Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 2

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 2
í FULLRI flLVÖRU BARA HREYFA EINN HNAPP oc HA14AFULLMATIC SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN ÞVÆR, SÝÐUR, SKOLAR OG VINDUR ÞVOTTINN. B-ÍAM4AFULLMATIC ÞVOTTAVÉLIN FER SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU. - H A K A GERIR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTIST. 10 SJÁLFSTÆÐ £ ÞVOTTAKERFI 1. Suðuþvottur 100 2. Heitþvottur 90 3. Bleijuþvottur 100 4. Mislitur þvottur 60 5. Viðkvtemur þvottur 60 6. ViSkvsemur þvottur 40 7. Stífþvottur/Þeytivindo 8. Ullarþvottur 9. Forþvottur 10. Non-lron 90 11. Nylon Non-lron 60 12. Gluggatjöld 40 H/%14/%FULLMATIC AÐEINS B-i/%t4/%FULLMATIC ER SVONA AUÐVELD f NOTKUN. SNÚIÐ EINUM SNERLI OG H A K A SÉR ALGERLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM ÞEYTIUNDNUM. - SJÁLFVIRKT HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM HÆFIR HVERJU ÞVOTTAKERFI. - SJÁLFViRKAR SKOLANIR. - TÆM- ING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. - MEÐ 2 KERFUM AF 12 ER HÆGT AÐ SJÓÐA ÞVOTTINN SVO VÉL- IN SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOTTI TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐEINS VIÐ GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARIÐ, RYÐFRÍTT STÁL. — ábyrgð KOMIÐ - SKOÐIÐ - SANNFÆRIST ÚTLENDU BLÖÐIN OG MENNINGIN Meðan beðið er eftir íslenzka sjónvarpinu, semja menn i gríð og erg áskoranir sitt á hvað: Menningarelskandi stúdentar heimta að lokið sé þeirri sví- virðu, að sáldra einhliða amer- ískum áhrifum yfir borg og byggð. Áhugamenn um sjónvarp vilja hins vegar halda fast í þann rétt að geta hirt endur- gjaldslaust þá mola sem falla af borðum herstöðvarinnar í Kefla- vík. Þeir telja það bara daga- spursmál, hvenær þeir geti horft á alheimssjónvarp frá gervi- hnöttum, enda þótt upplýst hafi verið að móttökumastur fyrir slíkar útsendingar mundi kosta hundrað milljónir íslenzkra kr. En meðan menn deila um sjón- varpið, er ekki minnzt einu ein- asta orði á aðra menningarlega innrás, sem fyrir löngu hefur farið fram. Þar á ég við öll þau kynstur útlendra blaða og tíma- rita, sem flutt eru inn í landið í hverri viku og hverjum mánuði. Þar er engan veginn um alheims- áhrif að ræða; yfirgnæfandi meirihluti af þessu magni inn- fluttra blaða er annað hvort á ensku eða norðurlandamálum og það er raunar engin tilviljun. Það eru þau mál, sem hér eru almennt kennd í skólum og flest- ir ráða nokkurnveginn við að lesa. Miðað við höfðatöluregluna frægu, eigum við íslendingar heimsmet á mörgum sviðum eins og kunnugt er, en útlend blaða- kaup okkar eru þó sennilega frækilegasta heimsmetið. Nú er það að sjálfsögðu bæði æskilegt og nauðsynlegt að hafa blöð og tímarit annarra menningarþjóða á boðstólum hér og ekki nema gott eitt um það að segja. Hins- vegar er óskiljanlegt allt það þjark um hættu sjónvarpsins gagnvart því brothætta keri, sem íslenzk menning virðist nú vera orðin. Á sama tíma minnist eng- inn á nokkurra hættu af völdum alls þessa innflutta lesmáls. Mér þykir líklegt að þessi blöð eigi hreint ekki svo lítinn þátt í því að móta smekk og hugsunarhátt allra þeirra sem þau ná til. Þar eru amerísku áhrifin látin óá- talin eins og þau þykja nú bölv- uð, þegar þau koma frá sjón- varpinu. Ég veit ekki betur en öll þessi gullfallegu, amerísku vikublöð sem hingað flytjast, fjalli að verulegu leyti um „the american way of living“, þar er allt skrifað út frá sjónarhóli Framhald á bls. 31. 2 VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.