Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 30
Króm-húsgögn Hverfisgölu 82 - Sfmi 21175 — Hvernig er hægt að sýna það ó annan hótt? Er til eitthvað sem heitir saklaust „sex"? Bonnie Doon roðnaði. — Það er ekki gott að svara því, stamaði hún. — Ég borga yður ekki 500 doll- ara á viku fyrir að svara auðveld- um spurningum, sagði Redman. Hávaxinn, grannur, laglegur mað- ur kom inn gegnum rennidyrnar. — Paul, herra Landau er að bjóða okkur stálku, sem heitir Jean Harlow, sagði Redman. — Ég hefi séð hana, svaraði Paul Bern. — Hvernig lízt þér á hana? — Hún kemur til með að verða athyglisverð. — Hversvegna? — Hún hefir allt það til að bera, sem áhorfendur vilja sjá. Hún er lagleg og nógu sakleysisleg til að fólk beri virðingu fyrir fegurð henn- ar, en um leið lítur hún út fyrir að vera ástríðufull, þannig að hún vekur dýpri tilfinningar. Hún er ó- venjulegt sambland af stúlku, sem mann langar til að giftast, og þeirri, sem maður vill hafa fyrir ástmey . . — Hversvegna hefirðu ekki sagt mér þetta fyrr? spurði Redman. — Ég vissi ekki, að þú hefðir áhuga. — Ég hef alltaf áhuga á því að græða peninga . . . Redman stóð upp. — Nú jæja, það er þá óumflýj- anlegt, sagði hann. — Við neyð- umst til að framleiða „sex" mynd- ir. Hann rétti fram höndina. — Herra Landau, þér eruð heppinn. Græðgi mín og veikleiki mannkynsins verð- ur til þess að þér græðið peninga. Jean og Jack Harrison. Velgengni Hollywood-stjarnanna er ekki mæld í peningum, bílum eða sundlaugum. Hún fer eftir búnings- herbergjunum. Því stærri sem bún- ingsherbergið er, því frægari er stjarnan. Búningsherbergi Jean Harlow var geysiskrautlegt. Þar var sér eld- hús og bar. Majesticfélagið gerði vel við nýju stjörnuna sína. Fyrsta daginn fylltist búningsher- bergið hennar af blómum, þar var stór blómakarfa frá Everett Red- man, önnur minni frá Paul Bern, blómvöndur frá Landau, móðurinni og Marino Bello. Svo var ein karfa sem ekki eingöngu var fyllt blóm- um, heldur líka kampavínsflösku, það var gjöf frá Jack Harrison, frægasta leikara Majestic-félags- ins ... Jean brosti, þegar Harrison kom inn í búningsherbergið. — Velkomin í þetta gullna búr, sagði hann hlýlega og greipkampa- vínsflöskuna. Við skulum fá okkur glas. Jean glennti upp augun. — Um hábjartan daginn? — Ekki förum við að drekka í svefni, svaraði Harrison og hellti í tvö glös. — Skál fyrir fallegustu stúlkunni, sem nokkurn tíma hefir komið í þetta kvikmyndaver, sagði hann og drakk út. Hann hellti aft- ur í glasið sitt og fleygði sér niður í stól. — Svo þú ætlar að verða kvikmyndastjarna, sagði hann. Jean settist líka og kinkaði kolli. — Þú heldur líklega að allt erf- iðið sé um garð gengið? Ég skal segja þér nokkuð. Allt sem þú hef- ir lagt á þig til að ná þessu marki er barnaleikur, hjá því sem nú verður lagt á þig. Það verða dans- tímar, söngtímar, leiktímar, íþrótta- æfingar, sultarkúr, blaðamenn, Ijós- myndarar, hárgreiðsla, andlitsförð- un, já, og jafnvel plastiskar læknis- aðgerðir; þetta verður þú allt að ganga í gegn um áður en þú svo mikið sem rekur sfóru tána inn í kvikmyndaverið. Hann reis upp, tæmdi glasið að mestu og hélt áfram: Þú ert kjöt- flykki. Þeir renna þér í gegnum hakkavélina, og svo verðurðu krydduð og búnar til úr þér litlar kjötbollur, sem verður fleygt í á- horfendur, og þeir éta þig upp til agna, smátt og smátt, þangað til ekkert er orðið eftir af þér. Jean brosti. — Þú lítur út fyrir að hafa lifað þetta af, sagði hún. — Aður en ég kom hingað var ég miklu karlmannlegri en ég er núna, svaraði Harrison. Hann dró hana upp af stólnum. — Það er eitthvað við þig sem hefir hrifið mig, frá því að ég sá þig í fyrsta sinn, — heima hjá mér. í raun og veru hefi ég löngun til að giftast þér. Hann kyssti hana lauslega og hún veitti enga mótspyrnu. Varir þeirra mættust aftur, fastar . . . Paul Bern valdi einmitt þetta augnablik til að heimsækja Jean. Hann hafði hlakkað til að hitta hana, og þá stóð hún i faðmlögum við Harrison. Hann snerist á hæl og ætlaði að fara, en þá tók Jean eftir honum. Hún varð vandræða- leg og feimin og stamaði: — Komið þér inn, — komið þér inn herra Bern — Hvernig hefurðu það, Paul? sagði Harrison glaðlega. — Ég var einmitt að fara í gegnum vígslu- atriðin með henni. Fín stúlka! — Takk fyrir blómin, herra Bern, sagði Jean. Hann brosti. — Mín er ánægjan, fröken Harlow, sagði hann. — Ég var að hugsa um að sýna yður kvikmyndaverið. gQ VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.