Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 25
FJðlSKYLDAN HEUEGVÆRI AOSUEFAST Kristín Halldórsdóttir ræðir við Sigurjón Ólaísson myndhöggvara Myndir: Kristján Magnússon <l íbúSarhús og vinnustofa Sigur- jóns standa alveg fram ó sjóvar- bakkanum. HúsiS, sem Ragnar ■ Smóra byggSi er lengst til vinstri. <<; Hjónin í Laugarneskamp 70 með þrjú af börnum sínum — só elzti var í Laugunum. F.v. Hlíf, Sig- urjón, Freyr, Dagur og Birgitte. Fríða Proppé, forseti, Einar Helgason, ritari. Sigurjón skellihlær og klórar sér á bakinu með hamrinum. — Varðstu ekki fyrir barðinu á almenningsálitinu, þegar þú lagðir fyrir þig höggmyndalist? — Ég varð ekki svo mikið fyrir því. En það varð Einar Jónsson, þess vegna varð hann svona sér- vitur. Nei, ég var útlærður málari, útskrifaðist úr Iðnskólanum árið 1928. Menn þóttust vissir um, að það mundi bjarga mér. — Hjá hverjum namstu listina? — Fyrst var ég nú að fikta við að mála. Var hjá Asgrími Jónssyni eftir fermingu. Það var ágætt, en svo varð Asgrímur ástfanginn, og þá fór ég að dunda hjá Einari Jónssyni við höggmyndaiist. En fjölskyldan hélt ég væri bara að slæpast, og þá fór ég í Iðnskólann. Svo var ég hospitant í kennaraskól- anum. — Hospitant? — Já, gekk þar um eins og grár köttur í tvo vetur, tók engin próf eða neitt. Aðalsteinn Sigmundsson vildi endilega, að ég lærði eitthvað framyfir barnaskólann. Aðalsteinn var öndvegis kennari, hafði alveg sérstakt lag á nemendum sínum. Og Sigurjón tekur hörkutaki á handlegg Ijósmyndarans til að sýna okkur, hvernig Aðalsteinn tók í ó- þekka nemendur. Það hefur aug- Ijós áhrif! — Hvenær sigldirðu svo? - 1928. Og 1931 fór ég til ítal- íu, var þar í hálft annað ár með vinnustofu í Róm. Sú var ekki af verra taginu, það óx pálmi beint í gegnum húsið. Svo baðaði ég mig í Ostia, sem er gamall hafnarbær Rómarborgar. Ég lifði fínu lífi, eyddi 8000 dönskum krónum yfir árið. Það var ekki lítið í þá daga. — Hvernig hafðirðu efni á því? — Oo, það voru styrkir og dót. Jón Krabbe var minn fjárhaldsmað- ur og sendi peninga eftir pöntun. Einstakur maður, Jón Krabbe, vel látinn af öllum, sem áttu við hann skipti, og þeir voru ekki svo fáir. Ég man sérstaklega, þegar ég heim- sótti hann í sendiráðið eitt sinn. Ég hafði ekki séð hann í 2 ár, en svo var ég illa stæður og ætlaði að slá hann. Hann tók mér eins og glötuðum syni, setti mig niður hjá sér og spjallaði um alla heima og geima, og á endanum fór ég, án þess að hafa mig í að minnast á peninga, kunni einhvern veginn ekki við það eftir þessar hjartan- legu viðtökur. En daginn eftir sendi hann mér bara tékka upp á 500 krónur! Hann hafði víst séð á mér sultarsvipinn. — Fékkstu ekki styrk úr Carls- bergsjóðnum? — Nei, ég var upp á kant við formanninn. Hann vildi endilega, að ég sækti um danskan ríkisborg- ararétt. Það kom ekki til mála. Samt er ég í bláu bókinni þeirra. Og Sigurjón stekkur út úr dyrun- um og kemur aftur með Kraks Blá Bog, sem hann hendir á hefilbekk- inn. — Hana, þar getið þið séð allt um billedhugger Olafsson. — Einu sinn var ungur lögreglu- þjónn, sem endilega vildi setja of- an í við mig, hann uppástóð, að ég þyrfti nýja bjöllu á hjólhestinn minn og dreif mig meðsérá lögreglustöð- ina, þar sem ég skyldi sektaður, helzt tvöfaldri sekt. En þar var þá maður, sem spurði, hvort ég væri ekki Olafsson myndhöggvari og dró fram Kraks Blá Bog, sem ég hafði þá ekki hugmynd um. Og úr því ég var í bókinni, mátti ekki sekta mig, en lögregluþjónninn fékk áminningu. Þá voru aðeins 2000 manns í bókinni, nú eru þeir um 7000. Við höldum áfram að spjalla um alla heima og geima, árin úti og árin heima, og leikurinn berst inn í gamla íbúðarhúsið hans Sigurjóns áfast vinnustofunni, þar sem hann dregur fram þykka bók, fulla af úr- klippum og myndum frá liðnum dögum. A einni myndinni er Sigurjón ungur með mikinn hestshaus í fang- inu. Við þykjumst kenna hestinn. — Já, þetta er nú hrossið á Kóngsins Nýjatorgi. Ég vann að því í þrjú ár að rétta það við. Þá var tekin af okkur kvikmynd. Það gerðu Astrid og Bjarne Hænning Jensen, sem fræg eru m.a. fyrir Ditte Menneskebarn og Pan. Þetta var ein af fyrstu myndum þeirra. Við staðnæmumst við Ijósmynd af brjóstmynd. Um hana fer Sigur- jón þýðum höndum. — Þessa afsteypu gerði ég at mömmu á einu síðdegi. Hún var skelfing taugaóstyrk. Vertu ekki að þessari vitleysu, sagði hún hvað eftir annað. Bíddu bara, þú átt eft- ir að lenda á safni, sagði ég, og síðar skrifaði hún mér út og bað mig blessaðan að láta þessa ómynd á safn. Hún hélt þá, að safn væri bara geymsla. En ég fékk m.a. Eckersbergpeninginn fyrir þetta verk, og honum fylgja styrkir þriðja hvert ár, og væri ég í Danmörku, mundi ég ennþá njóta þeirra. Og afsteypur hef ég gert nokkrar, ein er t.d. á Statens Museum í Kaup- mannahöfn. Sigurjón stikar um gólfið og hlær lengi að hugsun sinni, svo segir hann okkur hlátursefnið: — Einu sinni var frummyndinni stolið. Ég var þá búinn að láta taka tvær afsteypur af henni, en geymdi hana í hillu í skólanum, þar sem VIKAN 44. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.