Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 27
á að prýða skrúðgarð bæjarins, þegar fram líða stundir. Trétröppur liggja niður í stór- grýtta fjöruna. — Eruð þið ekki hrædd um börn- in svona nálægt hafinu? — Aldrei. Þau eru alin upp við þetta og þekkja, hvað þeim ber að varast. Og það er stórkostlegt að hafa sjóinn við gluggann og sofna við nið hans. Brimhljóðið brýnir mann. Birgitte, fædd Spur, prestsdóttir frá Fjóni, ber fram kaffi og kökur. Ljósmyndarinn vill fá að taka mynd af þeim Sigurjóni, þar sem hann sitji og horfi á konu sína hella upp kaffinu. — Það væri ekki eðlilegt, segir Birgitte, hann sezt aldrei að kaffi- borði, gengur með bollann um gólf og hellir jafn miklu niður og upp í sig. — Og borða aldrei kökur, bætir Sigurjón við, og við getum ekki annað en vorkennt honum, þegar við brögðum á kökunum. Börnin renna á kökulyktina, Dag- ur, 6 ára, Freyr, 8 ára og Hlíf, 11 ára. Ólafur, sem er 12 ára, er í Laugunum. Heimili þessarar fjöl- skyldu er eins og hún sjálf, nota- legt, hlýlegt, laust við íburð, en fallegt. Þar kennir margra grasa, sem ekki sjást á öðrum heimilum, og ber flest vitni um hagleik hús- bóndans. Þar er m.a. hinn furðu- legasti stóll, sem ber þess greini- leg merki, að börnin hafa kunnað að meta hann, Sigurjón smíðaði hann eitt sinn úr rekaviði. Á gólf- inu og veggjum eru listaverk, á Börn Birgitte og Sigurjóns hafa við nóg aS una í kringum heimili sitt, f.v. Ólafur, Freyr, Dagur og Hlíf. einum veggnum eru galdrastafir og á milli þeirra lítil mynd, sem Sigur- jón málaði á 14. ári, Reykjanesfjall- garður, séður frá Eyrarbakka. — Eiga galdrastafirnir að halda burtu draugum? — Við verðum aldrei vör við drauga, enda á ég ekki von á þeim. Þó hef ég víst einu sinni séð draug. Ég hefði betur munað eftir því, þegar Þórbergur vildi láta okk- ur skrifa um fyrirburði í Iðnskólan- um. En ég mundi ekkert þá og varð bara að skálda. Sigurjón stekkur út á mitt gólf og hlær. Hann færist í frásagnarham, og börnin raða sér í kringum hann. — Það var vani minn, þegar ég var strákur, að ganga á fjöru eftir flóð, og áskotnaðist mér ýmislegt skemmtilegt ( þeim ferðum. Þá var um að gera að vera sá fyrsti á vettvang. Eitt sinn — ég var víst 11 ára — varð ég samferða öðrum strák, aðeins eldri, Kristinn hét hann. Þá komum við að bát, sem var að leggja af stað í veiðiferð, en það vantaði einn mann á bát- inn, sá svaf víst yfir sig þann dag- inn. — Nú, við Kristinn kepptumst um að komast ( ferðina ( stað þess, sem heima svaf, en formaðurinn var fjarska tregur, hélt, að foreldr- ar okkar yrðu ekki ánægðir. En á endanum leyfði hann eldri strákn- um að fara með. Ég hljóp heim al- veg öskuvondur og grét og skamm- aði mömmu, því mér fannst þetta allt henni að kenna, að hún skyldi ekki hafa látið mig fæðast fyrr. Ég grét alveg geysimikið, þegar ég var strákur, einu sinni m.a. í heilan dag, svo að ég var búin að gleyma um kvöldið hvers vegna ég hafði farið að skæla. Enda var ég kallaður skælubárður. — Og þú sem sagðir okkur, að þú hefðir aldrei grátið, þegar þú varst lítill, segir Freyr hneykslaður. Sigurjón lætur ekkert trufla sig. — En ég mátti þakka mínum sæla síðar um daginn, þegar bátur- inn fórst á leiðinni inn, og allir bátsverjar drukknuðu í sundinu. Við horfðum á það að heiman. Svo var það ári síðar, að ég fór í eina af mlnum fjöruferðum, vopn- aður priki til að róta í þaranum. Þá sá ég mann u.þ.b. 30 metra á undan mér, sem ég var auðvit- að ekki neitt ánægður með, því að ég vildi verða fyrstur á fjöruna. En í hvert skipti, sem ég ætlaði að hlaupa hann uppi og skjótast fram úr honum, greikkaði hann sporið og hélt sífellt sama bilinu á milli okkar. Að lokum hætti ég að gá að manninum og fór bara að róta ( fjörunni, og þegar ég leit upp skömmu síðar, var hann horfinn. Ég varð ákaflega undrandi, því að það var í rauninni ekki hægt að hverfa þarna. Svo hélt ég áfram að róta ( þaranum, og þá fann ég rekið lík, hræðilega illa farið, enda búið að velkjast í heilt ár í sjónum. Þetta var bátsmaðurinn, sem ekki vildi leyfa skælubárði með í veiði- Framhald á bls. 48. VIKAN 44. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.