Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 4
I Leikfélag Reykjavikur SjOLEIÐIN TIL BAGDAD 8 s*.» • efftír Jökui Jakobsson O Helgi — Steindór — GuSrún Ásmundsdóttir. Flaskan er ekki virkur þótttakandi í leiknum, en maður veit svona af henni bakatil. <0 Ges'ur Pá!sson syrgir glatað silfur en Brynjólfur Jóhannes- son gerir bara við gamla bílskrjóðinn sinn frá morgni til kvö'.ds en fer þá út — hvað sem það kostar! Sjóleiðin til Bagdad og það er ekki hægt að komast til Bagdad á sjó af því Bagdad liggur ekki að sjó heldur stendur langt uppi í landi! Ég vissi þetta svo sem ekki eða réttara sagt gerði mér enga rellu af því fyrr en táningurinn í hinu nýja leikriti Jökuls Jakobssonar gaukaði þessu að móður sinni und- ir lok; um það leyti sem áhorfand- anum er orðið Ijóst að sjóleiðin til Bagdad er ekki sú undankomu- smuga sem mennirnir geta flúið um frá örlögum sínum, örlögum sem kannski sjást ekki á yfirborð- inu en eru einskonar andlegur koll- hnís innandyra, sem breytir ekki þeirri staðreynd að stakketið úti hefur ekki verið málað svo áratug- um skiftir eða ný lúða er bezt soð- in í sjó. Sjóleiðin til Bagdad eftir Jökul Jakobsson, þriðja verk hans sem Leikfélag Reykjavikur setur á svið, er að mínu viti uppljóstrun á slík- um kollhnís, gráglettið. léttfyndið og tragískt á víxl, en þegar allt er komið í kring, situr allt svo þægi- lega í sínu fari, að afleiðingarnar, sem aldrei gleymast, sjást ekki á yf- irborðinu. Þetta er ekki leikdómur, aðeins ó- frumleg fílósófía, eftirþankar eftir að hafa fylgzt með einni æfingu á Sjóleiðinni til Bagdad. S.H. Ljósm.: Kristján Magnússon. ^ VIKAN 4S. tbl. <l Hann ætlaði til Ítalíu. Þar bar nú ekki skuggann á! En Sjóleiðin til Bagdad liggur upp í land . . .

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.