Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 29
Jane Harlow
Framhald af bls. 15.
gegnum varnarmúrinn, sem var um
skrifstofu Redmans. Það var auð-
veldara að fá viðtal við forseta
Bandaríkjanna en Redman, nema
þegar um peninga var að ræða.
Landau sagði honum allt um
Jean, framtíðarmöguleika hennar
og kaupkröfu.
— Sextíu þúsund dollara! öskr-
aði Redman — Herra Landau, fyrir
sextíu þúsund dollara get ég keypt
allar dansmeyjarnar í Roxyleikhús-
inu. Já, ég gæti kannske keypt leik-
húsið líka fyrir það verð.
— Það er ekki ég sem ákvað
þetta kaup. Það hefir Manley gert.
— Hafið þér séð kvikmyndirnar
hennar?
— Eg hefi séð hana sjálfa, —
á leiksviði I New York.
Landau eygði þarna möguleika.
t — Jæja, svo þér höfðuð það mik-
inn áhuga?
— Ég fylgist mjög vel með öllu
sem skeður í þessari grein. Þess-
vegna veit ég nákvæmlega hvað
ég á að gera, — og hvað ég á að
varast.
Landau fór að missa öryggis-
kenndina. — Hún gerði lukku, sagði
hann hógværlega.
Redman hallaði sér aftur á bak
í stóinum.
— Við getum sett þetta dæmi
upp á sem einfaldastan hátt, herra
Landau. Við framleiðum kvikmynd-
ir til að gleðja milljónir manna,
ekki eingöngu í Ameríku, heldur
um allan heim. Við getum ekki
einskorðað okkur við þá sem vilja
sjá stúlku í þröngum kjól, og sem
segir ruddalega brandara.
— Þeir voru ekki svo ruddalegir,
maldaði Landau í móinn.
— Það var ekki langt frá því,
hélt Redman áfram. — Við fram-
leiðum f jölskyldumyndir, söngva-
myndir, grínmyndir, sögulegar
myndir, ævintýramyndir . . . Hann
benti á röð af verðlaunum fyrir
kvikmyndir, sem stóðu á arinhill-
unni. — Lítið á þetta! Engin þess-
ara verðlauna hafa verið veitt
stúlku fyrir það eitt að sýna sig
opinberlega í nærfötum einum . . .
Landau var hálf utan við sig, en
beið þegjandi eftir því að vita hvað
Redman gerði næst. Kvikmynda-
kóngurinn þrýsti á hnapp á skrif-
borðinu. — Sendið Bonnie Doon og
Pau! Bern inn til mín, sagði hann.
Svo sneri hann sér að Landau. —
Tímarnir breytazt, herra Landau, og
að vissu marki verðum við að fylgj-
ast með. Fröken Doon hlustar á
æðaslög fólksins fyrir mig. Herra
Bern er menntaður maður, með
góða dómgreind, en hann hefir
líka nef fyrir „show-business" . . .
Rennihurð opnaðist og fröken
Doon kom inn. Hún var falleg, ung
stúlka, mjög smekklega klædd, ró-
leg og ákveðin [ fasi.
— Fröken Doon, sagði Redman.
— Hvað lesa Ameríkanar í dag?
Fröken Doon hikaði ekki. — Saka-
málasögur, hlaðnar spennu og
„sex". Stríðsreyfara um ofbeldi og
„sex". Ævisögur, um sálfræði og
„sex" . . .
— Og hverskonar sjónleiki vill
fólk horfa á?
— Létt grínleikrit og söngleiki
með „sex".
— Haldið þér að „sex" eigi sér
framtíð í kvikmyndum?
— Það hefir alltaf verið þar, það
er bara reynt að klóra yfir það,
svaraði hún.
UNGFRU YNDISFRIÐ
býðbtí yður hið laudsþekkta
konfekt frá N Ó A.
HVAR E R ÖRKIN HANS NOA?
I>að cr alltaf sami lclknrinn l henni Vni-
ísfríð olckar. Hi'in hefur falið örkina hans
Néa cinhvers staðar i blaðinu og heitir
aSSnm verðlaunum'hanaa þeim, scm getur
fundið örkina. Vcrðlauuin oru stðt kon-
fcktkassi, fullur af hczta konfckti, og
framlciðandinn er auðvitað Stcigœtisgerð-
in N6i.
HelmiU
Örkin er & bls. <
Slðast Cr drcgið var hiaut verðlaunln:
Guðbjörn Björgúlfsson,
Hóteigsveg 1, Reykjavík.
Vinninganna má vitja í skrifstofu
Vikunnar. 44. tbi.
VIKAN 44. tbl.
29