Vikan

Tölublað

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 04.11.1965, Blaðsíða 2
í FULLRI ULVÖRU Munið efftir hiinum margföldu pappfrs- og kolasíum En bragðið bregzt ekki! LARK Rautt túss á menninguna Mönnum hnykkti við þegar blöð- in báru þá frétt, að unglingar hefðu ráðizt inn á haustsýningu listamanna í Listamannaskálan- um og klínt rauðum lit á sum listaverkanna. Það var hrópað upp að unglingarnir væru óðir og æska landsins í hundunum, og mestöll þjóðin fussaði og sveiaði í hneykslun. En hverjum er svona lagað að t kenna? Vissulega eru það ungl- ingarnir, sem vinna vonda verk- ið, en það er þjóðfélagið sem stendur á bak við. Það er þjóð- félagið, sem ekki hefur hugsað um að ala unglingana sína upp og sjá þeim fyrir verkefnum, sem vissulega væri þörf. Börn og unglingar þurfa að fá útrás í heilbrigðum störfum og hafa mikið að gera; óttinn við barna- þrælkun á landi á borð við ís- land er hlægilegur nú til dags og ekki annað en pólitísk reyk- bomba, ef til vill skaðvænleg- Nú til dags þurfa börn og ungl- ingar ekkert að gera; hafa enda heldur ekki verkefni flest hver, en sum, sem verkefni gætu haft, vilja ekki sinna þeim, því það tefur fyrir leik og rápi með hin- um iðjulausu félögum. Og for- eldrarnir skifta sér ekki af; skamma kannski krakkana ofboð- lítið þegar þau koma heim ang- andi af tóbaksreyk ellegar brenni- víni eða að upp kemst að þau stunda kelirí í gömlum amerisk- um bílum eða einfaldl. leigðum einkaherbergjum eða heimahús- um. Svo er það afgreitt mál og krakkarnir fá peninga eins og skít þegar þau biðja næst um. Og sumir foreldrar ala börnin upp við það frá upphafi að það sé betra að gera ekkert heldur en vinna eitthvert verk fyrir lítinn pening svo ég tali nú ekki um engan. Eina 10 eða 12 ára og athafnasama hnátu þekki ég til dæmis, sem í sumar gerði ekki annað en búa um rúmin heima hjá sér og sópa gólfin og fékk fyrir það einhverja smáaura, en afganginn af deginum mátti hún leika sér. Einu sinni bað konan í næsta húsi hana að líta eftir dóttur sinni, eitthvað þriggja fjögra ára, meðan hún sjálf fór ■» í búðir; sú athafnasama gerði það, því hún ætlaði að leika sér hvort eð var, en var svo hund- óánægð af því hún fékk ekki nema tuttugu og fimm kall fyrir! Það þjóðfélag sem lifir í svona hugsunarhætti og elur hann af sér, á ekki betra skilið en fa rautt túss á menninguna. S.H. 2 VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.