Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 26
HEILAGT HJÓNABAND Fyrir utan bíður bíllinn, og nú er förinni heit- þ ið til ljósmyndarans. Hjónavígslan er merkasti atburður ævinnar, og hvenær er tilefni til myndatöku, ef ekki þá? Og eftirkomandi kyn- slóðir hafa alltaf gaman af að sjá, hvernig afi og amma voru, þegar þau giftu sig. Athöfninni er lokið. Hjónaefnin eru orðin hjón, fyrir augliti guðs og manna. Brúðarmarsinn hljómar, og brúðhjónin ganga fram kirkjugólfið. Síðan koma nánustu ættingjarnir. <?¦ -O Svo er röðin komin að fjölskyldumyndinni. Við verðum að birta hana líka. Svo fer hún i fjölskyldual- búmið — enn ein heimildarmyndin fyrir eftirkomenduma. ý Þau ganga út úr kirkjunni. Þau eru hjón og ganga saman út í lífið, sem liggur frammi fyrir þcim, fagurt eins og júlídagurinn. Enginn veit, hvernig veður skipast á morgun, en birta góðu daganna lýsir skugga hinna skýjuðu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.