Vikan

Eksemplar

Vikan - 23.09.1965, Side 11

Vikan - 23.09.1965, Side 11
bara Pétur og Páll, sem notfæra sér þessi hlunn- indi, ef nokkur nennir þá yfirleitt að standa í því. Það var á ýmsum árstímum, sem menn lögðu leið sína út í eyjar, allt eftir því, hvað það var, sem átti að ná í. Fýllinn, sá ágæti fugl, kom hingað til lands einhvern tímann á 17. öld, að því er talið er. Það er tiltölulega stutt síðan farið var að hirða egg hans, slíkt þótti alger goðgá fyrr á tímum, þegar fýlunginn var hirtur. Hann var mjög veigamikill áður fyrr, þar sem hann gaf af sér bæði kjöt og feiti. En þegar fýlaveikin svokallaða kom upp, var að mestu hætt að hirða hann, en í þess stað byrj- að að taka eggin. Venjulega hefur verið farið til fýlseggja um tuttugasta maí, þá er talið, að fýllinn sé nýorpinn. Fýlsegg eru um það bil helmingi stærri en hænuegg, ljúffeng og matar- mikil. En það verður að gæta þess að fara á réttum tíma að ná í þau, það er lítið varið í, ef þau eru orðin unguð, þegar á að borða þau. Svartfuglaeggin voru þau egg, sem ávallt var farið að ná í, og þótti að þeim hin mesta búbót. Þau eru á stærð við fýlseggin, en þó sá munur á, að fýlseggin eru ljós að lit, en svartfugla- eggin eru dröfnótt. Yfirleitt var farið til svart- fuglaeggja um fardagana eða um mánaðarmót- in maí og júní. Þó voru til undantekningar frá því, að svartfuglaegg væru tekin, og var það á tímabilinu frá 1860 — 1865, en þá var svart- fuglinn snaraður, sem kallað var. Var til þess notuð löng stöng með snöru á endanum og var henni sveiflað upp á bælin, þar sem fuglinn hélt sig. Heldur þótti þetta ómannúðleg aðferð og var sagt skilið við hana að mestu leyti um 1865. En síðan hafa svartfuglaegg oftast verið tekin. Lundaveiðin er það eina, sem ennþá kveður eitthvað að í Eyjum af fuglatekju, en hún er að ávinna sér æ meiri vinsældir sem sport með hverju árinu sem líður. Sumir vilja jafnvel telja, að hún eigi eftir að skjóta laxinum alveg ref fyrir rass, hvað vinsældir snertir. Fyrst þegar byrjað var að nytja lundann, var veiðiaðferðin afar frumstæð. Notaðir voru greflar, sem kall- aðir voru. Lundinn grefur sér holur inn í brekk- urnar og verpir þar. Greflarnir voru langir teinar með krókum á endanum og var þeim stungið inn í holurnar, lundinn húkkaður og síðan dreginn út. En þessi aðferð varð að þoka fyrir annarri betri, sem kom til skjalanna. Um 1875 er talið, að fyrst hafi verið notaður háfur við lundaveiðar. Hann er upprunninn frá Fær- eyjum og hefur verið notaður þar svo lengi sem menn muna. Háfurinn er löng tréstöng með tveimur spýtum, sem mynda V fremst. Milli þessara tveggja spýtna er svo strengt net. Fljótt á litið er háfurinn ekkert ólíkur Y með löng- um legg. Veiðimaðurinn verður að velja sér stað til að veiða á, þar sem vindáttin er rétt. Lund- inn flýgur móti vindinum og eftir því verður að fara. Þá verður veiðimaðurinn að vera í hvarfi við stein eða nöf, svo að fugiinn komi ekki auga á hann. Gott er einnig að hafa með sér eitthvað litskrúðugt, rauð flögg eða því um líkt, því að lundinn er sérstaklega forvitinn fugl og þarf að skoða allt óvenjulegt. Þegar hundahald var leyft í Eyjum, var hundurinn eitthvað það bezta, sem sægt var að taka með sér, ef átti að fara að veiða. Lundinn sótti alveg óhemju í hann. Margir veiðimenn stinga líka vír í þá fugla, sem þeir eru búnir að fá og stilla þeim upp í brekkunni, eins og þar sitji lifandi fugl. Þetta hænir fuglinn líka að. En það er ekki nóg að hafa nóga beitu, ef kunnáttan við að veiða er ekki fyrir hendi. Það er nefnilega þó nokkur kúnst að ná fuglinum í netið og verður að slá háfnum upp á réttu augnabliki og með réttum hraða, ef eitthvað á að nást. Svo dregur Jón Guðjónsson, frá Þorlaugargerði, með dágóða veiði á Landsuðursnefi í Súlnaskeri. í baksýn er varða, sem nefnist Skerprestur. í hana eiga allir að láta pening í fyrsta sinn, er f>eir koma í Skerið. Ásmundur Friðriksson með afbrigði af lunda. Þegar lundinn er alhvítur nefn- ist hann lundakóngur. X--.: ■ 'i Jóel Sigurðsson reiðir súlnakeppinn á loft, meðan félagi hans veður um í súluhyggðinnl. Við súlnatekju í skerinu. Þeir sem eru i faðmlögum við súlurnar, eru þeir Sigurður Jóelsson og Jón Guðjóns- son. Framhald á bls. 12. VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.