Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 22
Þaö var nokkur þys viö dyrnar, þegar Madame de Montespan kom. — Sjáiö þér, hver er að koma, hvislaði Madame de Sevigné. Er hún eki stórkostleg? AÖ lokum hafa Versalir eignast raunverulega, konung- lega ástmær, á borö viö Gabrielle d’Estrées og Diane de Poitiers. Þær höfðu mikinn áhuga fyrir stjórnmálum og voru mæður allra lista. Þær voru kátar og örvandi, ástríður þeirra rétt undir yfirborðinu og ástar- hitinn nógur til að ráða yfir hvaða karlmanni sem var, jafnvel konungi. Við munum ganga í mót ljómandi dögum undir hennar stjórn. — Hversvegna vilduð þér þá fá mig i hennar stað? spurði Angelique. Madame de Sevigné faldi andlitið bak við blævænginn sinn. — Vegna bess, að ég vorkenni kónginum. Svo lokaði hún blævængnum og dró andann djúpt. Þér hafið allt, sem hún hefur, auk einhvers, sem hún mun aldrei eignast. Ef til vill er það einmitt það, sem gefur yöur þessa orku. Að minnsta kosti veikir það yður ekki. Tjaldið var dregið frá, meðan þær töluðu saman. Angelique tók lítið eftir leikritinu frarnan af. Hún var að hugsa um orð Madame de Sevigné. Vorkenndi kónginum? Hann virtist ekki kalla á vorkunnsemi. Hann vorkenndi engum, jafnvel ekki vesalings la Valliére, sem varð mjóslegnari, dapurlegri og fyrirgengilegri en nokkru sinni fyrr. Hvern- ig konungurinn hafði neytt hana til að koma fram sem afdankaða ástmær, til að vera viðstödd hverja mínútu af sigri eftirkomanda henn- ar, var næstum grimmdarlegt. Athénais yggldi sig opinberlega á hana. Angelique hafði heyrt hana hrópa: — Louise, festu hérna á mig háls- hnýtið. Konungurinn bíður eftir mér og ég er að verða of sein. Þetta var ruddaleg og kaldhæönisleg framkoma. Vesalings stúlkan hafði Ætti ég að fara til konungsins og þakka fyrir mig? hugsaði hún. Er ekki dónalegt, að láta sem maður taki ekki eftir öllu því, sem hann hefur gert fyrir mig? E’ða á ég að bíða, þangað til hann talar til mín? Hún lét þjónustustúlkurnar taka svarta kjólinn og fór i annan föl- gráan, bryddaðan með silki, sem virtist betur viðeigandi við kvöld- verðinn. Mademoiselle de Brienne kvaddi dyra hjá henni og var mjög æst. — Ég vissi að þessi gamli efnafræðingur myndi finna einhver ráð til að útvega yður skammel. Ó, gerið svo vel að segja mér, hvað ég verð að gera fyrir hann, til að fá hann til að gera eitthvað fyrir mig. Hvern- ig fór hann að því? Notaði hann stjörnurnar? Þurftuð þér að borða eitthvað af duftum frá honum? Voru þau hræðileg? Hún æddi fram og aftur um herbergið, svo æst, að hún rakst hvað eftir annað á og felldi húsgögn um koll. Angelique heppnaðist rétt að bjarga einni af ilmvatnsflöskunum sínum. Stúlkan virtist alveg utan við sig. — Verið róleg, sagði Angelique og yppti öxlum. —Hann á engan þátt í þessu. Ég kom hingað beint frá sveitasetri mínu. — Þá er það Malvoisin, sem hefur hjálpað yður. Þeir segja að hún sé mjög snjöll, mesta galdrakona allra tíma. En ég þori ekki að fara til hennar. Ég óttast að glata sál minni. En er engin önnur leið til að fá skammel? Segið mér, hvað lét hún yður gera? Er það satt, að þér hafið þurft að drepa nýfætt barn og drekka úr því blóðið? Eða gleypa brauðoblátu bakaða úr skít? I Framhaldssagan 17. ffrlufi eftir Sergeanne Golon hlýöin hjálpað henni. HvaÖ vonaðist hún til að vinna með slíkri auð- mýkt? Hélt hún, aö hún gæti endurvakið ást mannsins, sem ennþá átti hjarta hennar? Þaö var mjög ólíklegt. Hún virtist einnig skilja þaö, þvi orörómurinn sagöi, að hún hefði hvað eftir annað beðið kon- unginn aö leyfa henni að fara í klaustur, en konungurinn vildi ekki láta það eftir henni. Angelique hallaði sér að Madame de Sevigné. —Hversvegna vildi kommgurinn ekki leyfa la Valliére að yfirgefa hirðina? hvíslaði hún. Madame de Sevigné var farin að hlægja að Tartuffe. Hún virtist undrandi, er hún hvíslaði til baka: — Vegna de Montespan mark- greifa. Hann getur hvenær sem er skotið upp kollinum og haldið þvl fram, að barnið, sem kona hans ber undir brjóstum, sé hans sam- kvæmt lögum. Louise er einskonar leppur. Meðan hún er nærri, er mögulegt að halda þvi fram, að sambandið milli Madame de Montespan og konungsins sé aðeins ljótur orðrómur. Angelique kinkaöi kolli og tók að hugsa um sviðið. Moliére var sannarlega skemmtilegur, en allan tímann, sem leikritiö stóð, var Angelique aö velta þvi fyrir sér, hversvegna Solignac og heiðurs- mennimir, sem tilheyrðu reglu hins heilaga sakramentis, hefði séð rautt, þegar leikritiö var frumsýnt. Þeir hlytu að hafa ýmislegt ljótt og hræsnisfullt á samvizkunni, til að taka til sin ádeiluna, sem fólst i lágstéttarnáunga á borð við Tartuffe. Þaö var veraldarreynsla konungsins, sem kom í veg fyrir, að hann tæki leikinn jafn alvarlega. Hann vissi, aö ekki var ráðizt á hinn sanna anda kirkjunnar i þessu gamanleikriti, heldur á öfgmennina, sem eru gagnslausir bæöi fyrir guöi og mönnum. Konungurinn sem var vel kristinn, en heldur ekki meira, var fyrstur manna til að hlægja hjart- anlega aö þvi. Þaö var auðvelt aö fylgja fordæmi hans, en sumir hlógu aðeins með ööru munnvikinu. Orrustunni yfir Tartuffe var ekki lokið, en kon- ungurinn, Madame og Monsieur og jafnvel drottningin, voru réttu megin. ÞaÖ var klappað lengi, þegar leikritinu lauk. Angelique fann þjónustustúlkurnar sínar tvær, Thérese og Javotte, þar sem þær voru aö kveikja upp, uppi í ibúð hennar. „Frátekið handa" var ennþá á dyrunum. 22 VIKAN 44. tbL — Verið ekki svona heimsk. Þér þreytið mig. Ég hef ekkert haft sam- an að sælda við þá norn, að minnsta kosti ekki að því er lýtur að skamm- elinu. Konungurinn sýnir þeim sóma, sem hann óskar að heiðra af eigin fúsum vilja, og það eru engir galdrar á bak við það. Mademoiselle de Brienne beit á vörina og sat fast við sinn keip. — Það er ekki svona einfalt. Konungurinn er enginn aumingi. Það er ekki hægt að hafa áhrif á hann til að gera það sem hann ekki vill. Aðeins galdrar geta neytt hann til þess. Sjáið bara, hvað Madame de Montespan hefur getað. — Madame de Montespan hefur alltaf átt mjög auðvelt með að vefja karlmönnum um fingur sér. Það er ekkert göldrótt í því sam- bandi. — Hún getur ekki ráðið fram úr þessu með persneska ambassador- inn, hélt stúlkan áfram. — Það er farið að líta út sem hann muni snúa aftur til Persiu, án þess að konungurinn hafi tekið á móti honum. Og það væri hræðilegt reiðarslag. Angelique minntist nú bréfs Colberts. — Hvar er þessi Baktiari Bay? — I Suresnes, á sveitasetri Dionis. Hann er ánægður með tyrknesku böðin þar. Angelique ákvað að fara þangað. Hún myndi ná Þangað, ef hún færi snemma um morguninn og kæmi aftur eftir hádegiö. Hún vildi ekki, að konungurinn tæki eftir fjarvist hennar, þegar tími var kominn fyrir hans daglegu gönguferð í garðinum. Hún safnaði í flýti um sig fylgdarliði, sem í voru Malbrant, tveir þjónar hennar og ekillinn og síðan tók hún Flipot með sér til að fylla mælinn. Slíkt fylgdarlið myndi stækka hana í augum Persans. Fylgi- nautar hennar fjórir, í páskaliljugulum og bláum einkennisbúningun- um, riðu svörtum hestum. Sjálf sat hún jörpu hryssuna Ceres, sem hafði verið kembd þar til glampaði á hana. — Ég hef heyrt, að hann hafi komið með festi úr hundrað og sex perlum handa drottningunni og mola af lapis lazuli á stærö við dúfu- egg, sagði Flipot. Angelique leit tortryggnislega á hann. — Hafðu þína ókyrru fingur I vösunum, sagði hún. — Og reyndu að sitja almennilega í hnakknum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.