún dró fram servíettur og mataráhöld úr skápnum; að bera fram matinn var leiðinlegasta skyldustarf flugfreyjunnar, en þrátt fyrir það, var hún glöð og sjálfs- örugg. Hún var tuttugu og eins árs, og tekin að bragða á gæðum lífs- ins, sem smökkuðust vel. Frammi í flugstjórnarklefanum teygði Dunning flugstjóri úr sér f sæti sínu. Svo slakaði hann á vöðv- unum. — Hvernig er mótorhitinn á þrjú? spurði hann aðstoðarflugmanninn. Pete Dunbar, aðstoðarflugmaður og loftsiglingamaður, leit á mæla- borðð. — Það er allt í lagi með hann, tilkynnti hann. — Ég lét athuga mótorana ( Beirut, en þeir fundu ekki neitt. Hann virðist hafa lagazt af sjálfu sér. Hann yfirhitar sig ekk- ert. Dunning leit út í næturhimin- Framhald á bls. 31. VIKAN 38. tbl. jy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.