Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 50
Pylsur á ýmsan háttt Sænskar pylsur 8 pylsur, 50 gr. smjörlíki, 2 — 3 stórir laukar, ca. % kg. soðnar kartöflur, 375 gr. tómatar (flysjaðir) 14 1. rjómi, e.t.v. svolítið vatn eða kjötsoð, salt, pipar, saxaðar púrrur. Pyisurnar skornar í bita og snöggsteiktar í smjörinu með laukun- um, sem skornir hafa verið í sneiðar. Kartöflurnar og flysjuðu tóm- atarnir skorið í sneiðar og hvort tveggja sett saman við pylsumar og látið hitna vel í gegn. Þá er rjómanum bætt í (má vera súr) og rétturinn kryddaður með salti og pipar og söxuðu púrrunni stráð yfir. Skomar pylsur með kartöflumós 4 — 6 pylsur, 1 matsk. matarolía, 1 stór laukur, 30 gr. smjör eða smjörlíki, sultaðar rauðbeður skornar í teninga, karsi, kartöflumós. Saxið laukinn smátt og brúnið í smjörinu, bætið rauðbeðutening- unum í og blandið vel saman. Kryddið með salti og pipar. Skerið eftir pyisunum endilöngum og opnið þær, penslið með oliunni og grillerið þær í 5 — 6 mín. Leggið þær svo ofan á rauðbeðujafninginn og berið fram með kartöflumós. Hér í Reykjavik fást margar teg- undir af ágætu kartöflumós í pökkum — duft, sem hrært er út með mjólk eða vatni. Medisterpylsur í rauðvíni % — % kg. medisterpylsur, 3 dl. vatn, 1% dl. rauðvín, 250 gr. epli, 125 gr. laukur, 50 gr. smjör eða smjörlíki, 1 tesk. sykur, salt, maizenamjöl til að jafna með. Kartöflumós, persilja, paprika. Medisterpylsan soðin við lítinn hita í vatninu og rauðvíninu í ca. 15 mín. (rétt látin malla). Þá er hún veidd upp úr og steikt í smjör- inu með eplasneiðunum og lauknum, sem skorinn hefur verið í bita (sé laukurinn mjög smár, má hafa hann heilan). Borið fram með kartöflumósi, en út á það er stráð saxaðri persilju og papriku. Sósan gerð úr rauðvínssoðinu og jöfnuð með maizenamjölinu. Pylsur a la Harlekin 8 þykkar pylsur, ostur, 8 baconsneiðar, kartöflumós, 1 pakki frosn- ar, grænar baunir og gulrætur, persilja. Skerið hverja pylsu eftir endilöngu. Leggið jafnlangan ostbita í hverja og vefjið baconsneiðinni um. Setjið pylsurnar í smurt eld- fast fat og steikið við mikinn hita eða grill þar til baconið er stökkt og osturinn byrjaður að bráðna. Búið til gott kartöflumós og blandið grænmetinu saman við og raðið pylsunum utan með. Stráið persilju yfir og berið grænt salat með, ef það fæst. Pylsur a la Strogan Yz kg. soðin medisterpylsa, smjör eða smjörlíki, 3 — 4 laukar, 250 gr. sveppir, 14 1. þunnur rjómi, tómatpurré, salt, paprika, 100 gr. baconsneiðar, kartöflumós. Laukurinn skorinn í sneiðar og sveppir til hálfs eða fjórðuhluta. Hvort tveggja brúnað í smjörinu. Soðna pylsan skorin í sneiðar og þeim bætt í. Rjómanum, tómatmaukinu og svolitlum sósulit hellt yfir. Rétturinn hitaður vel í gegn og sósan jöfnuð aðeins upp og krydduð með salti og papriku. Borið fram með kartöflumós og vel steiktum baconsneiðum. Kartöflupönnukaka með reyktri medisterpylsu Ca. 1 kg. mélaðar kartöflur, 35 gr. smjör eða smjörlíki, salt, rós- marin, 400 gr. reykt medisterpylsa, 25 gr. smjör, tómatsneiðar, söx- uð púrra. Kartöflurnar flysjaðar og skornar í sneiðar, sem lagðar eru eins og tíglaþak á pönnu með brúnuðu smjörlíki (lauslega brúnuðu). Stráið salti og rósmarin yfir, setjið lok á og látið malla í ca. hálf- tíma. Skerið pylsurnar í sneiðar og brúnið lauslega í smjörinu. Rennið svo kartöflukökunni varlega yfir á fat, leggið pylsubitana ofan á í miðju og skreytið með tómatsneiðum. EGGERT KRISTJANSSON & CO HF SllVII 11400 Pennavinir frá 100 iöndum óska eftir bréfaskriftum við ySur. Upplýsingar á- samt 500 myndum verða send til yðar án endurgjalds. C0RRESP0N0ENCE CLUB HERMES Berlin 11, Box 17, Germany Eignist nýja vini! gQ VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.