Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 21
Maðurinn í farangursgeymslunni sagði eitthvað sem ég skildi ekki: — Om forlatelse . . . ? — Má jeg fá se . . . (Fjandinn má vita hvað hann sagði fleira? Eitthvað 1 um bletti eða hvað). — Jeg ekki forstá . . . jeg förste gang i Norge. — Jeg sa; má jeg fá se bletterne dine? (Hvaða bletti? Á hann kannski við blettina á erminni minni, bölvaður dón- inn? Skárri er það nú frekjani). — O, fanen! Hann þreif töskurnar mínar og slengdi þeim upp í hillu, límdi síðan númer á þær og fussaði. Sennilega eithvað um vitlausa fslend- inga, trúi ég. Skyldi hann annars nokk- uð vita hver ég er? Bezt að tala sem minnst. Orð eru upphaf alls misskiln- ings manna á milli. Eg tók upp þann eina fimmtíu kall sem fylgdi mér inn í þetta land, og beið eftir að borga með honum fyrir farangursgeymsluna og þagði. En maðurinn var þegar á burtu til þess að afgreiða annað fólk og virtist hafa gleymt mér. Hann tók við töskum næsta manns og sagði: — Ma jeg fá se bletterne? Maðurinn rétti honum flugfarmiða frá Helsingfors! Mikill bölvaður grasasni má ég vera! Auðvitað var hann að biðja um „billetterne". Ef maður flýgur með SAS þá fær maður farangurinn geymd- an gratis! Eg ákvað að tala ekki orð í norsku framar. Nei, aldrei nokkurn tíma! Það er of mikil áhætta. Fólk myndi óðara uppgötva hvílíkur fábjáni ég er, glenna upp á mig skjáina og spyrja: — Hvaðan úr veröldinni kemur þú, maður minn? Og ég yrði neyddur til að svara: — Eg er Islendingur og kem frá Moskvu en þar er ég í skóla. — Ja, sá, akkurat. — Og þar með myndu allir ákveða að allir íslending- ar væru bavíanar, einkum þeir sem stunda nám í Moskvu og ég tala nú ekki um ef þeir eru eitthvað í ætt við leikhús í ofanálag. Þar með væri ég búinn að ærufletta bæði föðurland, skóla og starfsbræður, allt í einni góm- sveiflu. Það er bezt að þegja og halda ráð Hávamála: Osnotur maður er er með aldir kemur, það er bezt að hann þegi, engi það veit, að hann ekki kann, nema hann mæli til margt . . . En ég þarf úr mörgum vanda að leysa í þessari borg. Og það er nú einu sinni svo, hvað sem Bjartur I Sumarhúsum segir, að vandi verður fár leystur nema í samfélagi við ann- að fólk. Og þessvegna er ég benlín- is neyddur til þess að tala það mál sem ég ekki kann. En hvernig í ósköp- unum ræð ég fram úr máli viturra manna, já og mynda vitleg svör við orðum þeirra þar að auki, ef ég ræð ekki einu sinni við svo einfalt mál sem að koma farangrinum í geymslu? Ég sezt niður. Skoða ferðabæklinga. Reyki. Drep tímann. Hugsa. Að vera eða ekki . . . Knýið á og fyrir yður — Hverju ert þú að leita að? spurði maðurinn. Konan kikti á mig yfir öxl hans. Skrýtin spurning! /Etti ég að segja að ég leitaði eftir norskri gestrisni? Nei það væri frekja. Maðurinn vill mér ekkert illt. Þó hafði frúin einhvern sektarsvip. Voru þau kannski kominn til þess að verja eigur sínar fyrir mér? — Eg er ekki að leita að neinu, sagði ég. — Eg er bara að spásséra. mun upp lokið verða . . . Sveltur sitjandi kráka . . . Byrjum á því að skoða bæinn sam- kvæmt ráði Hávamála: Inn vari gestur, er til verðar kemur þunnu hljóði þegir, eyrum hlýðir en augum skoðar; svá nýsist fróðra hver fyrir. Ég slökkti í stubbnum, og gekk til þess að nýsask fyrir. Borgin er full af ferðafólki. Það talar tungum. Og þar verzlar Guð nútímans. — Varan brosir til dýrkenda sinna úr öll- um búðargluggum sem eru altari hins nýja siðar. Og menn af þjóðum heims sam- einuðust í fórnfæringum við jötur hins nýja lambs. Þeir voru komnir langvegu úr austri og vestri og höfðu með sér gull dollara og pund. Dollarar og pund hlað- ast á fórnarstallinn, í staðinn fæst marg háttuð blessun: Norskar prjónavörur, reiktur áll, Grieg, vasaútgáfur af tröll- um Tore Kittelsen, vasaútgáfur af dofr- um Ibsens og vasaútgáfur af náttúrumikl- um „kvinne- og menneskeöktum" Viege- lands. Búðirnar eru úr gleri, gljástáli. Hurðarhúnarnir eru úr látúni, og eigendur helgidómanna rísa með sól á morgnana til þess að fægja þessar handfestur sínar með allranýjustum undra-fægilegi og til þess að strjúka af gljásteintröppum sín- um með allranýjustu undra-sápu. Það eru gulli fáðar auglýsingar um nýjustu undra- sígarettur, nýjustu undrasægnurnar og nýjustu undra „B.H.". „Kaupið gleraugu! Það fer yður vel"! Getur maður trúað því, að hérna hafi verið fangabúðir, flóttamenn, föðurlands- svikarar og nazistaástand fyrir einum tuttugu árum — ef maður nú skal kaupa lækningatól eins og gleraugu bara til þess að vera elegant? Herra guð, hvað það er orðið gott að búa í heiminum! Hvílíkt dáinds land er þessi Noregur! Svo vinalegt ríki og fallegt. Maður gleymir öllu braski við blettótta gamla frakka eða óskiljanlegar tungur. Það er svo hé- gómlegt í samanburði við augnabliksins gleði af því að fólk skuli vera ríkt og þess vegna vinalegt og fagurt. Hvað er nú þetta? Loftið ymur að lúðrum. Hvítir fánar hefjast og hníga á Stór- þingsgötunni eins og ölduföll. Túristarnir slitna upp frá iðum sínum og búðunum og streyma á vettvang. Ég fylgi. Hérna er eitt- hvað á ferð sem er hafið yfir venjulegan hvunndag. Er þetta kannski gamli guð- inn kominn að minna á tilveru s(na með himneskar hersveitir og píptól? Varla þó. „Hið ríðandi pólití", fer á undan fánaborginni. Pólitíin virðast í fyllsta máta jarðneskar ættar. Verulega spengilegir bjartleitir norsarar. Hinsvegar eru hestarnir guðakyns. Þeir eru eldlega jarpir glansandi á feldinn og logandi und- ir brún. Mjúkir vöðvar þeirra titra eins og hornahljómurinn í lotfinu. Þeir brokka ekki, heldur dansa, rétt teygja niður fæt- ur og tylla niður tá, til þess að sannfær- VIKAN 38. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.