Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 32

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 32
Avon shampoo gerir hár yðar silkimjúkt og auðvelt viðureignar Eruð þér ekki ánægð yfir þvi, að þér getið fengið Avon hárúðun til þess að halda hárinu snyrtilegu? Undraverður árangur næst ef þér notið eitthvað af hinum fjórum Hi-Light tegundum frá Avon. Allt í einu verður hár yðar mjúkt eins og sumarblær. Silkimjúkt. Viðráðanlegt. Hi-Light shampoo, Sheer Toucli eða Firm Touch hárúðun, eru aðeins þrjú af hinni sérstaklega góðu framleiðslu frá Avon. Þér eigið völ á öllum tegundum af snyrtivörum til að fegra og viðhalda húðinni hjá flestum snyrti- vöruverzlunum. Hvernig væri að kaupa Avon snyrtivörur strax í dag? HS AV on cosmetics LONDON ■ NEW YORK • MONTREAL Einkaumboð J. P. GUÐJÓNSSON H.F. Sími 11740, — Skúlagötu 26 — Box 1189. 4 (WiUPfoap Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú fórnar vinum þínum nokkru af tíma þínum og uppskerð ríkulegt þakklæti. Þér berast fjárupp- hæðir sem þú hafðir ekki gert ráð fyrir í bili. Verkum þínum mun miða mjög vel áfram. Var- astu ofát. Nautsmerkið (21. apríl — 21. mai): Framkomu þinni verður nokkuð áfátt undir sér- stökum kringumstæðum. Reyndu að gera það fyrir ættingja þína sem þeir ætlast til af þér. Þú verður fyrir smávegis óhappi á ferðalagi. Heillalitur er blár. mmmz Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Vinnufélagi þinn svíkst undan merkjum og sýnir töluvert kæruleysi sem kemur nokkuð hart niður á þér. Þú færð óvænta kaupuppbót sem þú notar á mjög skynsamlegan hátt. Heillatala er 5. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Gættu heilsu þinnar eins vel og þú hefur vit á. Erlend persóna kemur nokkuð við sögu þína, lík- legt er að þú þurfir að sjá um uppihald hennar að einhverju leyti. Fréttir er þú hefur lengi átt von á berast í vikulokin. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Þú færð kærkomið tækifæri til að ná þér niðri á ákveðinni persónu. Einn yfirmanna þinna sýnir þér verðskuldað traust og skaitu nota þér hagstæðan byr út í ystu æsar. Líkur eru á skemmtilegu ferða- lagi. . j Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Einhverjir erfiðleikar verað í sambandi við per- sónu sem þú hefur í þjónustu þinni. Þú gerir mjög góða verzlun sem yrði þó ennþá betri ef þú hefðir fleiri með í ráðum og ef til vill fleiri hluthafa. ' t. - Vogarmerkið (24. september — 23. október): Utanaðkomandi aðstæður valda því að þú verður að fresta ferðalagi um sinn. Þú færð sérstakt tæki- færi til að láta ljós þitt skína. Þú kynnist persónu sem þú dáir sérstaklega fyrir fagra framkomu. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember). Vertu fremur spar á ráðleggingar þínar, það er ekki víst að allir líti sömu augum á silfrið og þú, bíddu þar til þú verður beðinn ráða. Þú munt eiga mjög skemmtilegt kvöld með félögum þínum. ©Bogmannsmerkið 23. nóvembcr — 21. desember): Atvikin haga því svo til að þú verður potturinn og pannan í ákveðnum hópi. Notaðu þér vel tæki- færi sem þú færð til að ferðast og öll boð þar að lútandi þó ferðalögin eigi ekki að eiga sér stað fyrr en nokkru seinna. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Það er fremur dauflegt yfir einkalífinu og þú eyðir kvöldunum heima við verkefni sem þú verður að ieysa af hendi. Þrjár persónur verða þó til að halda þér félagsskap og varpa nýrri birtu á tilveruna. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Vinkona þín sem er snillingur í að lenda í vand- ræðum leitar nú enn einu sinni til þín. Persóna, sem þér er ekkert um gefið sýnir þér óþægilega mikinn áhuga. Þú rifjar upp gömul kynni við eldri mann. Fiskamerkið (20; febrúar — 20. marz): Þú tekur þátt í bralli með félögum þínum sem þið eigið eftir að súpa seyðið af síðar. Varastu að dvelja nokkuð að ráði fjarri heimili þínu. Þú verður fyrir alveg sérstöku happi á laugardag. BM u •iíÍAiÍi-Í g2 VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.