Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 32

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 32
Nútíma kona notar Yardley fegrunarvörur Yardley fegrunarvörur eru fram- leiddar fyrir yður samkvæmt nýjustu tækni og vísindum, eftir margra óra rannsóknir og til- raunir í rannsóknarstofum Yardl- ey í London og New York. Yardley veit að þess er vænst af yður, sem nútíma konu, að þér lítið sem bezt út, ón tillits til hvar þér eruð eða hvernig yður líður. Þess vegna býður Yardley yður aðeins hin réttu andlitsvötn og krem, hvernig svo sem húð yðar er og Yardley tízkulitirnir í vatalitum, augnskuggum og make up, sem fara yður bezt. BIÐJIÐ UM YARDLEY í NÝJUSTU PAKKNINGUNUM. Innflytjandi GLÓBUS h.f. tl * ’nupnar Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Jlrútsmerkið (21. marz — 20. aprí)): Það verður fremur rómantískt andrúmsloft sem ræður í einkalífinu þessa vikuna og á það eins við um þá sem eru harðgiftir og þá sem ólofaðir eru. Nokkrar líkur eru á þvi að þú hafnir smávegis fjárhagslegum ábata. Nautsmerkið (21. apríl — 21. mai): Nokkrar óveðursblikur eru á lofti. Þú ættir að forðast allar rökræður og stælur, þótt þér finnist hallað á rétt þinn. Notaðu eitthvert kvöldið til kunningjaheimsóknar, hað hressir þig upp. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú hefur í huga nokkrar breytingar á högum þín- um, en að svo komnu máli ættirðu að hika svo- lítið og litast betur um. Þú færð gott tilboð í hlut sem þú átt. Þú leitar ráða hjá vini þínum. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí); Þú færð góða aðstoð fiá ungum meðlimum innan fjölskyldu þinnar, en það mun einnig verða ákveð- inn aðili sem tefur mikið fyrir þér. Kannaðu mögu- leikana á því að fara í ferðalag yfir helgina. eLjónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Þú eyðir miklum tíma í að hjálpa öðrum og upp- skerð laun sem þú ert í aðra rönd ánægður með, en verður fremur lítið úr. Mál sem þú hélzt að væri út af dagskrá tekur á sig nýja mynd og get- ur orðið mikil harka úr öllu saman. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú verður eitthvað upp á kant við tilveruna og sérstaklega munu vinnufélagar þínir fara í taug- arnar á þér. Þú verður að taka að þér margbrot- ið og vanþakklátt verkefni vegna forfalla ein- hvers. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þér verður mun meira úr fjármunum þínum en þú hafðir þorað að vona. Kunningi þinn tekur þig með sér í stutt, en mjög skemmtilegt ferðalag. Þú kynnist nýju fólki. Heillatala er fjórir. Drckamerkið (24. október — 22. nóvember). Það verður margt um að vera og mikið hugsað þessa dagana. Láttu ekki aðra hugsa fyrir þig reyndu að mynda þér þínar eigin skoðanir á mönn- um og málefnum. Þú slæst í félagsskap íþrótta- fólks. ©Bogmannsmerkið 23. nóvember — 21. desember): Þú ert ekkert ánægður með tilveruna og hefur það á tilfinningunni að þú lifir of einangraður frá um- heiminum. Hristu þetta þunglyndiskast af þér með því að kikja inn hjá kunningjum cða hafa sam- band við þá á annan hátt. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þeir tímar sem nú fara í hönd eru mjög vel falln- ir til þess að auka andagiftina eða þroska einhverja ákveðna hæfileika með sér. Reyndu að smita kunn- ingja þína af góðri hugmynd sem þú færð. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú tekur nú loksins til starfa við verkefni sem þú hefur undirbúið af mjög mikilli kostgæfni. Gættu þess að fara varlega að öllu í samskiptum þínum við aðra. Maður nokkur gerir þér smágreiða. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Það er eins og vissir hlutir í eigu þinni reynist þér alltaf jafnilla, hversu oft sem þú skiptir um. Reyndu að læra eitthvað af reynslunni og svo er þér líka al- veg óhætt að þiggja ráð annarra. g2 VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.