Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 36
BALLETT ÆfingafatnaSur og ballettskór viS allra hæfi. - Póstsendum - Sími 1-30-76 Margar vandaSar tegundir nýkomnar. ENSKIR - HOLLENSKIR - DANSKIR Verð frá rúmum kr. 1900,00. Aldrei áður annað eins úrval. / Fatadeildin vopnaðir bjúgsverðum og rýtingum og á eftir þeim tveir Frakkar. Annar þeirra var með mjög háa hárkollu, sem bætti að nokkru leyti upp, hversu stuttur hann var frá náttúrunnar hendi. Þegar hann sá, að kona var meðal förunauta Baktiari Bays, sagði hann önugur í bragði: — Enn ein skækjan! Ég vona, faðir Richard, að þér haldið þessarri vændiskonu ekki lengi hér. Monsieur Dionis vill ógjarnan að hreinleiki húss hans spillist. — Ég sagði það ekki, mótmælti hinn Frakkinn. — Ég skil fullkomlega þörf hans hágöfgi fyrir einhverja afþreyingu. —- Uss! hnussaði sá litli. — Ef hans hágöfgi þarf á afþreyingu að halda, skulum við láta hann fara til Versala og leggja fram umburðarbréf sitt í staðinn fyrir að þumbast og þverskallast endalaust. Jesúitinn komst að lokum að til að kynna Angelique. Litli maðúrinn með hárkolluna roðnaði og fölnaði á vixl. —■ Fyrirgefið mér, Madame. Ég er Saint-Amen, aðalsáttasemjarinn, og konungurinn hefur falið mér það starf að leiða hans hágöfgi til hirð- arinnar. Fyrirgefið mér fljótfærnina. —• Það er óþarfi að nefna það, Monsieur de Saint-Amen. Ég skil mjög vel, að koma mín hefur komið yður úr jafnvægi. — Ó, Madame, mér er svo sannarlega vorkunn. Ég get ekki vanizt þessum villimönnum og lifnaðarháttum þeirra. Ég get ekki komið þeim í skilning um, að þeir þurfi að flýta sér. Jafnvel þótt faðir Richard sé Frakki, og þar að auki prestur, gerir hann ekkert til að hjálpa. Sjáið bara, hvað hann glottir slóttuglega þarna.... — Mér er ekki mikið gagn að yður heldur, svaraði Jesúítinn fyrir sig. — Þér eruð stjórnmálamaður og sáttasemjari að atvinnu, og hvers- vegna getið þér ekki komið fram samkvæmt þvi? Ég er aðeins túlkur. Ég er í fylgdarliði hans hágöfgi vegna sérlegrar útnefningar, og þér getið þakkað heillastjörnu yðar, að ég skuli vera það. —- Við Þjónum báðir sama málstað, faðir, báðir erum við þegnar Frakklandskonungs. — Þér gleymið, að ég er fyrst og fremst Þjónn guðs. — Þér eigið við Rómar. Allir vita, að þér og skoðanabræður yðar takið páfann fram yfir konunginn. Angelique heyrði ekki framhaldið af deilunum, því Baktiari Bay þreif um úlnlið hennar og dró hana inn í húsið. Þau fóru í gegnum anddyri, sem skreytt var með mosaikmyndum og inn í annað herbergi, og þjónalið þeirra fylgdi. Ambassadorinn var ennþá með hina ómissandi tyrknesku pipu, sem snarkaði og gaf frá sér reykjarmekki. Augu Flipots voru eins og undirskálar, þegar hann horfði á rikmannleg veggteppin og skúfskreyttar sessurnar, með glitrandi, mjúkri áferð. Húsgögnin úr dýrmætum viði ásamt vösum og bikörum úr bláum leir fullmynduðu húsbúnaðinn. Ambassadorinn settist niður með krosslagða fætur og benti Angelique að fá sér sæti. — Er það venja í Frakklandi, sagði hann, — að rífast frammi fyrir þjónum sínum? Franskan hans var stirð, en framburðurinn Ijómandi. — Yðar hágöfgi talar mál okkar mjög vel. — Ég hef ekkert heyrt annað núna í tvo mánuði — nógur timi til að læra það. Sérstaklega hef ég lært, hvernig koma skal illa fram á þéssu máli.... og vera móðgandi. Mér þykir það leitt. Ég hefði viljað tala um aðra hluti við yður. Angelique hló. Baktiari Bay starði á hana. — Hlátur yðar er eins og lind á eyðimörk. Svo þögnuðu þau bæði, eins og þau hefðu gert sig sek um eitthvað, sem ekki mátti, þegar presturinn og Saint-Amen komu til þeirra, hvor tortrygginn á sinn hátt. Hans hágöfgi tók ekki eftir tortryggni þeirra. Hann tók aftur til máls á persnesku og bað um létta hressingu. Þjónar hans komu í ljós með silfurslegna bakka, og helltu rjúkandi vökva í lítil kristalsglös. Þetta var svartur vökvi og hafði framandi lykt. — Hvað er þetta? spurði Angelique dálítið forvitin, áður en hún bar glasið að vörum sér. Saint-Amen gleypti innihaldið úr sínu glasi og gretti sig hræðilega, áður en hann svaraði: — Kaffi. Að minnsta kosti er það kallað kaffi. Ég hef orðið að gleypa þetta í mig í tíu daga og ég vona að Baktiari Bay fari að endurgjalda mér kurteisina með því að stíga inn í vagn og koma til Versala. Ég er orðinn taugaveiklaður á þessu stríði. Angelique vissi nú, að ambassadorinn skildi frönsku og varð vand- ræðaleg yfir ræðu Saint-Amen. En Baktiari Bay sýndi þess engin merki að hann væri móðgaður. Hann benti henni á kristalsglösin og sérkennilegar postulínskrukkur og faðir Richard útskýrði: — Þetta er frá dögum Daríusar konungs. Leyndarmálið um, hvernig hægt er að ná þessarri gljáandi áferð, er glatað. Flestar hinar fornu halla í Ispahan eru lagðar slíku postulíni og yfir þúsund ára gamlar en hinar nýrri eru ekki eins fagrar. Sama er að segja um gull og silfur- munina, sem eru svo mjög Þekktir. — Ef hans hágöfgi er svo hrifinn af list, myndi hann verða mjög ánægður með heimsókn til Versala, sagði Angelique. — Konungur okkar hefur íburðarmikinn smekk og hrannar um sig fallegum hlutum. Það var eins og þetta hefði áhrif á ambassadorinn. Hann spurði nokkurra spurninga. Angelique svaraði eftir beztu getu og lýsti stóru höllinni, sem glitraði af gulli, speglum og hverskyns listaverkum, að ógleymdri silfurmunalistinni, sem ekki átti sinn líka í heiminum. Ambassadorinn varð stöðugt meir undrandi. Gegnum föður Richard ávítaði hann Saint-Amen fyrir að hafa ekki sagt honum frá öllum þessum Ijóma. — Hverju máli skiptir það? Mikilleikur Frakklandskonungs verður ekki mældur í íburði umhverfis hann, heldur eftir frægð hans. Allt annað er aðeins glingur, sem ekki getur haft áhrif á annað en ó- þroskaðar sálir. — Af stjórnarerindreka að vera, eruð þér furðu gleyminn á að þér eigið við Austurlandabúa, sagði Jesúítinn þurrlega. —Að minnsta kosti er öruggt mál, að þessi kona hefur gert meira fyrir Frakkland á klukkutíma, en yður hefur heppnazt á heilum tíu dögum. — Einmitt! Binmitt! Ef þér, sem klerkur, eruð svona vel heima í kvennabúrasiðum, fæ ég ekki séð, hvernig ég, maður með sjálfsvirð- ingu, get svarað yður. Ég leyfi mér hér með að hverfa. Þar með fór Saint-Amen. Presturinn fylgdi honum eftir. Mohammed Baktiari Bay brosti breiðu brosi, svo hvítar tennur hans ljómuðu eins og ljóst ör í dökku andlitinu. gg VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.