Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 33
Skemmtanir skammdegisins eru framundan RICHARD HUDNUT ELSKAR ALLAR KONUR Richard Hudnut Fashion Style hæfii bezt síðu hári. Einu sinnl heima hárliðun, og hárið helzt liðað um langan tíma. Richard Hudnut Egg Shampoo hæfir öllu hári og töfrar fram eðlilega fegurð þess. Fyrir feg- ursta og bezta útlit yðar — byrjið ávallt með Richard Hua- nut Egg Shampoo. Þegar hátíð fer í hönd. eða tíminn naumur, notar stúlkan með stutta hárið auðvitað Ric- hard Hudnut Rollquick heima- hárliðun — og hárið fer betur en nokkru sinni fyrr. Aðlaðandi og ánægð með RfiCHARD HUDNUT böndum milli fegurðar og menning- ar og biðu f ofvæni eftir að sjá hvernig þetta kæmi út. Brúðkaupið var haldið á heimili Jean Harlow. Eftir vígsluna var Harrison fyrstur til að óska brúð- inni til hamingiu. — Þetta var það eina, sem gat fengið mig til að koma hingað, sagði hann, um leið og hann kyssti Jean. — Vertu sæl, ástin mín. Augu hennar fylltust tárum. — O, Jack. Hann elskar mig sjálfrar mín vegna, hann elskar sál mína og hug, allt sem er svo mikils virði! Framhald í næsta blaði. The Kinks Framhald af bls. 19. Hún vísar goðunum leiðina í hestaferðinni. Fyrst í stað er far-^ ið á hægagangi, en allt í einu tek- ur öll hjörðin viðbragð og er von bráðar horfin bak við rykský, sem þyrlast upp á veginum. Knattspyrnuleikurinn í garðin- um stendur sem hæst. Hinn hæg- láti Ray Davies fylgist með strák- unum í leiknum um stund, en gengur síðan til stofu, þar sem hann þiggur góðar veitingar hjá húsfreyju. Hann er undarleg andstæða félaga sinna í hljóm- sveitinni. Yfirleitt virðist hann feiminn og víst er um það, að þeir eru ekki margir, sem þekkja hann vel. Að nokkrum tíma liðnum koma þeir Dave, bróðir hans, Pete og Mick blaðskellandi inn í stofuna og eiga ekki nógu sterk orð til að lýsa þessum dásamlegu hestum, sem þeir höfðu komizt í kynni við. — Maður þarf ekki annað en að flauta, þá nema þeir staðar, segir Mick! Það voru margir bítlar saman- komnir í húsi Þórðar á Reykj- um þennan dag. Þetta var skemmtileg samkoma hjá gest- risnu fólki. Hrifningu heimasæt- anna er vart hægt að lýsa. Allt í einu voru átrúnaðargoðin þeirra komin í heimsókn til þeirra, — rétt eins og þau hefðu dottið niður úr skýjunum! Um síðir var heimilisfólkið kvatt, og þá höfðu The Kinks á orði, að þeir mundu áreiðanlega koma aftur í heimsókn, þegar þeir kæmu aftur til íslands. A leiðinni til Þingvalla var Kinks músik allsráðandi í óska- lagaþætti sjómanna í útvarpinu. Þeim fannst undarlegt að heyra allt í einu lagið „Something bett- er beginning“. — Við höfum aðeins leikið þetta lag einu sinni, sagði Ray, þegar við sögðum honum, að þetta lag væri eitt hið vinsæl- asta um þessar mundir hjá ís- lenzkum unglingum. Ég verð að játa, að við erum hreinlega bún- ir að gleyma þessu lagi. Við lék- um það inn á hljómplötu — og búið. Kannski væri ekki úr vegi að gefa það út á tveggja laga plötu? Við Almannagjá var numið staðar. Goðin príluðu upp á hraunbreiðuna og stóðu lengi við á brún Almannagjár og nutu út- sýnisins. Fararstjórinn áminnti piltana um að fara varlega, gæta sín á sprungunum og fara ekki of tæpt út á brúnina. En ekki fengu orð hans hljómgrunn hjá öllum. Þessi staður var sannkölluð para- dís fyrir fjörkálfinn Pete, sem setti sig í alls konar stellingar til þess að ná sem beztum mynd- um á kvikmyndavél sína. Flest- um þótti nóg um, þegar hann settist niður á gjábarminn og beindi myndavélinni niður í gjána. En þó var flestum iokið, þegar hönd sást teigja sig upp úr einni gjótunni, en síðan kom andlit hans í ljós, skelfingin upp- máluð. Þegar betur var að gætt, var hann aðeins að hrella félaga sína, en fararstjóranum fannst samt lítið púður í svona gríni! Enn var numið staðar við Pen- ingagjá og þá gerði Pete sig lík- legan til að lauga sig í gjánni. Honum var þó fljótlega bent á, að vatnið væri kaldara en svo, að hæft þætti til slíkra nota! Að loknum hádegisverði að Hótel Valhöll var haldið niður að vatninu, þar sem bátar biðu Síðan var róið út á vatn. Eflaust hefði mörgum brugðið í brún, sem hefðu orðið vitni að öllum þeim gusugangi, sem átti sér stað úti á vatninu. Dave og Pete stóðu þar fremstir í flokki en í bátum þeirra voru Tempó bítlarnir Þor- geir Ástvaldsson og Páll Val- geirsson. Bílarnir voru víst búnir að flauta í hálftíma, áður en bítlarn- ir heyrðu til þeirra og reru ti) lands. Degi var tekið að halla og enn var einn viðkomustaðui eftir: Hveragerði. í Hveragerði var goðunum sýnt gróðurhúsið Eden og höfðu þeir gaman að þeirri heimsókn, en að lokum voru þeir leystir út með blómum. VIKAN 44. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.