Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 10
 Hann greip slökkvitæki á veggnum og hóf það á loft með báðum höndum. Svo sló hann hiklaust í höfuðið á maninum, sem sat kiofvega á Spencer. Vitfirringurinn stundi, féll til hliðar og lá svo hreyfingarlaus. FRAMHALDS- SAGAN 7. HLUTI EFTIR JOHN CASTLER - ARTHUR HAILEY MYNDSKREYTING: THORD NYGREN Flug 714 beindi nefinu niður á við. Mótorarnir hertu á sér, þegar loftmótstaðan minnkaði. Janetfann, að vélin hnykktist til vinstri. Fyrir aftan hana veltust George og vit- firringurinn um á gólfinu. Hún flýtti sér upp úr sætinu og renndi sér nið- ur á flugstjórasætið. Rödd Turners glumdi í hátalaranum. — Hvað er nú að gerast? Hvað eruð þið að gera? Halló 714! Gerið svo vel að svara! En Janet hafði annað að gera. Hún minnkaði bensíngjöfina, en vélarnefið hélt áfram að sveiflast upp og niður. Þetta var eins og að aka í „rutschebahn". Örvæntingin greip hana og lamaði. Hún starði niður fyrir sig og jörðin lá á hlið- inni. Svo beygði hún sig fram og greip með örvæntingu í sjálfstýring- una og togaði í. Það heyrðist dauf- ur smellur, þegar sjálfstýritækin skullu í samband. Og næstum ( sömu andrá hætti flug 714 að ausa og prjóna eins og fælinn hestur og flaug beint og þægilega áfram. Allt þetta gerðist á nokkrum sek- úndum. Nú var dyrunum aftur svipt upp og Fellman stóð í dyrunum. Hann sá undir eins, hvað var að gerast. Hann greip slökkvitæki á veggnum og hóf það á loft með báðum höndum. Svo sló hann hik- laust í höfuðið á manninum, sem sat klofvega á Spencer. Vitfirring- urinn stundi, féll til hliðar og lá svo hreyfingarlaus. Marinn og aumur reis George upp á hnén. Hann horfðist í augu við Fellman. — Eru fléiri svona þarna frammi? muldraði hann. Fellman hjálpaði honum á fætur. — Ég held ekki, Spencer! Mér þykir fyrir þessu! Þetta er mér að kenna. Ég hefði átt að gefa þessum náunga deyfandi sprautu fyrir löngu. Nú á ég ekkert róandi eftir. Hann er verri en þeir, sem raun- verulega eru veikir . . . A sinn hátt. Hann hefur fengið taugaáfall. — Ég líka, muldraði George og nuddaði á sér ennið. Hann sneri sér við: — Hvernig ferðu að þessu, Janet? Flugvélin gengur eins og eftir spori. — Sjálfstýringin, svaraði Janet stuttaralega. Hún sat grafkyrr og horfði beint framfyrir sig. Enginn þeirra þriggja skeytti hót um rödd Turners í hátalaranum. — Eg skal sjá um, að þið slepp- ið við óþægindi af þessum hérna hér eftir, sagði Fellman og benti með fætinum á manninn sem lá á gólfinu. — Þakka yður fyrir. Óþægindi er afskaplega hógvært orð, svaraði George. Hann leit fast á lækninn: — Takið þér alltaf svona vægt til orða, læknir? Hinn hló og hristi höfuðið. — Nei, 'ekki alltaf. — Mér þætti gaman að vita, hvað þarf til að koma yður úr jafn- vægi. Ég er viss um, að þegar við hröpum . . . einmitt þegar við stefn- um be'int niður.. . takið þér upp vindil og kveikið í honum. Hef ég ekki rétt fyrir mér? — Nei. Við hröpum ekki, Spenc- erl JQ VIKAN 44. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.