Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 23
Flipot hafði aldrei náð taki á hinni göfugu reiðlist. Hann snaraðist ýmist út á þessa hliðina eða hina og átti fullt í fangi með að halda jafnvæginu, meðan félagar hans gerðu grín að honum. — Sjáið þið! Hvað er að gerast þarna? sagði Flipot allt í einu. Þau höfðu fylgt þjóðveginum, sem lá út úr París í vesturátt, og voru komin að krossgötum. I fjarska hafði hópur fólks safnazt saman utan um vopnaða lögreglumenn á hestum. —• Það er líklega aftaka, sagði Flipot, sem var mjög skarpskyggn. — Þeir ætla sjálfsagt að strekkja einhvern vesaling á hjóli núna. Angelique gretti sig þegar hún kom auga á hjólið. Prestur í svartri skikkju og böðullinn og aðstoðarmenn hans rauðklæddir, stóðu um- hverfis. Aftökur áttu sér oft stað í úthverfum Parísar til þess að forðast mannfjöldann, sem safnaðist saman til að horfa á aftökurnar á Place de Gréve. En það kom ekki í veg fyrir, að íbúar úthverfanna og þorp- anna í kring þyrptust hópum saman að aftökunum. Þessi aftökuaðferð, hjólið, hafði verið flutt inn frá Þýzkalandi á öldinni áður. Sá dæmdi var festur á höndum og fótum á hjólið og likami hans látinn hvíia á krosslaga rimlum. Djúpar skorur voru skornar í tré þa rsem hendur og fætur fórnarlambsins lágu yfir það. Á þessum stöðum sló böðullinn hvað eftir annað til fangans með klaufjárni. — Við komum ekki of seint, sagði Flipot glaðlega. — Þeir eru nú aðeins að mölva á honum lappirnar núna. Húsmóðir hans ávítaði hann. Hún ákvað að ríða frekar yfir akurinn framhjá þessu heldur en að þurfa að horfa á hina ólánssömu mann- veru brotna í mola meðan lýðurinn horfði á með dýrslegri áfergju. Hún beindi hestinum út af veginum og yfir skurð sem var fullur af snjó og þjónarnir á eftir henni. En þau höfðu ekki farið langt, þegar þau heyrðu einn lögregluforingjann hrópa til þeirra: — Nemið staðar! Enginn má fara framhjá fyrr en hópurinn hefur dreift sér! Ungur lögregluforingi nálgaðist og hneigði sig. Hún þekkti, að þetta var de Miremont, sem hún hafði séð í Versölum. — Gjörið svo vel að lileypa mér framhjá, Monsieur, sagði Angelique. — Ég er á leið til fundar við hans hágöfgi, ambassador Persíukeisara. — Sé sú raunin, leyfið mér þá að fylgja yður í eigin persónu, sagði lögregluforinginn og hneigði sig um leið og hann reið af stað í áttina að aftökustaðnum. Angelique varð að fylgja honum. Hann ruddi henni braut fram I fremstu röð upp við pallinn, þar sem fórnarlambið stundi átakanlega, meðan böðullinn sló hvað eftir annað á handleggi þess og mjaðmagrind. Hún horfði niður fyrir sig til að þurfa ekki að sjá hvað fram fór. Síðan heyrði hún lotningarfulla rödd de Miremonts segja: — Yðar hágöfgi, leyfið mér að kynna Madame du Plessis-Belliére, sem óskar að hitta yður. Henni dauðbrá, þegar hún leit upp, og sá að hún stóð augliti til auglitis við persneska ambassadorinn, sem reið apalrauðum fák. Mohammed Baktiari Bey var með gríðarstór, svört augu undir mikl- um augnabrúnum og bráhárum, og gljásvart, hrokkið skegg, myndaði umgerð um fölgult andlit hans. Silfurdamaskskikkjan hans, sem var með löngum ermum og belti, var brydduð með hreysikattarskinni og opnað- ist niður í mittið, svo sæist í brjóstverju hans, sem var skreytt með silfurviravirki. Frá öxlum hans hvildi síð skikkja úr fölbleiku brókaði, ísaumuðum perlum sem mynduðu laufskurð og blómamynztur. Á höfði hans gnæfði túrban úr hvitu silki en I honum miðjum blakti fingerð, rauð skrautfjöður yfir rósrauðum demanti. Við hlið hans, og einnig á hestbaki, var lítill hirðsveinn, eins og skroppinn beint út ur þúsund og einni nótt, klæddur í skærlit silkiföt með lítinn gullbryddaðan rýt- ing með eðalsteini við hjöltun í belti sinu. Hann hélt á einhverskonar málmvasa en úr honum lá langt rör, sem endaði i pipu. Þrír eða fjórir ríðandi Persar fullgerðu lið ambassadorsins. Ambassadorinn sneri ekki einu sinni höfði, þótt lögregluforinginn kynntu ungu konuna fyrir honum, en starði stöðugt á pallinn meðan hann beið eftir hámarki pyndingarinnar og tottaði tyrkneslcu pipuna sína i ákafa. Reykurinn streymdi út milli þykkra, nautnalegra vara, í ilmandi bláleitum skýjum, sem héldu lögun sinni lengi í tæru, svölu loftinu. Miremont endurtók kynningu sína varlega, en gaf siðan Angelique til kynna, að hans hágöfgi skildi greinilega ekki frönsku. Rétt i þessu Ttom vera, sem Angelique hafði ekki tekið eftir áður, þeim til hjálpar. Þetta var prestur, sem bar svartan kufl, breitt belti og krossmark Jesúítanna. Hann beindi hesti sínum að hlið Mohammed Baktiari Beys og talaði til hans á persnesku. Ambassadorinn leit á Angelique með tómlátu augnaráði, sem mýktist smám saman. Hann sté af baki eins og þegar höggormur leggst til jarðar. Angelique hugsaði sig snöggt um, hvort hún ætti að bjóða honum hönd sína til að kyssa á, en þá sá hún að hann var ekki að hugsa um hana, heldur strauk um makka Ceresar og talaði til hennar með kjassandi rödd. Svo sagði hann allt í einu fáein orð með valdsmann- legu bragði. Jesúítinn kynnti: — Madame, hans hágöfgi biður um leyfi yðar til að skoða upp í hrossið. Hann segir, að það sé eina leiðin til að komast að þvi, hvort Það sé hreinræktað. Angelique sárnaði, án þess að hún sæi nokkra raunverulega ástæðu til Þess og lét þess getið, að skepnan væri viðkvæm og kynni ekki að taka atlotum ókunnugra. Presturinn þýddi og Persinn brosti. Hann staðnæmdist beint fyrir framan hryssuna og sagði eitthvað við hana lágum rómi. Svo þrýsti hann höndum sínum á kjálka hennar. Það fór skjálfti um hryssuna, en hún leyfði honum að opna á sér munninn og rannsaka tennurnar, án þess að hún beitti nokkrum mótmælaaðgerð- um. Hún sleikti jafnvel gimsteinum prýdda hönd hans, þegar hann klappaði henni á eftir. Angelique fannst eins og vinur hefði brugðizt henni; hún gleymdi pyndingatækinu og vesalingnum, sem veinaði á pallinum; það var hún sem var viðkvæm. Hún skammaðist sín fyrir þetta, þegar Persinn krosslagði hendur á gullna rýtinginn sinn og hneigði sig fyrir henni nokkrum sinnum með dýpstu lotningu. — Hans hágöfgi segir, að þetta sé fyrsti hesturinn, sem verðskuldi að bera það nafn, sem hann hefur séð síðan hann kom til Marseille. Hann langar að vita, hvort konungur Frakklands á jafngóðan hest. — Heilt hesthús, laug Angelique blyigðunarlaust. Baktiare Bey hnyklaði brúnir. — Hans hágöfgi finnst skrýtið, að konungurinn, ef þetta er rétt, sem þér segið, hefur ekki viljað senda honum gjöf, sem sæmir stöðu hans. De Tercy markgreifi heimsótti hann, illa þrifinn, og hvarf aftur með hesta sína á Þeim forsendum, að hans hágöfgi, ambassador Persiu- keisara, óskaði ekki að fylgja honum.... Siðan .... til Parisar.... og hann segir.... Orðaflaumur Persans jókst. Túlkurinn átti fullt i fangi með að fylgja eftir. — .... Og hann segist enn ekki hafa séð konu, sem sæmi stöðu hans.... að enginn hafi gefið honum neinar gjafir.... sent neinn I heimsókn til hans allan þann mánuð, sem hann hefur verið í Frakk- landi.... og konurnar, sem honum hafa verið færðar, séu ekki færar um að vera skækjur í hafnarhverfunum og þar að auki gerspilltar af vondum sjúkdómum.... Hann langar til að vita, hvort heimsókn yðar sé einhver vísbending þess, að hans hágöfgi.... konungur Frakklands .... hafi ákveðið að sýna honum þá virðingu, sem honum ber....? Munnur Angelique opnaðist i undrun. — Faðir, þetta eru mjög annarlegar spurningar sem þér leggið fyrir mig! Örlitið bros færðist yfir andlit prestsins. Þrátt fyrir alvarlegt yfir- bragðið var hann mjög ungur. Gulleitt hörund hans benti til langrar dvalar i Austurlöndum. — Madame, ég get auðveldlega skilið, að slíkt orðbragð af mínum vörum komi yður á óvart, en ég hef verið túlkur við hirð Persíukeisara í fimmtán ár, og ég verð að biðja yður að trúa mér, þegar ég segi yður, að ég túlka mjög nákvæmlega það, sem hans hágöfgi segir. Hann bætti f — V___________________________________________________________________ »-íNfy. •*..« ; .... i • .• .. *írrf*’f© •> s fv,—• við, ekki án kimni: —Á þessum fimmtán árum hef ég oft orðið að hlusta á og segja verra en þetta. En viljið þér nú ekki gera svo vel að gefa mér eitthvert svar, sem ég get fært ambassadornum. — Segið honum.... segið honum, að ég sé mjög undrandi. Ég kom ekki sem fulltrúi stjórnar minnar, né heldur samkvæmt beiðni konungs míns, sem virðist ekki láta sig miklu varða um þennan ambassador frá Persíu. Andlit Jesúítans harðnaði og gulleit augu hans dökknuðu. — Það er skammarlegt, muldraði hann. Hann veigraði sér greinilega við að þýða svar hennar. Til allrar ham- ingju urðu vein fórnarlambsins nú hvað æðisgengnust, og þau dreifðu athygli Mohammeds Baktiari Bays frá Angelique. Meðan þau töluðu saman, hafði böðlinum heppnast að brjóta hendur, mjaðmagrind og fætur fórnarlambsins. Nú hnýtti hann saman hendur og fætur og stakk teini í gegn til að festa það við vagnöxul, þar sem þessi ógæfusEima mannvera átti eftir að þjást svo klukkustundum skipti, í Iskulda, undir árásum krákanna, sem þegar voru teknar að safnast að úr nærliggjandi skógum. Persinn lét frá sér reiðihljóð og fylgdi því eftir með langri, þjóstugri ræðu. — Hans hágöfgi kvartar yfir þvi, að hann skyldi missa af síðasta hluta pyndingarinnar, sagði Jesúítinn við de Miremont. — Mér þykir það leitt. Hans hágöfgi var að tala við Madame. — Þið hefðuð átt að biða, þar til hans hágöfgi gat fylgzt af óskertrl athygli með aftökunni. — Berið honum afsakanir minar, faðir. Segið honum að slíkt sé ekki venja í Frakklandi. — Slæm afsökun! andvarpaði presturinn. Eigi að siður tók hann að reyna að lægja reiðiðldur hfns göfuga embættismanns, eins og það væri skylda hans. Ambassadorinn róaðist lítið eitt og það birti yfir honum, þegar hann stakk upp á lausn, sem greinilega virtist fullnægjandi, að hans áliti. Presturinn sagði ekkert, þar til hann fékk bein fyrirmæli um að þýða og Þá gerði hann það mjög nauðugur. Framhald á bls. 34. VIKAN 44. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.