Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 49
Nýr fjölshyldubíll ftjrir tninni fjölshyldur VA.XJ X H A L L ggj ÁIMÚLA 3 VELÆDEILSÞ Hefur unnið margfalda sigra í kappakstri í torfærum Ástralíu, slegið sölumet í Kanada -og fengið mörg verðlaun á bilasýningum ■ London. þekktum við hana varla. Og þú hefðir átt að sjá fötin sem hún var í. Mér fannst það dálítið fyndið að fara í sparifötin, til að fara heim til Palla. Það var allt svo fínt þar og við fengum svo mikinn mat, að ég gat eig- inlega ekekrt borðað heila viku á eftir. Þau á bóndabænum pöss- uðu Hrasa fyrir okkur. Ég er viss um að hann hefði gelt sig í hel hefði hann verið þarna, því sumt fólkið var voða skrítið. Við matborðið töluðu allir um pabba Palla, og hvað hann væri duglegur. En það bezta af því öllu var ísinn. Við máttum borða eins mikinn ís og við vildum. Og eftir matinn var komið með heil- mikið af flöskum fyrir fullorðna fólkið og þá máttum við krakk- arnir fara út að leika okkur. Það var ægilega gaman að vera úti svona seint. Fólkið hló voða mik- ið, en ég er viss um að við skemmtum okkur miklu betur, þótt við hefðum ekki eins hátt og fólkið. Morguninn eftir voru pabbi og mamma svo skrítin og þau voru bara hálf geðvond. Nokkrum dögum tseinna voru pabbi og mamma eitthvað óró- leg. Þau höfðu heyrt í útvarpinu að það væri stríð einhversstaðar í heiminum. Mér finnst það hræðilegt, þótt ég skilji ekki al- Veg hve hræðilegt það er. Hér í sveitinni er allt svo fallegt og skemmtilegt. Ég skil ekki hvers- vegna menn fara í stríð. Það vilja allir hafa það gott og skemmti- legt, en það þýðir víst ekki að tala um það. Hérna um daginn urðum við Palli óvinir út af því hvernig fótboltamarkið átti að vera. Ég vildi hafa það svolítið minna en Palli, og svo fórum við næstum að slást, og þá fór hann heim. Mér fannst þetta alls ekki skemmtilegt, svo ég fór upp- eftir til hans, seinna um daginn. Við urðum góðir vinir aftur og spiluðum bara fótbolta, án þess að hafa mark, og það var ágætt. Mér finnst að fullorðið fólk eigi ekki að skamma börnin, þeg- ar það sjálft er að rífast, og ef menn þurfa endilega að fara í stríð þá ættu þeir að gera það einhversstaðar, þar sem ekki er fullt af fólki. Ég hefi séð það í sjónvarpinu að það séu margar milljónir af börnum í heiminum sem svelta, en svo sagði einn karlinn í út- varpinu að stríðsvélarnar kost- uðu marga, marga milljarða af krónum. Finnst þér þetta ekki heimskulegt? Hvernig er hægt að gera þetta, amma? Það hefir verið voða gott veð- ur í sumar, og við höfum synt næstum því á hverjum degi. Kærastan hans Bertils frænda syndir langbezt af öllum sem ég hefi séð. Hún syndir venjulegt sund, og svo kann hún mörg önn- ur sund. Eitt heitir flugsund ... Þegar við fórum í sjóinn, geng- um við alltaf götuna, sem þér þótti svo falleg, amma. En hvað þú kunnir mörg nöfn á blómum. Ég man nokkur þeirra, en flest- um hefi ég gleymt. í gær sá ég að reyniberin voru orðin alveg rauð, blábei'jalyngið er líka far- ið að roðna. Malvan er með stór- ar, hvítar klukkur. Heyrir þú í þeim, amma? Og svo er það eitt, amma, guð er ennþá afskaplega eyðslusamur. Það sá ég þegar ég gekk fram hjá kaprifolíunni. Það voru nú meiri ósköpin af blóm- um núna. Manstu hvað þér þóttu þau falleg, þegar þú varst hérna? Og núna, þegar þú býrð hjá guði, ættirðu að segja honum að hann ætti að vera svolítið sparsamari. Mér þætti nú samt leiðinlegt ef blómin væru ekki, því þegar ég sé þau, finnst mér ég heyra rödd- ina þína, amma mín. Það er skrítið, amma, mér finnst svo margt hafa skeð í sum- ar, en núna þegar ég ætla að segja þér frá því, man ég svo fátt. En nú veiztu hvernig við leikum okkur. Við spilum fót- bolta og badminton, förum í indíánaleik og feluleik. Svo smíð- um við og drekkum saft. Þetta gerum Við ennþá, alveg eins og þegar þú varst hér. Hugsaðu þér hvað það er mik- il synd að öll börn skuli ekki getað verið í sveit á sumrin. Mér finnst leiðinlegt að hugsa um börnin sem verða að leika sér á götunum. Ég veit að And- rés, sem býr í sama húsi og við, hefir verið í bænum í allt sum- ar. Ég er að hugsa um að biðja pabba oð lofa honum að koma með okkur í sveitina næsta sum- ar. Þá erum við næstum orðinn heill fótboltaflokkur. Elsku amma! Nú er ég orðinn svo þreyttur að ég get varla haldið augunum opnum. Klukkan er víst orðin margt. Við eigum líka að fara snemma á fætur í fyrramálið, til að flytja í bæinn. Hugsaðu þér, að ég á að byrja í öðrum bekk. Og svo verður ekki svo langt þangað til ég á afmæli. Þá kem- ur þú amma? Því að þó að þú búir hjá guði, og fáir góðan mat og allt það, þá veit ég að þér finnst ekkert eins gott eins og rjómatertan hennar mömmu. Og hún hefir lofað að baka hana á afmælinu mínu! Góða nótt, elsku amma mín, og heilsaðu guði frá mér, og segðu honum að ég þakki fyrir þetta skemmtilega sumar. Þinn Lassi. Hungur og vannæring er siðferðilegt hneyksli. Herferð gegn hungri. VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.