Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 31
Husqvarna LÉTTIR HEIMILISSTÖFRIN RAFMAGNSPANNA m/hitastilli Gleðjiö HÚSMÖÐURINA VOFFLUJARN GefiS HUSQVARNA GUNNAR ÁSGEIRSSON H. F. Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200 — Þakka yður hjartanlega fyrir, það vildi ég gjarnan, svaraði Jean. Gegnum kjötkvörnina upp á tind- inn. Á næstu vikum datt henni oft í hug það sem Jack Harrison hafði sagt við hana, að Hollywood mundi renna henni í gegnum kjötkvörn. Hún varð að læra stepp-dans hjó kennara, sem var þrælslegasta ei- Kfðarvél, sem nokkur manneskja gat verið svo óheppin að rekast ó. Hana verkjaði í bakið, leggirnir voru eins og kvika, ef komið var við þá, og fæturnir voru ekki leng- ur hluti af henni sjálfri. Maginn á henni var kreistur og kraminn, meira en mögulegt var, til að þrýsta henni inn [ níðþröngt lífstykki. Hár- ið var þvegið, litað og lagað, og svo sett aftur í sitt upprunalega lag. Og í ofanálag fékk hún ekki nóg að borða. En hún hélt þetta út. Starfsfólk- ið í kvikmyndaverinu sagði henni, að það væri vel þess virði að þræla svona, árengurinn yrði eftir því, og þegar hún sá nafnið sitt glitra á skínandi Ijósaskiltum, fannst henni það jafnvel sjálfri. Brátt voru myndir hennar sýndar í hverri ein- ustu borg, um þvera og endilanga Ameríku. En jafn fljótt og Jean mokaði peningum inn, gat stjúpfaðirinn, Marino Bello, ausið þeim út. Hann keypti fín föt, glæsilegan bíl og skrautlegt heimili fyrir sjálfan sig, Jean og móður hennar. Jean kvartaði undan þessu, en Bello tók fram í fyrir henni: — Nú getur þú gefið mér tæki- færi, Jean. Ég hefi verið óheppinn, það viðurkenni ég, en ég hefi bæði smekk og dómgreind. Ég hefi gert móður þfna hamingjusama, máske getum við öll orðið hamingjusöm. Heimurinn tilbiður Jean Harlow. Það leið ekki á löngu þar til Jean hafði haslað sér völl sem „sex"-drottning Hollywoodborgar. Það var upphaf nýrrar stefnu — Harlow-dýrkunarinnar. Ungar stúlk- ur í Ameríku eru ávallt æstar í að apa allt eftir Hollywood, og þær fóru nú að lita hár sitt og greiða í Harlow stíl, nú var það það eina rétta að vera með gulhvítt hár eins og Jean Harlow. Jack Harrison og Paul Bern urðu fastir fylgisveinar hennar, tveir gjörólíkir menn. Harrison fór með hana á skemmti- staði, í veizlur, kenndi henni golf og reiðmennsku, og klukkutímum saman gat hann skvampað með henni [ sundlaugum. En það var líka gaman að vera með Paul Bern. Það veitti henni alvarlegri og dýpri gleði, en hún hafði nokkru sinni fundið fyrr. Hann fór með henni á listsýningar, skýrði myndirnar fyrir henni, fann bækur á bókasöfnum, sem hann ráðlagði henni að lesa, og á rólegum göngu- ferðum út í sveit, benti Bern henni á ýmsa hluti, sem Jean hafði aldrei vitað að væru til. Slúðurdálka-rithöfundar skrifuðu fleiri metra um þríhyrninginn Harri- son-Harlow-Bern. Á hverjum ein- asta morgi fékk þjóðin að vita með hverjum Jean hefði verið kvöldið áður. Og fólk gruflaði mikið út í það, hvenær og hvorn þeirra hún myndi að lokum velja. Everett Redman var einn af þeim sem hugsaði mikið um þetta. Ekki af umhyggju fyrir hamingju þeirra, heldur hvernig hægt væri að nota þetta sem bezt í auglýsingaskyni og græða sem mest á þvf. Hann gekk hreint ti! verks og kallaði Harrison inn til sín. — Þú ert ógiftur, sagði hann. — Hún er ógift. Þú ert stjarna. Hún er stjarna. Þið eruð eins og sköpuð hvort fyrir annað. Ég gef þér leyfi til að giftast henni . . . — Það var og, þetta var það eina sem á stóð, — ég var ekki viss um að þú myndir samþykkja ráða- haginn, sagði Harrison glettnislega. — Er nokkur sérstök ástæða fyrir því, að þú sýnir þetta göfuglyndi? Redman stökk upp, og sló hnef- anum í borðið. — Auðvitað! Það er alltaf ástæða fyrir öllu. Það er Paul Bern. Hann hefir hreinlega glatað glórunni hennar vegna. Hann getur ekki unnið, hann get- ur ekki hugsað. Hann situr og star- ir á myndina af henni, eða rjátlar um, eins og húsbóndalaus hundur. Ég hefi ekkert gagn af honum eins og er. — Hversvegna gefurðu honum þá ekki leyfi til að giftast henni? spurði Harrison. — Vegna þess, vinur minn, að hér er um að ræða kvikmynda- stjörnu sem hefir Kkama eins og Venus, barnssál, og eitthvað á- strfðufullt í tali og framkomu, sem hefir áhrif á umhverfið. Þú ert miklu frekar manngerð við hennar hæfi. . . — Þú ert óvenjulega notalegur, hvæsti Harrison. Redman klippti endann af digr- um havanavindli, og í gegnum þykk reykskýin horfði hann á Harri- son, og skýrði nánar fyrir honum hversvegna hann áliti að Harrison væri upplagður eiginmaður fyrir Harlow. — Við höfum víst nóg þras með þessar stelpur, þó Paul Bern fari ekki að ala þær upp, sagði hann. — Hann er meira að segja farinn að fá hana til að lesa bækur. — Þvílík frekja, sagði Harrison. — Já, hún les Ijóð upphátt! Hlu?t- ar á strokkvartetta! Bráðum fer hún líklega að leggja sér til Harvard- framburð og verður of ffn til að fara úr sloppnum, áður en hún stekkur upp í baðkerið og kyssir pípulagningamanninn . . . Harrison skellihló. Hann gat ekki verið alvarlegur lengur. Redman starði á hann og hristi ákaft ösk- una af vindlinum. Já, hlæðu bara, sagði hann. — En það skal ég segja þér, að þann dag sem Jean Harlow verður lady Harlow, er hún einskis virði fyrir okkur, við töpum allir. — Þú ert þó að minnsta kosti opinskár, sagði Harrison. — Þess utan veit ég að þú ert ekkert hrifinn af börnum. Það gæti sparað okkur sex mánuði, annað hvert ár. . . Redman reis upp. — Ég vil gjarnan vera svaramaður við brúðkaupið, sagði hann. — Þú hefir sannarlega unnið til þess, svaraði Harrison. — En nú er eftir að vita, hvort Jean er sam- mála þér. — Þú nærð alltaf í þá einu réttu í kvikmyndunum þínum. Ef þú þarft á hjálp að halda, geturðu fengið hana hjá einhverjum af handrita- höfundunum. Hjónaband og sorgarleikur. En Jack Harrison fékk ekki þá einu réttu í þetta sinn. Þrátt fyrir aðgerðir Redmans, makt hans og veldi og aðstoð rithöfunda hans, giftist Jean Harlow Paul Bern. Redman var ekki ánægður með þennan framgang málanna. Hann var óvanur að láta í minni pok- ann. Harrison var heldur ekki hrifinn af þessu. Þetta var ekki hollt fyrir heiður hans sem kvikmyndaelsk- huga, og svo var hann líka ást- fanginn af Jean Harlow. En Ameríka var ánægð. Amerí- kanar voru hrifnir af sKkum sam- VIKAN 44. tbl. 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.