Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 47
Kjólabreytingar með HekSi og pp|óni Gengið I búðir OSTASKERl Með þessum ostahníf er hægt að hafa þykkt sneiðanna eftir vild. Mörgum finnast sneiðar skornar með venjulegum ostahefli allt of þunnar, og ætti þetta áhald að ná vinsældum hjá þeim. Þetta er líka fallegur hlutur á matborði. Brettið er úr teak og hnífur- inn úr ryðfríu stáli og fylgja með strengir til að skipta, þegar þeir slitna, sem eru í. Kostar kr. 245.—. MELITTA-KAFFIKANNA Þetta er í rauninni sérstakir kaffipokar, sem hægt er aS nota viS hvernig könnu sem er. Hægt er aS fá könnu meS, annaShvort úr aluminíum, postulíni eSa eldföstu gleri (þær eru væntan- iegar á markaSinn, þegar þetta var skrifaS). Sú síðastnefnda er óneitanlega heppilegust, þar sem hægt er að halda henni heitri á volgri plötu. Annars má hella með þessum pokum beint á hitakönnur, þar sem kaffið helzt svo auðvitað heitt, eins og venjulega í slíkum könnum eða hitabrúsum. Postulínskönnurn- ar eru úr hvítu, þykku postulíni og fallegar á kaffiborð. En kost- imir við þannig poka eru margs konar, t.d. losnar maður við allan pokaþvott, og þeir sem sjaldan hella upp á þurfa ekki að hafa áhyggjur af „pokabragði" af kaffinu. Þetta er málmhulstur með götum, sem kaffivatnið rennur niður um, en áður en hellt er á, er litið þar til gert pappírsblað eða pappírspoki lagður á botn- inn. Öllum þessum pokahulstrum fylgja pakkar með 40 slíkum blöðum eða pokum, og hægt er að kaupa þá sér eftir hendinni. En þvi segi ég öllum þessum hulstrum, að þau eru til í ýmsum stærðum og gerðum. Algengust eru þau, sem látin eru ofan á Framhald á næstu síðu. Þið getið breytt gömlum fötum og skapað tilbreytni í nýjum með þvi að hekla eða prjóna kraga, ermalíningar o. fl. Hér að neðan eru myndir af nokkrum slík- um hugmyndum. Efst t.v. er hekluð breið líning framan á peysuermar eða jerseykjól, en t.h. er stór prjónaður kragi á kjól úr isaumuðu efni. Nota má hvaða heklu- eða prjónamunstur sem er, en garnið þarf að fara vel við efnið. Þar fyrir neðari t.v. er kragi heklaður og notaður við dragt, sömuleiðis falskar ermar, sem látnar eru koma niður undan dragtarermunum. T.h. er svo prjónað- ur kjóll eða bara kjóll úr hvaða efni sem er, kannske jerseyefni, en hann er með breiðum hekluðum pifum að neðan og framan á ermum. Stækkuð mynd af ermunum er neðst. VIKAN 44. tbl. 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.