Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 34
Nú er það komið, VO-5 vinsælasta shampoo Bandaríkjanna, sem gerir hárið nákvæmlega eins og þér viljið hafa það. Stendur hárið venjulega út í loftið eftir þvottinn? Ekki lengur. Ekki með VO-5. Gerið VO-5 að yðar shampoo — og það verður barnaleikur að leggja hárið. VO-5 með 5 starfrænum efnum: 3, sem gera hárið hreint, glansandi og vellykt- andi. 2, sem gera hárið mjúkt og viðráð- anlegt — eins og þér viljið hafa það. BINKAUMBOÐ: J. P. GUÐJÓNSSON H.F. ■CAN Vér höfum ávallt fyrirliggjandi: LIN CAN Grænar baunir, LIN CAN Gulrætur, LIN CAN Blandað grænmeti, LIN CAN Bakaðar baunir, LIN CAN Þurrkaðar grænar baunir, LIN CAN Jarðarber. LIN CAN vörur fást í næstu búð. Heildsölubirgðir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120. -CAN Þegar til Reykjavíkur kom luku The Kinks allir upp einum munni um það, að þessum degi mundu þeir seint gleyma. Og ANGEIIOUE Framhald af bls. 23. — Hans hágöfgi biður yður að vera svo vænan að byrja upp á nýtt. — Byrja á hverju? — Aftökunni. — Það er ómögulegt, sagði lögregluforinginn. — Við höfum ekki annan fanga. Presturinn þýddi. Baktiari Bay benti á Persana fyrir aftan hann. — Hann segir, að þér eigið að taka einn af lifvörðum hans. Hann krefst þess. Hann segir, að ef þér hlýðið ekki, muni hann kæra yður fyrir konunginum, húsbónda yðar, sem muni láta hálshöggva yður. Þrátt fyrir kuldann spruttu svitadropar fram á enni Miremonts. — Hvað á ég að gera, faðir? Ég get ekki dæmt einn eða neinn til dauða. -— lÉg get sagt honum fyrir yðar hönd, að lög lands yðar forbjóði yður algjörlega að snerta eitt hár á' höfði útlendings, sama hver hann er, meðan hann er gestur þjóðar yðar. Við getum ekki lagt hendur á persnesku þrælana hans, jafnvel þótt hann krefjist þess. — Einmitt! 1 guðs nafni segðu honum þetta! Baktiari Bay brosti dauft, og lét sem hann sætti sig við mildi hinna frönsku laga, þótt hann gæti ekki fyllilega skilið þau. — Hver er tilgangurinn með heimsókn yðar, Madame? — Forvitni. Hinn háæruverðugi faðir brosti kaldhæðnislega. — Faðir, ég vona að þér séuð ekki að stinga upp á því að við pyndum og drepum saklausan mann, aðeins til að geðjast villimannlegum prinsi? — Nei, en ég verð að mótmæla ókurteisi, andúð og ruddaskap, sem Baktiari Bay hefur verið sýnd, siðan hann kom til Frakklands. Hann kom sem vinur, en það er mjög líklegt, að hann muni yfirgefa landið sem hatrammur óvinur, og gera Persakeisara um aldir andstæðan Frakklandi, og, það sem verra er, kirkjunni. Ef það skyldi gerast, munum við prestarnir, sem höfum tuttugu trúboðsstöðvar í Austur- löndum, aldrei geta boðað trúna. Þessi heimskupör munu tefja kristni- þróunina um aldir í þessum löndum, sem þurfa hennar svo mjög með. Getið þér nú skilið, hversvegna ég er svo mjög óþolinmóður ? — Ég verð að viðurkenna, að þér hafið mikið til yðar máls, faðir, sagði Miremont með þreytulegri rödd. — En hversvegna vill hann endilega meiri pyndingar? — Ambassadorinn hefur aldrei séð þessa pyndingaaðferð áður. Þegar hann fór í reiðtúrinn í morgun, rakst hann af tilviljun á aftökustaðinn og ákvað að taka með sér heim til Persiukeisara nákvæma lýsingu á þessum nýju aðferðum. Þessvegna er hann svo gramur yfir, að hafa misst af nokkrum hluta hennar. — Mér finnst hans hágöfgi mjög kærulaus, sagði Angelique og brosti. Persinn var aftur kominn á bak hesti sinum. Hann leit með undrun á hana. — Ég verð að segja að ég dáist að hugrekki hans, bætti Angelique við. Það varð þögn. — Hans hágöfgi er þrumulostinn, sagði Jesúítinn að lokum. — En hann veit, að konur eru stundum slyngari en karlmenn, og langar mjög til að vita, hvað þér getið kennt honum. Talið, Madame. — Hefur hans hágöfgi ekki dottið í hug, að Persíukeisari gaeti átt það til að misnota þessa nýju aðferð? Til dæmis gæti hann komizt að þeirri niðurstöðu, að þar sem þessi aðferð er svona ný og óþekkt þar í landi, væri hún aðeins sæmandi æðstu aðalsmönnum lands hans. Hann gæti fengið þá flugu i höfuðið að reyna hana aðeins á sínum æðstu trúnaðarvinum, sinum bezta þegni, eins og hans hágöfgi hér. Einkum og sér í lagi, ef sendiför hans fyrir keisara keisaranna verður ekki árangursrík.... Meðan Jesúítinn þýddi birti yfir ambassadornum. öllum til ánægju tók hann að brosa. — Fouzoul Khanoum! hrópaði hann. (Litla tíkin! Kvendjöfullinn!) Hann krosslagði hendur á brjósti og hneigði sig hvað eftir annað fyrir Angelique. — Hann segir að ráð yðar séu sæmandi Zaraþústra sjálfum. Hann segist falla frá þeirri hugmynd sinni, að gefa keisaranum skýrslu um þessa pyndingaaðferð. Land hans hefur nóg af góðum aðferðum eins og er. Og hann biður yður að koma með honum til dvalarstaðar hans og þiggja einhverja hressingu. Mohammed Baktiari Bay fór í broddi fylkingar. Allt I einu var hann ekkert annað en kurteisin og elskulegheitin. Meðan þau riðu, sló hann Angelique gullhamra og Angelique kom spánskt fyrir sjónir, að sjá þunnar varir Jesúítans Þýöa Þá, eins og hann væri að fara með bæn- irnar. sínar: — Hin milda gasella frá Kashan,.... rósin af Isfahan... og að lokum: — Lilja Versala. Þau komu fljótlega að staðnum, þar sem ambassadorinn beið eftir að halda formlega innreið sína í Versali og Pris. Þetta var yfirlætis- laust sveitasetur, umkringt garði og flötum, sem aðeins höfðu af að státa fáeinum ryðguðum styttum. Baktiari Bay bað afsökunar á þessum lágkúrulega dvalarstað, sem hann hafði valið vegna Þess að eigandinn hafði komið fyrir tyrkneskum böðum I húsinu, svo hann gat laugað sig þar samkvæmt Því sem trú hans bauð honum. Þau tíðindi, að húsin í Paris væru ekki búin þessum þæglndum, komu honum mjög á óvart. Þegar þau bar að garði, 'komu margir aðrir persneskir þjónar I ljós, ekki dró það úr ánægjunni, að þegar þeir komu að Hótel Borg, var ekki nokkur hræða fyrir ut- an! ★ og kóngurinn VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.