Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 16
■O í þróunarlöndunum cr konan víðast
álitin óæðri vera. í löndum, sem játa
múhameSstrú er henni skylda að bera
blæju svo aðcins augun sjást. Persónu-
frelsi og einstaklingshæfileikar hennar er
hvort tveggja fótum troðið.
Myndin sýnir fulikomnasta
veiðiútbúnað fiskimann-
anna umhverfis vatnið Ala-
otra, sem er stærsta stöðu-
vatn Madagaskar — ein-
búans í Indlandshafi. Þarna
eru um 1500 fiskimenn og þeim
tekst að landa um 4000 tonnum
af fiski yfir órið — fjögurþúsund
tonnum.
Samtals framfleyta þeir um 10 þús-
und manns.
En á Madagaskar er skortur. Eink-
um skortir fólk í þurrari héruðum
landsins protein, og protein er í
fiski. Fiski sem þeir við Alaotra
veiða ó bómullarfæri eða í bómull-
arnet, sem grotna niður í höndunum
ó þeim og jafnvel hraðar en bót-
arnir þeirra, eintrjáningar holaðir
úr meyrum viði, eyðileggjast.
Það er til að færa þessum mönn-
um sómasamlegar fleytur og sterk
veiðarfæri, sem framlag þitt, les-
andi góður, rennur. Sá hlutur, sem
þú leggur fram í herferð gegn
hungri, stuðlar að því að fiskimenn-
irnir við Alaotra geti sótt gull i
greipar vatnsins og aflað fæðu
handa íbúum eyjarinnar í Indlands-
hafi, eyjarinnar, sem varð lýðveldi
14 árum á eftir eyjunni í Norður-
höfum, einbúanum í Atlantshafi —
ekki í þúsundum tonna á ári, held-
ur hundruðum þúsunda. Því nógur
er fiskurinn. Það þarf aðeins að
sækja hann.
-O Skynsamleg vélvæðing landbúnaSar-
ins er eitt þeirra vandamála, sem þróun-
arlöndin hafa við að stríða. Þau þurfa
einnig tilsögn í meðferð búpenings, það
þarf að kenna þeim hreinlæti og að berj-
ast við dýrasjúkdóma.
-O í ótrúlega miklum hluta heims byggist akuryrkja enn
í dag á þessum tækjum: Tréplógi aftan í nautum.
í Hong Kong eru um 3000 íbúar á fcrkílómeter. Kúliinn i)
hefur ekki mikið rúm fyrir sig og fjölskyldu sína — og
tekjur hans svara tuttugu eða þrjátíu krónum íslenzkum
á dag.
Hér byggjum við hallir með fjórum svefnherbergjum og
70 fermetra stofum. Ótrúlega stór hluti mannkynsins á
hvergi skýli yfir höfuðið, heldur lætur fyrirberast undir
veggjum og börðum, tötrum klætt og étur aðeins illt og
lítið.
Jg VIKAN 44. tbl.
r
i