Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 9
Bílappófun Vikunnar Peugeot 204 Fyrir einhverja undarlega tilviljun eru Peugeot bifreiðar lítið þekktar hér á landi fyrr en nú á síðari ár- um, og má það teljast skrýtið, því hér höfum við yfirleitt fengið ein- hvern slatta af öllu en ekki mikið af neinu, en helzt hafa þó beztu tegundir flutzt inn svo nokkru nemi. Nú er ekki hægt að kenna því um, að Peugeot sé svo nýr, því verk- smiðjurnar eru einhverjar þær elztu í álfunni. En Peugeot 204 er glænýr bíll. ' Hann er meira að segja sérkenni- legur í útliti, lágur, langur fram en stuttur aftur. Að innan er hann nýtízkulegur og laglegur, og marg- ir verða hissa þegar þeir gægjast undir vélarlokið. Þar er 58 ha. vél, og snýr þversum. Sé skyggnzt nið- ur með henni, sjá kunnugir fljót- lega, að farkosturinn er með fram- hjóladrifi. Þetta er fyrsti bíllinn, sem ég hef fengið að prófa nokkuð vel, þar sem ég hafði hann í 5 og hálf- an dag. Eg notaði hann eins og algengast er, milli húsa í Reykja- vík; til að snatta með drasl á mel- um og móum í kring um sumar- bústaði, — eins og gengur og ger- ist; — og fór í þokkalegt ferðalag austur fyrir fjall. Ég ók alls 586 km. og eyddi til þess 57,3 lítrum of bensíni, sem gerir 9,9 Ktra með- aleyðslu á 100 kflómetra, þar af fóru 23,2 I. í innanbæjarsnattið (200 km.), sem gerir meðaleyðslu í því 11,6 lítra á hundraðið, en af- gangurinn, 386 km, var farinn í langakstri á krókóttum og mishæð- óttum sveitavegi. Þar fóru 34,1 lítri, sem gefur meðaleyðsluna 8,8. Það skal tekið fram í þessu sambandi, að ekki var ekið með sparneytni í huga né farið eftir upplýsingum framleiðenda um ódýrast aksturs- lag, heldur aðeins eftir því, hvernig mér fannst koma mest út úr hæfi- leikum bílsins og orku, þannig að hann væri sem skemmtilegastur í akstri. Enda er bensíneyðsla ekki afgerandi þáttur í rekstri bíls,- frem- ur atriði, sem maður tekur eftir sér til gamans. Innanbæjar er hann lipur f snún- ingum, leggur vel á af framhjóla- drifsbíl að vera, léttur í vöfum og fljótur að ná upp ferð. Bremsurn- ar eru léttar og vinna mjög vel. Helzt mætti að honum finna f inn- anbæjarakstri, að hann er dálítið stífur í fyrsta gír, þótt al-samstillt- ur sé, en þar kemur nokkuð á móti, að ekki þarf að setja í fyrsta nema til að taka af stað, nema ef um- ferð er mjög silaleg eða farið er upp bratta. Hann. er einmitt mjög sveigjanlegur (flexible) í öllum gír- um, þótt skemmtilegust orkunýting komi að sjálfsögðu út úr því að nota gfrana verulega. Skiftingin er á stýrisstönginni og nokkuð góð, — væri skemmtilegri í gólfinu. Þú byrjar daginn með því að stíga upp í Peugeot 204 þar sem hann hefur beðið þín úti á götunni yfr nóttina. Það er sama hvorum megin þú kemur að honum,- hann er með skráargati á báðum fram- hurðunum. En hann er mjög lágur og þú þarft svolítið að beita lagi í fyrstu til að renna þér inn og ofan í hann, en það veldur engum óþæg- indum að framan. Það er heldur lakara þegar fara skal f aftursæt- ið, því hurðirnar að aftan opnast tæpast nógu vel, miðað við hve lágur bfllinn er. En þegar inn er komið — og það þarf ekki annað en að kippa laus- lega í hurðirnar svo þær séu traust- lega lokaðar, — furðar þig á, hve mikið rúm er í svona fyrirferðar- litlum bíl, hvort heldur er aftur í eða frammi í. Að vfsu er heldur þröngt um þrjá í aftursætinu, enda er þetta upprunalega fjögra manna bíll, þótt hann sé skráður hér fyrir fimm. Fótarúmið er hins vegarfurðu gott, jafnvel þótt þrfr séu aftur f, og ég tala nú ekki um frammi í. Sætin eru afbragð, ökumanns- sætið heldur mjög vel við mjóhrygg og læri, nema hvað sessan er ef til vill óþarflega mjúk. ( sambandi við sætin vil ég taka það fram, að þetta er eini bíllinn, sem ég hef enn sem komið er ekið næstum heilan dag samfleytt, án þess að finna fyrir þreytu f bakinu. Nú ert þú setzt/ur undir stýrið, og Ifklega með lykilinn í hægri hendi, síðan þú varst að opna dyrn- ar með honum. En nú verðurðu að færa hann milli handa, þvf kveikju- og stýrislásinn og startarinn, en það er nllt f einu stykki, er vinstra megin við stýrisstöngina. Þessu atr- iði vandist ég ekki þann tíma, sem ég hafði bílinn til umráða. En hvað um það, í annarri eða þriðju til- raun hefur venjulegur óörvhentur maður af að pota lyklinum í gatið og snúa upp á. En af því að bfll- inn er kaldur verðurðu að seilast með hinni f innsogið, sem er hægra megin við mitt mælaborð, en engan veginn of langt f burtu, og nú þýtur Peugeot 204 auðveldlega í gang. En þú verður að hafa innsogið á, þar til hann er orðinn heitur. Og það er ekkert í mælaborðinu, sem segir til um hvenær þvf er náð, fyrr en fer að sjóða á honum, þá kviknar rautt Ijós. En þá getur hann allt eins verið hættur að smyrja, svo þú verður að velja á milli þessara tveggja orsaka. Mér þykir verksmiðjurnar teknar að færa sig upp á skaftið með Ijósa- ganginn, og þetta er Ijóður á ráði Peugeot. Sem hann er þó engan- veginn einn um. En hann er drjúg- langan tíma að ná eðlilegum vinnu- hita, — líklega í kring um fimm kílómetra í innanbæjarakstri, og kokar á meðan á hverjum gatna- mótum, nema þú hafir höndina á innsoginu og stillir hverju sinni. (Reynslubíllinn var með nýstilltum mótor, en þetta hlýtur að vera ein- hver stillingargalli í þessum eina bfl, því Peugeot 204 er eins og hans bræður með rafsegulviftu, sem ekki snýst nema þegar hita- stilli á vélinni þykir þurfa. Það þýðir, að viftukæling hefst ekki, fyrr en vélin hefur náð heldur meira en eðlilegum vinnuhita, og á þetta að tryggja að vélin hitni sem fyrst). Fyrstu kílómetrana hættir þér kannski til að taka í Ijósarofann f staðinn fyrir stefnuljósarofann, því stefnuljósarofinn á Peugeot 204 er hægra megin, milli stýris- og gír- stangar. Fyrst í stað virðist honum illa fyrir komið þarna, en þegar leið á reynslutímann var ég stein- hættur að ruglast og fyrst eftir hætti mér til að káfa eftir rofanum þarna á bílum, sem höfðu hann hinum megin. En ef þú hefur tekið tímann, kemstu að raun um, að þú ert á undraskömmum tíma kominn í áfangastað, án þess að þú hafir ekið nokkuð gassalega. Því þú get- ur alls staðar smeygt þessum litla, lipra bíl, og þótt þú þurfir annað slagið að stanza alveg eða þvf sem næst, er hann undir eins kom- inn á góðan hraða aftur. Oft vill koma móða innan á gluggana, þegar fólk kemur inn f bíl, en miðstöðin í Peugeot 204 er aflmikil og hreinsar vel af. Þó getur nokkur móða setzt á afturgluggann, enda eru fáir bílar útbúnir með blástur á afturrúðu. Hins vegar blæs miðstöðin vel afturí og það er auðvelt að stilla hana. En viljir þú Framhald á bls. 37. ....—............. I VIKAN 44. tbl. Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.