Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 6
þingholtsstræti 3 slmi 11987 SIÐIR OG STUTTIR FJOLBREYTT ÚRVAL. Póstsendum. OLÍUDÆLUR ELDSNEYTISLOKAR TENGI við olíudælur DÝSUR og aðrir vara- hlutir HRÁOLÍU ogSMUROLÍU- SÍUR jafnan fyrirliggjandi. ALLAR VIÐGERÐIR OG STILLINGAR A OLÍUDÆLUM OG ELDSNEYTISLOKUM FRAMKVÆMDAR AF SÉRMENNTUÐUM FAGMÖNNUM OG MEÐ NÝJUSTU TÆKJUM. Einkaumboð á fslandi fyrir: Björn & Halídór h.f. SÍÐUMÚLA 9 Símar 36030 & 36930 « ' ALDREI OF MIKIÐ AF BLESSUNAR- ORÐUM. Kæri Póstur! Ég ætla að biðja þig um að skera úr í deilumáli, sem risið hefur milli mín og annarrar per- sónu, um það, hvort það sé bet- ur viðeigandi, að heilsa og kveðja persónu, sem maður talar við í fyrsta sinn, með orðunum „Sæll“ heldur en „Blessaður". Ég held því fram, að það skipti engu máli, hvort sagt er, en hinn að- ilinn heldur því fram, að seinni kveðjan sé fremur notuð meðal kunningja en ókunnugs fólks. Með fyrirfram þökk. S.G. P.S. í þessu tilfelli er ekki um þéringar að ræða. S.G. Ég held að það sé óhætt að segja „sæll og blessaður", því að góð vísa er sjaldan of oft kveðin, og ekki veitir af að biðja hverjum manni blessunar, á þessum síð- ustu og verstu tímum. LEIÐINLEGT HÁRLOS. Virðulegi Póstur! Um leið og ég þakka yður fyr- ir allt gamalt og gott, langar mig til að spyrja yður ráða í miklu vandamáli, sem hefur upp komið hér á heimilinu. Þannig er mál með vexti, að ég á hund, mömmu til mikillar armæðu, því hundurinn, sem er hvítur, hefur verið að fara úr hárunum í hartnær heilt ár og virðist ekkert lát á þessu hárlosi. Samt hef ég gefið honum víta- mínpillur (með appelsínubragði) sem innihalda bæði A-B og C vítamín, en ekkert gengur. Og þess vegna spyr ég, hátt- virti Póstur, vitið þér nokkurt ráð við hárlosi á hundum? Og svo ein alþýðleg. — Hvem- ig er skriftin? Með innilegu fyrirfram þakk- læti fyrir svörin. Yðar einlægur Dog-keeper. Kæra „Dog-keeper“! Ég ætla að hyrja á því að bjóða þér dós, vegna þess að ég finn svo innilega til með þér út af þessu hárafargani. Haltu áfram með að þræla í hundinn vítamín- um, sérstaklega B-vítamíni. Svo skaltu haða hann og bursta vel, en ef það hjálpar ekki er bezt að tala við dýralækni. Láttu okk- ur vita hveraig gengur. P.S. Skriftin er í bezta lagi. INNANHÚSSSKIPULAGNING. Vopnaf. 23. sept. 1965. Kæra Vika! Nú langar mig að spyrja þig spurninga, ég veit þú svarar eft- ir beztu getu. Er hægt að læra innanhúss skipulagningu á ís- landi? og þá hvar? og hvaða imd- irbúningsmenntun þarf ég að hafa? Beztu kveðjur og þakkir Ó.D. Innanhúss-skipulagnlngu er ekki hægt að læra á Islandi enn- þá. Það er eingöngu hægt að læra það fag erlendis. t Kaup- mannahöfn er t.d. Kunsth&nd- værkerskolen sem tekur nem- endur í því fagi, og í Stokkhólmi og víðar á Norðurlöndum eru samskonar skólar. Við vitum ekki til að sé krafizt sérstakrar undirbúningsmenntunar til að komast í slíka skóla. Svo er lilra innanhúss arkitektúr háskóla- nám, en þá þarf stúdentsmennt- un. ÁHUGI Á GOLFI. Blessaður Póstur! Þið þykist vita allt þarna hjá Vikimni svo mér datt í hug að spyrja ykkur að svolitlu. Ég var á skóla í Englandi síðastliðið sumar. Og þar á meðal margs annars lærði ég að spila golf og af því að þetta var bæði gaman og skemmtilegt ætlaði ég að halda áfram þegar ég kæmi heim. En heima þekki ég engan sem iðkar þessa list. Svo ég ætla að spyrja þig hvort að það sé ekki til einhver Golfklúbbur og hvar get ég náð sambandi við hann. Ég þakka þér svo fyrir allt gamalt og gott. ÞÆ0 t Reykjavik er starfandi Golf- klúbbur Reykjavikur, sem hefir golfvöll í Grafarholtslandi. Síma- númer er 14981, og þar er að öllum líkindum hægt að fá allar upplýsingar um starfsemi klúbbs- ins. TÓNLISTARUNNANDI (EKKIGÖMUL) Kæra Vika! f 37. tbl. var bréf í Póstinum um æðri tónlist en það var und- irritað „Nútíðin“. Það er auð- heyrt að hann hlustar ekki mik- ið á útvarpið fyrst hann hefur aðeins einu sinni hlýtt á dag- skrá vikunnar, nú annars er nú g VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.