Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 24
 •Æ&. *; . r/pf.', ' ..... ý Ví <V - #$«*:/*'> V. VSg^vi . &■(. .'••■1 • * -*.íi í.:, — Ég er búinn að segja Ijós- myndaranum allt, sagði Sigurjón Olafsson, myndhöggvari, þegar ég snaraðist inn úr dyrum vinnustofu hans eitt úrgrótt septembersíðdegi. Hann stóð þar upp við hefilbekk með hamarinn um öxl og lét móð- ann mása yfir Kristjáni, sem hall- aði sér upp að Einari ríka, þ.e.a.s. brjóstmynd af honum. Einar ríki stóð þar á stalli við hliðina á biksvörtum og mikilúð- legum ofni, sem teygði hálsinn alla leið upp úr þakinu. Og það er sannarlega langur háls á þeim ofni, því að vinnustofa Sigurjóns er eng- in kytra. Að baki Einars og ofns- ins er upphækkaður pallur, sem á voru ýmsir dýrgripir, m.a. minnis- merki um Stein Steinarr, brjóstmynd af séra Friðrik Friðrikssyni o.fl. Ég þreif upp blað og blýant og tók mér stöðu við hefilbekkinn, þrátt fyrir hótun Sigurjóns í upphafi máls. Það leið þó ekki á löngu, áður en mér skildist, að slíkir blaða- mannstilburðir voru til einskis. Ég stakk því hvoru tveggja á mig aft- ur, það hefði þurft meira en í meðallagi færan hraðritara til að festa á blað allt, sem Sigurjón spjallaði við okkur næstu stundir af sinni fádæma frásagnargleði og lífsfjöri. Þeir voru að spjalla um gull- peninginn, þegar ég kom. — Ég fékk hann árið 1930 úti í Dan- mörku, fyrir gipsmynd af verka- manni. Þeir kunnu að meta hana þar, þó að Guðmundi úr Grinda- vík þæfti haki verkamannsins ekki nógu beittur. — Guðmundi úr Grindavík? — Já, hann skrifaði um mynd- list í Alþýðublaðið á þeim árum. — Attu gullpeninginn enn? — Nei. Satt að segja var ég nærri búinn að láta hann sama dag og ég fékk hann. Það var haldin mikil veizla, og þar var ein Ijómandi stúlka, sem hreifst af þyngd gullsins. Ég var alveg til í að láta hann, en það voru aðrir, sem björguðu málinu. En þegar ég eignaðist fyrsta barnið, seldi ég peninginn. Nú á Guðni bróðir minn hann, leysti hann út löngu seinna. Sigurjón tekur skyndilegt við- bragð, stekkur út úr dyrunum, en kemur von bráðar aftur með inn- rammað skjal á lofti. — Þetta er nú fyrsta viðurkenn- ingin, sem ég fékk um ævina. Skjalið er máð, en við lesum: Heimilisiðnaðarsýning í Reykjavík 1921. Heiðursskjal. Sigurjón Olafsson Eyrarbakka hefur hlotið viðurkenningu fyrir handsóp. 24 VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.