Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 7
krítarmola og merkir smábletti, sem síðan er klesst malbiki í og vegurinn þannig stagbættur eins og úrelt flík. Ég hefði aldrei trú- að því að svona vinnubrögð ættu eftir að sjást í þessu landi, og ég vona að einhver skammist sín duglega. Ferdinand. Bara að þeir kunni að skamm- ast sín, Feddi minn. FJÁRHAGUR TENGDAFORELDR- ANNA. Viltu nú gefa mér góð ráð, kæri Póstur, því ég veit hreint ekkert hvað ég á að gera. Ég er trúlof- uð yndislegum manni, og við ætl- um að gifta okkur núna í haust. Við höfum hugsað okkur að vinna bæði úti til að byrja með, á með- an við erum að koma heimilinu á laggirnar. Kærastinn minn er líka að læra og hefur því lítið kaup. En núna fyrir nokkru, þegar við vorum að ræða um fjármál- in og hvernig best væri að hafa hlutina, þá kom það í ljós að hann hefur alla tíð látið foreldra sína og fjölskyldu fá peninga. Foreldrar hans eru ekki vel stödd, en þau ættu að geta séð fyrir sér sjálf. Þau eru dálítið kæru- laus með peninga, og láta hverj- um degi nægja sína þjáningu. Þau eru því oft peningalítil og oft kaupir kærastinn minn skó eða föt á yngri systkini sín. Þetta ástand gerir mig dálítið kvíðna í sambandi við okkar fjármál í framtíðinni. Hvernig ætli fari t.d. ef ég verð ófrísk og verð að hætta að vinna? Það er útilokað að hann geti þá séð fyrir okkur jafnframt því að ausa peningum i fjöl- skyldu sína. Ég hef ekkert vilj- að segja um þetta við hann enn- þá, því ég er hrædd um að missa valdið á skipinu. Hann er líka þannig gerður að honum er illa við að ég sé að skipta mér of mikið af hans málum. Annars eru foreldrar hans prýðisfólk, en ég á oft erfitt með að skilja við- horf þeirra til fjármála. Geturðu nú ekki sagt mér hvernig ég á að fara að því að gera honum skiljanlegt að hann þurfi að hætta þessari fjárhags- aðstoð við þau eftir að við erum gift? Hoppaðu ekki yfir girðinguna, fyrr en þú kemur að henni. Ég á við að þú eigir ekki að hafa áhyggjur af þessu fyrr en það kemur í Ijós hvað hann sjálfur ætlar að gera. Það getur vel ver- ið, að hann hafi þegar ákveðið að hætta þessari fjárhagsaðstoð við fjölskyldu sína, og ef þú fær- ir að tala um það núna, mundir þú bara gera illt verra. Vertu heldur ánægð yfir því að eiga mann, sem er svona góður í sér og hjálpsamur. Þeir eiginleikar eru of sjaldgæfir og þeir eiga vafalaust eftir að verða þér dýr- mætir. Þú gætir gjarnan lagt tengdaforeldrum þínum það til lofs, að hafa alið upp svona góð- an dreng. Það er miklu meira virði en þótt þau hefðu nurlað saman peningum til þess að börn- in fengju einlivern arf eftir þau. ÓTRYGGUR EIGINMAÐUR. Kæri Póstur! Fyrir tveim árum síðan hélt maðurinn minn framhjá mér með annarri konu. Ég hélt þá að við værum bæði hamingjusím í hjónabandinu og þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þetta fékk svo mikið á mig að ég fór . frá honum. Hann þrábað mig um að koma aftur og sór og sárt við lagði að samband þeirra hefði aldrei geng- ið eins langt og ég hélt. En allt í einu núna fyrir skömmu, viður- kenndi hann það fyrir mér, og eftir það hefur hann ekki talað við mig eitt orð. Anna. Veistu hvað ég held? Ég lield, að þessi saga hafi verið þvæld fram og til baka milli ykkar aft- ur og aftur, þangað til hann missti þolinmæðina og viður- kenndi eitthvað, sem hann ávallt hefur álitið að ætti ekki að koma í dagsins ljós. Ég held að hann hafi rétt fyrir sér í því að þetta hafi ekki verið alvarlegt, því karlmenn hugsa og haga sér öðru- vísi í þeim efnum en kvenfólk. Þú átt á hættu að eyðileggja hjónaband þitt alveg, ef þú læt- ur þetta ekki gleymast. Ég hef grun um að hann hafi þegar sýnt meiri þolinmæði en flestir karl- menn mundu gera. Hugsaðu þig ekki um og hikaðu ekki augna- blik við að segja að þú skulir gleyma þessu öllu. Þá verður allt gott, — og passaðu svo að minn- ast aldrei á þetta framar. Nútíma kona notar Yardley fegrunarvörur fyrir yður Yardley fegrunarvörur eru fram- leiddar fyrir yður samkvæmt nýjustu tækni og vísindum, eftir margra ára rannsóknir og til- raunir í rannsóknarstofum Yardl- ey í London og New York. Yardley veit að þess er vænst af yður, sem nútíma konu, að þér lítið sem bezt út, án tillits til hvar þér eruð eða hvernig yður Kður. Þess vegna býður Yardley yður aðeins hin réttu andlitsvötn og krem, hvernig svo sem húð yðar er og Yardley tízkulitirnir í varalitum, augnskuggum og make up, sem fara yður bezt. BIÐJIÐ UM YARDLEY í NÝJUSTU PAKKNINGUNUM. Innflytjandi GLÓBUS h.f. VXKAN 38. tbl. J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.