Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 45
JARANSKA BIFREIÐASAI.AN ÁRIVIÚLA 7 - SÍIVII og hauskúpuandlitið fyllti alla ver- öldina. Hvirfilvindurinn lyfti henni upp, en svo kom miskunnsamt myrkrið. — Ég var hræddur um að eitt- hvað hefði komið fyrir hana, svo að ég hringdi aftur og aftur en fékk ekkert svar, sagði Charlie við lögreglumennina, og þurrkaði svit- ann af enninu. — Það var eins og að þér vær- uð við þessu búinn, herra Bassett, hversvegna hélduð þér að hún ætl- aði að fyrirfara sér? — Það var ýmislegt sem hún sagði. Taugar hennar hafa verið í ólagi upp á síðkastið. — En hversvegna datt yður þessi brú í hug, hún er svo langt í burtui Getið þér skýrt það? — Nei, það get ég ekki . . . — Þetta er kannske skýringin, sagði lögreglumaðurinn og opnaði hurðina. Umrenningurinn stóð í gættinni og hauskúpuandlitið glotti við hon- um. — Þá, þá er hún ekki . . . — í fyrstu trúðum við ekki frá- sögn konu yðar. Hún var alger- lega ótrúleg. En þegar að maður- inn, sem forðaði henni frá að kasta sér yfir handriðið fann myndina af yður í töskunni hennar, og sagði' okkur að þér væruð maðurinn sem hafði ráðið hann til að standa á brúnni miðri, fórum við að athuga betur frásögn hennar. — Það skuluð þér bara reyna að sanna, sagði Charlie með fyrirlitn- ingu. — Ég veit að ég stríddi kon- unni minni svolltið, en það var allt og sumt . . . — Það er verst að lögin ná ekki til yðar, en vonandi á samvizkan eftir að gera vart við sig, sagði lögreglumaðurinn þurrlega. Svo gengu þeir báðir út að dyrunum. — Hvar er hún? — Á sjúkrahúsi, þar sem hún er að ná sér eftir taugaáfall. En það er sannarlega ekki elns slæmur staður og sá, sem þér höfðuð ætl- að henni . . . Jarðarförin gat ekki verið ein- faldari. Aðeins Emmy fylgdi hon- um til grafar, f fylgd með lögreglu- foringja, sem hafði verið henni til aðstoðar. Henni skildist á ræðu prestsins, að hann hefði fyrirfarið sér, og hún snökkti. — Svona, svona, frú Bassett, sagði lögregluforinginn. — Þetta er fyrir beztu . . . Hvar sem hann var núna, von- aði hún að hann vissi, hve litlu munaði að hann fengi bæði trygg- ingarféð og stúlkuna sem hann hafði skrifað, en ekki náð þvf að senda bréfið. „Sharon, elskan mfn", þannig hljóðaði upphaf bréfsins. ,,Það heppnaðist ekki ..." Oteviafergir í Evium Framhald af bls. 11. úr, en núna þætti það hreinasta guðlast. Þess í stað fara krakk- amir út með pappakassa á kvöld- in og safna saman pysjum á göt- unum. Svo geyma þau fuglana heima hjá sér yfir nóttina, næra þá á haframjöli og mjólk og sleppa þeim svo í sjóinn daginn eftir. Eins og áður er sagt, er talið, að fýllinn hafi komið hingað til lands á 17. öld. Um 1820 mun hafa verið farið að veiða hann og hefur það síðan tíðkazt fram eftir öldum, eða þar til fýlaveik- in kom upp, en þá lagðist það niður að mestu leyti. Sama veiði- aðferð var höfð við hann og súl- una, rotað með kepp. Yfirleitt var farið í seinnihluta ágúst til fýla. en þá er hann orðinn rúm- lega þriggja mánaða gamall. Fýlakjötið er feikilega gott, hæði feitt og bragðmikið og leitt til þess að vita, að fýlatekja skuli hafa lagzt niður. Hefur þá verið getið flestra þeirra hlunninda, sem jarða- bændur í Vestmannaeyjum hafa notið af fuglinum. Eitt er þó enn ótalið, sem gert er á hverju ári, en það er að fara til sölva. Jarð- imar fyrir ofan hraun hafa haft þau sérréttindi að hafa afnot af sölvaflánni, en hún er staðsett norðan í Stórhöfða. Það var jafn- an mikill viðburður í lífi krakk- anna, þegar átti að fara á sölva- flána, en það var sú eina af þess- um ferðum, sem þau fengu að taka þátt í. Nú orðið eru það ekki jarðirnar, sem nota sér þessi hlunnindi, heldur hinir og þess- ir, sem fara þegar þeim þókn- ast. Sjaldgæft var það einnig að kvenfólk væri með þegar farið var í fugl og til eggja, en þó gat það komið fyrir. En kon- urnar gerðu út sína eigin leið- angra sjálfar. Það var algengt, að þær færu að sumrinu til upp í Dufþekju, sem er í Heimakletti, til að ná í hvannarætur og voru þær notaðar til manneldis. En það var oftar farið í út- eyjar en til þess eins að ná í fugl eða egg. Þar hefur fé eyja- bænda gengið á sumrum og ger- ir enn þann dag í dag. Þegar farið er að rýja það, er alltaf kvenfólk með í förinni og börn líka. Áður fyrr var þetta helzta upplyfting Eyjabúa, hvort sem áttu í hlut ungir eða gamlir. Það var oft mikið um dýrðir, þegar út var komið, líktist helzt fyrir- brigðinu ,,picnic“, sem flestir þekkja, er dvalið hafa utanlands. Oft voru þá hljóðfæri höfð með og sungið, svo að undir tók í björgunum. En nú hefur þetta breytzt eins og annað, fólk hef- ur önnur og að þess dómi skemmtilegri viðfangsefni og tækifæri, ef það vill gera sér dagamun. Það er meira að segja orðið erfitt fyrir bændurna að -fá fólk með sér til að hjálpa til við féð. Það má segja, að lítið sé eftir af fornri frægð, sem var samfara úteyjarferðum. Og þetta var ekki aðeins skemmtilegur leikur, eins og það er að mestu leyti í dag. Það, sem að baki stóð hjá veiði- mönnunum, var að afla matar, þeim var lítið í huga að iðka þetta sem sport. Og þetta krafð- ist líka mannfórna og það ekki fárra. En ennþá eru til ungir menn í Eyjum, sem vilja við- halda úteyjarferðunum, enda eru það ógleymanlegar stundir fyrir þá, sem dvalið hafa þar yfir sumartímann, þegar „lundinn syngur ljóðin sín lengi kvölds og nætur“. VIKAN 38. tl)l. 45 i» nr.ilt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.