Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 10
Svona litu þeir út farkostimir, sem farið var á út f eyj- arnar. Smábátar eða skjögtarar voru svo notaðir siðasta spölinn. Þetta er við „höfnina" í Bjarnarey og Elliðaey f baksýn. Brekkan, sem sést yfir stefni bátsins er einhver bezti veiðistaður í Bjarnarey og heitir Hafnarbrekka. ÚTEYJfl- FERÐIR i EYJUM Úteyjaferðir voru mikið stundaðar í Vestmannaeyjum áður fyrr, bæði til að sækja fugl og egg. Hér segjum við í máli og myndum frá tilhögun ferðanna. Texti: Sigurgeir Jónsson. Friðfinnur Finnsson, kaupmaður við sig f Bjarnarey. Utan í Bjarnarey. Talið frá vinstri: Ásmundur Friðriks- son skipstjóri frá Löndum, Jóel Sigurðsson og Jón Guðjónsson. Ahverri þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er sýnd íþrótt, sem nefnist hjargsig. Þeim, sem aldrei hafa séð þetta fyrr, þykir það að vonum stórkostlegt og hrífandi, auk þess sem nokkur spenn- ingur er samfara því að sjá mann spriklandi utan í berginu, einungis bundinn í grannan vað. Nú er sigið aðeins orðið íþrótt, en áður fyrr gegndi það öðru og veigameira hlutverki. Þegar Eyjamenn urðu að sækja mikið af björg sinni í björgin, var það þýðingarmikill þáttur. Áður fyrr var eggja og fuglatekja til lífsviðurværis jafn veiga- mikill þáttur í lífi manna og að menn í dag stunda atvinnu sína. Nú orðið er minna um þetta og aðallega þá stundað sem sport. En þeir menn eru til í Eyjum, sem minnast þess, þegar tíminn var mældur eftir því, hvenær lundatíminn byrjaði eða fýllinn kæmi. Þeir Eyjólfur Gíslason, skipstjóri á Bessastöðum og Jón Guðjónsson, skipasmiður frá Þórlaugargerði munu manna fróðastir um allt, sem viðkemur úteyjaferðum og fugla- og eggjatekju. Þegar blaðamaður Vikunnar var á ferð í Eyjum í sumar, hafði hann tal af þeim báðum og fékk þar ýmsan fróðleik um þessi mál. Vestmannaeyjar eru 14 talsins, ef sker og drangar eru ekki talin með. Aðeins Heimaey, hin stærsta þeirra, er byggð og þar eru samtals 48 jarðir. Þessar jarðir hafa frá upphafi skipt með sér fugla- og eggjatekju í eyjunum, en nú er farið að linast um tökin á því og yfirleitt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.