Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 19
Tveir ungir bítlar á Þingvallavatni: Sævar Benediktsson úr Bravó og Davíð Jóhannesson úr Tempó. 4 Lagt af stað í útreiðatúr — Dave Davies og Mick Avory. The Kinks ásamt fjölskyldu Þórðar Guðmundssonar að Reykjum. * inni var heitið til Þingvalla og Hvera- gerðis með viðkomu að Reykjum í Mos- fellssveit. — Þetta minnir á Skotland, sagði Ray Davies og virti fyrir sér fjalla- hringinn, þegar bifreiðin brunaði fram hjá Korpúlfsstöðum. Hinir tóku í sama streng. Fjörkálfarnir Dave Davies og Pete, sem hingað til höfðu skeytt meira um að reita af sér brandara en að virða fyrir sér útsýnið, þögnuðu nú alveg og tóku að horfa út um gluggann. Pete hafði tekið kvikmyndavélina með sér og miðaði nú á Esjuna og Sundin eftir spaugilegar tilfæringar til þess að kom- ast í sem bezt „skotfæri“. — Hvers vegna heitir ísland svona einkennilegu nafni, spyr nú Dave Dav- ies. Ég bjóst við að sjá ísjaka og ís- birni, þegar við komum hingað. Við skýrum út fyrir þeim, hvers vegna landið hafi hlotið svo fráhrind- O Dave Davies og Þorgeir ÁstvaXds- son gengu rösklega fram i sjóorrust- unni! <5 Pete Quaife bröltir með kvikmynda- vélina á brún Almannagjár. -O Dave Davies tjáir Guðbjörgu Þórð- ardóttur þakklæti sitt fyrir góða leið- sögu í útreiðartúrnum með riddaraleg- unt hætti! andi nafn, tölum um Hrafna Flóka og aðra landnámsmenn, sem hafi ekki fundizt landið árennilegt, þegar þeir sigldu fyrst að fslandsströndum, þótt þeir hafi komizt á aðra skoðun síðar meir. Þeir hlusta allir með athygli og fleiri spurningar sigla í kjöl- farið: um uppruna íslendinga, atvinnuháttu og jarðmyndxm. Og þá ber heitu hverina á góma. — Þú verður að sýna okkur heitu hverina, segir Pete, nán- ast skipandi og veifar kvikmyndavélinni. Við lofum því, og bendum á, að við séum nú komnir á jarðhitasvæði. Bifreiðin rennur í hlað að Reykjum í Mosfellssveit. Þórður Guð- mundsson og fjölskylda hans stendur í hlaðvarpanum og fagnai komumönnum. Heimasætumar koma hlaupandi með myndir aí goðunum, þegar þau stíga út úr bílnum. Það er auðsótt mál að fá eiginhandarundirskriftir. Samuel Curtis, fararstjóriKinks, deilir út myndum með goðunum og allir eru í 7. himni. Þórður býður goðunum og samferðamönnum þeirra, Bravó bítlunum, sem voru með þeim í bílnum, og Tempó bítlunum, sem komu í annarri bifreið, að skoða dælustöðina. Slíkt fyrir- tæki hafa hinir brezku aldrei komizt í kynni við. Þeir þurfa margs að spyrja á göngu sinni um stöðina, en Þórður leysir greið- lega úr öllum spurningum. Nú er haldið að hestagirðingunni, en þar bíða átta gæðingar. Þórður og ungur kennari, Fleming Jesen, sem hefur umsjón með hestunum, fylgja goðunum til hesta, en smábítlarnir skipta liði í knattspyrnu að húsabaki. Það er Tempó á móti Bravó. í augum goðanna eru hestarnir nánast dverghestar, en Þórður útskýrir hina mörgu kosti þeirra, brokk, tölt, skeið og fleira í þá áttina. Pete verður fyrst til að hoppa á bak, en af einhverj- um sökum tekur hestur hans á rás, svo að litlu munar að hann detti af baki við hið snögga viðbragð. Fleming tekst þó að grípa í taumana, áður en í óefni er komið. Hann og Þórður aðstoða hins við að koma sér fyrir í söðlunum, alla nema Ray Davies. Hann stendur álengdar, alvarlega þengjandi og brosir annað veifið að tilburðum félaga sinna. Um síðir heldur öll lestin af stað. Það er ung og falleg stúlka, Guðbjörg, dóttir Þórðar á Reykjum, sem fer í broddi fylkingar. Framhald á bls. 33. VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.